Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 5. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  216. tölublað  104. árgangur  Frír ís fyrir krakka! í september Nánar ábls31 MÁLANDI FJÓSAKONA Í HRUNA FJÖLDAMORÐ TIL AÐ HYLJA EIGIN GLÆPI MARGIR ÞÆTTIR RÁÐA ÍBÚÐAVERÐI BASKAVÍGIN 82 VIÐSKIPTAMOGGINNGRÉTA GÍSLADÓTTIR 16 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hundruð starfa verða við laxeldi á Djúpavogi og í Fjarðabyggð ef áætl- anir fiskeldisfyrirtækjanna um upp- byggingu fiskeldis á Austfjörðum ganga eftir. Tvö stærstu fyrirtækin hafa leyfi til framleiðslu á samtals 17 þúsund tonnum á ári en þau áforma að auka framleiðsluna upp í um 80 þúsund tonn. Fiskeldi Austfjarða er með leyfi til framleiðslu á 11 þúsund tonnum í Berufirði og Fáskrúðsfirði og er með aukningu upp í 24 þúsund tonn í leyf- isveitingaferli. Fyrirtækið hefur nú kynnt matsáætlanir um allt að 30 þúsund tonna eldi til viðbótar í þrem- ur 10 þúsund tonna einingum í Seyð- isfirði, Mjóafirði, Norðfirði, Hellis- firði og Viðfirði. Laxar fiskeldi undirbúa fram- leiðslu í Reyðarfirði út á sex þúsund tonna leyfi sem fyrirtækið hefur afl- að sér þar. Jafnframt er fyrirtækið með áform um 19 þúsund tonna framleiðslu í Berufirði og Fáskrúðs- firði. Guðmundur Gíslason, stjórnarfor- maður Fiskeldis Austfjarða, áætlar að 150-200 bein störf verði við fyr- irtækið innan nokkrra ára. Hann segir að laxeldið skapi góð og örugg störf og heilmikil tækifæri til vaxtar í þessum byggðarlögum. Nefnir hann driftina á Djúpavogi og sunnanverð- um Vestfjörðum sem dæmi um það. Hundruð starfa í laxi  Áform um aukningu í eldi á Austfjörðum MMikil áform »6 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Fiskeldi hefur verið stund- að í Berufirði í allmörg ár. Hið friðlýsta land Þingvellir við Öxará er þekkt fyrir einstaka náttúru og sögustaði og er gjáin Silfra einn af þeim. Aðsókn í köfun í Silfru hefur aukist mjög mikið undanfarin ár. Hér bíða er- lendir ferðamenn með óþreyju eftir að röðin komi að þeim. Þessi kristaltæra gjá heillar marga, þykir einn flottasti köfunarstaður á Íslandi og er þekkt víða um heim. Bíða í röð eftir að fá að kafa Morgunblaðið/Ómar  Fagfjárfestasjóðurinn Arev N II hætti á síðustu stundu við kaup á 65% hlut í byggingavöruversluninni Múrbúðinni nýlega. Sjóðurinn er m.a. í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Viðræður um bætur til seljandans hafa staðið yfir og hafa ekki verið til lykta leiddar enn. » Viðskipti Hætti við kaup á Múrbúðinni Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur ritað bankaráði Seðla- bankans bréf í kjölfar þess að bankinn ákvað að sekta fyrirtækið vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Þar lýsir hann vonbrigðum með „tómlæti bankaráðs gagnvart framferði undir- manna þess“. Bendir hann á í bréfinu að gjaldeyriseftirlit bankans hafi vísvit- andi litið fram hjá gögnum sem stað- festu að fyrirtækið hefði ekki farið á svig við lög og að með yfirlýsingum um að bankinn hefði ekki aflað gagna um gjaldeyrisreikninga fyrirtækisins hjá Arion banka hefðu starfsmenn bank- ans orðið uppvísir að ósannindum. Gögn sem Þorsteinn vísar til sanna að Seðlabankinn sendi Arion banka gagnaöflunarbeiðni varðandi reikn- ingana og fékk upplýsingar er þá vörð- uðu í hendur skömmu síðar. Í samtali við Morgunblaðið segist Þorsteinn ekki skilja hvað bankanum gangi til með álagningu sektarinnar. „Við höfum þurft að búa við þetta í fimm ár. Málið hef- ur verið rekið af seðlabankastjóra og nokkrum starfs- mönnum bankans, meðal annars í fjöl- miðlum þar sem ósannindum hefur ítrekað verið dreift í skjóli þeirrar virðingar sem Seðlabankinn nýt- ur. Ekkert af málatilbúnaði bankans hefur staðist og allt sem hann hefur haldið fram hefur verið hrakið. Það er með öllu óskiljanlegt að bankaráðið skuli ekki grípa inn í og stöðva þá starfsmenn bankans sem ganga fram með þessum hætti. Að mati seðla- bankastjóra er ég svo lánsamur að hafa verið kærður í tvígang til lögreglu og fengið þannig tækifæri til að sýna fram á sakleysi mitt og Samherja. Aðrir myndu líta þetta alvarlegum augum og kalla rangar sakargiftir. Svona lagað á ekki og má ekki gerast aftur.“ Þorsteinn segir að nú verði höfðað ógildingarmál vegna álagningar sekt- arinnar. ses@mbl.is Telur bankaráðið þurfa að grípa inn í  Sakar Seðla- bankann um rang- ar sakargiftir Þorsteinn Már Baldvinsson MViðskiptaMoggi » 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.