Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Glæsiverk til sölu Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890 SMIÐJAN Listhús - Innrömmun Opið alla virka daga kl. 11-17, laugardaga kl. 12-14. M b l1 60 19 45 Leitum að verkum gömlu meistaranna fyrir næstu sýningu okkar Jón EngilbertsÞorvaldur Skúlason Hafsteinn Austmann Karl Kvaran Hágæða innrömmun 26 ára reynsla umræðuskjali um nýtt samningalíkan sem birt hefur verið á vef ASÍ í að- draganda þingsins. „Við hefðum viljað vera komin lengra í málinu en það þarf að ljúka þessum lífeyrismálum,“ segir Gylfi, en jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði sé forsenda fyrir nýju samningalíkani. „Við erum búin að jafna okkar megin frá og hækka iðgjöldin en opinberir starfs- menn eru að semja um aðlögun síns kerfis að slíku samræmdu kerfi.“ Áætlað er að haustið 2018 liggi fyrir grundvöllur að nýju samningalíkani á íslenskum vinnumarkaði sem hægt verði að byggja á við gerð næstu kjara- samninga. en Gylfi segir hana lið í því að veita fé- lagsmönnum efni um málið á íslensku. „Við höfum að stórum hluta verið að horfa á norræna módelið, en hann er að fjalla um það og horfa á okkur í gegnum þau gleraugu,“ segir hann. Heildarsamtök launamanna og at- vinnurekenda hafa nú skýrsluna til umræðu, en áætlað er að hefja endan- lega útfærslu á rammasamningi heildarsamtaka á vinnumarkaði um meginstoðir í íslensku kjarasamninga- líkaninu í nóvember. Tvö ár í nýtt samningalíkan Næstu skref í átt að nýju samninga- líkani á íslenskum vinnumarkaði hafa verið mörkuð, eins og fram kemur í Yfir ein milljón hrognkelsaseiða hefur verið flutt út það sem af er þessu ári. Hrognkelsin eru notuð til að verjast laxalús í sjókvíum. Skoskt skip lagði af stað með 350 þúsund hrognkelsaseiði í fyrradag. Seiðin verða notuð í tilraunaverk- efni í Skotlandi. Þeim verður sleppt í laxeldiskvíar og hafa það hlutverk að éta laxalýs sem herja á eldisfisk- inn. Stofnfiskur í Höfnum framleiðir hrognkelsin. Fyrr á árinu flutti fyr- irtækið út 700 þúsund seiði til Fær- eyja. Þar gera þau sitt gagn sem líf- rænar varnir gegn laxalús, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun sem hefur eftirlit með framleiðslu fiskeldisstöðva. Samanburður sýnir að notkun seið- anna skilar betri árangri en lyfja- notkun og kostnaður er minni í bar- áttunni við laxalúsina. Mast vekur athygli á mikilvægi þess að viðhalda góðri sjúkdóma- stöðu í íslensku fiskeldi. Það er m.a. forsenda slíks útflutnings. Milljón hrogn- kelsaseiði flutt út  Étur lús af eldislaxi í sjókvíum Morgunblaðið/Þorkell Hrognkelsi Afkvæmi grásleppu og rauðmaga nýtist í laxeldi. Á þingi ASÍ verður einnig lagt til að hækka skatthlutfall aðildarfélaga til ASÍ úr 7,4% í 8,3% eða um 0,9%. „Við höfum gert þetta öðru hverju um áratugina að fara í gegnum verkaskiptinguna milli Alþýðusambands- ins, landssambandanna og aðildarfélaganna og stemma okkur af í því að við séum að sinna þeim verkefnum sem við teljum nauðsynleg,“ segir Gylfi en aukningin sé til- komin vegna þess að tveimur nýjum starfsmönnum var bætt við og ráðið í starf framkvæmdastjóra ASÍ. „Eftir hrunið árið 2008 var ákveðið að ráða ekki í stöðu framkvæmdastjóra til að spara vegna tekju- samdráttar en það var niðurstaðan núna að það væri ástæða til þess að endurskoða verkefnin og bæta við þjónustuna,“ segir hann en ákveðið hafi verið að fara í aukna kynningu og upplýsingastarfsemi, vinnu með ungu fólki og átakið „Einn réttur ekkert svindl“ sem taki á félagslegu undirboði á vinnumarkaði. „Ég á ekki von á öðru en að þessu verði vel tekið. Ég finn ekki annað en að það sé sátt í okkar hreyfingu um þau verkefni sem ASÍ er að sinna.“ Endurskoða og bæta þjónustu VILJA HÆKKA SKATTHLUTFALL TIL ASÍ Gylfi Arnbjörnsson Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það er alveg handleggur að fara í gegnum umræðu um að minna geti orðið meira en þannig er það bara, að- eins minni launahækkanir geta skilað meiri kaupmætti, samfara lægri verð- bólgu og lægri vöxtum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands (ASÍ), í samtali við Morgunblaðið, en á 42. þingi ASÍ sem haldið verður dagana 26.-28. október fer fram viðamikil umræða milli aðildarfélaga um samningsmarkmið Alþýðusambandsins varðandi þróun nýs kjarasamningalíkans hér á landi og samfélagsmódelsins í heild. „Við höfum að stórum hluta verið að horfa til þessa norræna módels en það er öllum ljóst að á Norðurlöndunum er samningslíkanið ekki aðskilið frá nor- ræna samfélagsmódelinu. Það er eng- in launung á því að verkalýðshreyfing- in og Alþýðusambandið telur okkur svolítið hafa villst af leið þar,“ bætir Gylfi við, en það snerti þætti eins hús- næðismálin, heilbrigðismálin, lífeyris- málin, öldrunarþjónustu og mennta- mál. „Við munum fjalla um þetta á þinginu og reyna að setja þetta í sam- hengi. Ef fólk á að axla ábyrgð á for- sendum efnahagsmála, sem er sjálf- sagt, vill fólk líka geta búið við meira öryggi og velferð.“ Steinar Holden, vinnumarkaðs- sérfræðingur frá hagfræðideild Óslóarháskóla, sem fenginn var af SALEK-hópnum til að kynna lykil- atriði og skilyrði fyrir góðu kjarasamn- ingalíkani ásamt reynslu og lausnum frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð, hef- ur skilað af sér skýrslu þess efnis. Skýrslan verður til umræðