Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Erfið staða leikskólanna í Reykjavík og krafa borgaryfirvalda um frekari aðhald í rekstri hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Margir þessara skóla glíma nú við mikla manneklu og hafa sumir þeirra neyðst til að skerða þjónustu, m.a. með því að senda börn heim. Var þannig 71 stöðugildi á leikskólum Reykjavíkurborgar ómannað við upphaf þessarar viku. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við nokkra leikskólastjóra á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri til að fá upplýsingar um stöðuna. Einn þeirra er Guðný Anna Þóreyjar- dóttir, leikskólastjóri á Austurkór í Kópavogi. Hún segist glíma við mikla manneklu og mun það hafa talsverð áhrif á þjónustu. „Vegna m.a. langveikinda starfs- fólks vantar okkur fimm starfsmenn í fullu starfi og tvo í hlutastarfi svo kalla megi leikskólann fullmann- aðan,“ segir Guðný Anna og bætir við að frá og með deginum í dag muni starfsfólk á hverjum degi þurfa að senda börn heim af öllum deild- um. Deildir leikskólans eru sex tals- ins og er misjafnt hversu mörg börn fara heim hvern tiltekinn dag, en mest fer það upp í 30 börn. „Okkur þykir að sjálfsögðu mjög miður að þurfa að grípa til þessara aðgerða, en þetta er algjört neyð- arúrræði,“ segir Guðný Anna. Spurð hvort leikskólanum hafi borist um- sóknir um auglýst störf svarar hún: „Við erum búin að bjóða þremur um- sækjendum vinnu og erum með aðr- ar umsóknir í vinnslu. Við vonum því að þetta vandamál leysist sem fyrst.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, al- mannatengill Kópavogsbæjar, segir stöðuna á Austurkór vera einsdæmi í sveitarfélaginu. „Við erum, fyrir ut- an þennan eina leikskóla, í góðum málum,“ segir hún. Góð staða og vísar fólki frá Langflestir leikskólar í Hafn- arfirði teljast nú fullmannaðir, en samkvæmt upplýsingum þaðan eru sex störf auglýst á vef sveitarfé- lagsins um þessar mundir. Oddfríður Jónsdóttir, leikskóla- stjóri á Arnarbergi í Hafnarfirði, segist ekki glíma við neina manneklu í sínum skóla. „Ég vísa frekar frá en hitt,“ segir Oddfríður, en alls vinna 27 manns á leikskólanum og eru börnin nú 86 talsins en verða að lík- indum 90 á næstunni. „Við höfum hins vegar þurft að vera í aðhaldi alla tíð. Þó góðæri sé ríkjandi þá er kraf- an um sparnað alltaf uppi. En al- mennt er staðan í mínum skóla þokkalega góð þó það mætti fara að huga að viðhaldi,“ segir hún. Í Garðabæ er auglýst eftir fjórum starfsmönnum fyrir tvo af þeim 12 leikskólum sem starfandi eru í sveit- arfélaginu. „Það eru engin vandræði hjá mér, en ég var svo heppin að ná að fullmanna allar stöður,“ segir Marta Sigurðardóttir, leikskólastjóri á Kirkjubóli í Garðabæ, en þar vinna alls 17 manns. Aðspurð segir hún þó hlutfall fagmenntaðra starfsmanna hafa lækkað nokkuð að undanförnu. „Ég held að hlutfallið sé komið ei- lítið undir 50%,“ segir Marta og heldur áfram: „Garðabær hefur allt- af verið vel rekið sveitarfélag, en okkur finnst þó að það mætti gefa aðeins betur í og veita okkur meira fjármagn. Eftir hrun 2008 var skorið mikið niður og það hefur ekki skilað sér til baka.“ Anna Bjarnadóttir er leikskóla- stjóri á Bæjarbóli í Garðabæ. Hún segist vera að leita að leikskólasér- kennara eða þroskaþjálfa í stuðn- ingsstöðu og leikskólakennara eða starfsmanni með aðra uppeldis- menntun. „Það er búið að vera aug- lýst í þessar stöður í meira en mán- uð,“ segir hún. Spurð hvort þessi mannekla hafi neikvæð áhrif á þjónustu við börn leikskólans kveður hún nei við. „Ég hef t.a.m. sjálf verið inni á deildum að vinna ásamt sérkennslustjóra svo við náum að halda sjó.“ Á Bæjarbóli vinna nú 24 manns og af þeim eru 9 fagmenntaðir og tveir í námi. „Það er bara nokkuð fín staða.“ Leikskólarnir fullmannaðir Gunnhildur María Sæmunds- dóttir, skólafulltrúi Mosfellsbæjar, segir manneklu á leikskólum sveitar- félagsins eingöngu þegar veikindi koma upp meðal starfsmanna. „Þá tekst okkur ekki alltaf að leysa af all- ar stöður, en leikskólarnir eru full- mannaðir og okkur vantar þannig lagað ekki fólk,“ segir hún. Spurð hvort hún viti dæmi þess að leikskóli í Mosfellsbæ hafi þurft að senda börn heim líkt og nú gerist í Reykjavík og í einum skóla í Kópa- vogi svarar Gunnhildur María: „Mig rekur ekki minni til þess.“ Þuríður Stefánsdóttir, leikskóla- stjóri á Huldubergi í Mosfellsbæ, segir skólann hafa þurft að auglýsa eina stöðu og var búið að ráða í hana tveimur dögum síðar. „Ég hélt þetta yrði erfiðara, en svo reyndist ekki vera,“ segir hún, en 28 manns vinna á leikskólanum. „Kjarninn er ein- staklingar sem hafa unnið hérna lengi,“ segir Þuríður. Þá hefur verið boðað til frétta- mannafundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem kynnt verður aðgerða- áætlun vegna skólamála. Verst virðist staðan í Reykjavík  Ómannaðar stöður á leikskólum Reykjavíkurborgar voru við upphaf þessarar viku 71 talsins  Staðan er almennt mun betri á leikskólum í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ Morgunblaðið/Eva Björk Leikskólakrakkar Mannekla á leikskólum hefur m.a. valdið því að börn eru send heim, en slíkt er raunin á Bakka- borg í Breiðholti og Austurkór í Kópavogi. Aðgerðaáætlun vegna skólamála í Reykjavík verður kynnt í dag. „Ástand leikskóla er á mörgum stöðum algerlega til fyrir- myndar og má þá einkum nefna skólana á Akranesi og Akureyri. En þar er í raun allt annar veruleiki,“ segir Ingi- björg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla, og bendir á að hlutfallslega séu mjög margir starfsmanna á leikskólum þar fagmenntaðir. „Ástæðan er einna helst sú að Háskólinn á Akureyri hóf á sín- um tíma að mennta kennara og Akraneskaupstaður studdi mjög sitt fólk við að ná sér í menntun.“ Hrafnhildur G. Sigurð- ardóttir, leikskólafulltrúi Akureyrarbæjar, segir leikskóla í sveitarfélaginu ekki búa við vanda vegna manneklu. „Okkar sérstaða er einnig sú að við er- um með mjög hátt hlutfall fag- menntaðra. Eru m.a. nokkrir skólar með 100% hlutfall,“ segir Hrafnhildur og bætir við að algengt hlutfall fagmennt- aðra sé um 80% til 90%. „Háskólinn á Akureyri hefur verið mjög duglegur við að út- skrifa leikskólakennara og það er okkar happ. Eins höfum við tekið aðra fagmenntun inn til okkar, en við erum m.a. með nokkra grunnskólakennara, sál- fræðimenntað fólk og iðju- og þroskaþjálfa. Þetta metum við allt sem fagmenntað fólk.“ Erna Rós Ingvarsdóttir er leikskólastjóri á Pálmholti á Akureyri. Fjöldi starfsmanna þar er 41 og eru 87% þeirra fagmenntaðir. „Við finnum virkilega til með samkennurum okkar í Reykjavík en við höfum það mjög gott,“ segir hún. Tveir staðir skara fram úr FAGMENNTAÐ FÓLK Flutningaskipið Winter Bay kom til Osaka í Japan 9. september sl. með tæp 1.600 tonn af frystum hvalaafurðum frá Íslandi. Skipið lagði úr höfn í Hafnarfirði 29. júlí og sigldi norðausturleiðina, um Norður-Íshafið norðan við Rúss- land, með viðkomu í Noregi þar sem tekin var olía. „Þetta gekk eins og í sögu. Það er búið að losa allt og skipið er farið frá Osaka og ætlar sömu leið til baka og í fyrra,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Farmurinn samanstóð af hval- kjöti, spiki, rengi og öðrum fryst- um hvalaafurðum. „Við vorum búnir að framleiða allar þessar vörur fyrir þennan markað og höfðum ekkert annað val en að senda þetta út. Nú á þetta eftir að fara í gegnum efnagreiningar og innflutningsferlið í Japan. Þær efnagreiningaraðferðir sem Japan- ir nota eru sumar 40-50 ára gaml- ar og eru ekki í samræmi við nein- ar alþjóðlegar aðferðir varðandi svona efnagreiningar. Hvað kom út úr öllum þessum viðræðum við japönsk stjórnvöld, sem enn standa yfir, á nú eftir að koma í ljós.“ Kristján sagði aðspurður að nóg yrði til af súrsuðu rengi fyrir þorrablótin í vetur. Ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því. gudni@mbl.is Ljósmynd/Guðmundur Steinbach Lagt úr höfn Winter Bay sigldi norðausturleiðina til Japans. Frystar hvalaafurðir fluttar til Japans  Winter Bay flutti tæp 1.600 tonn af hvalaafurðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.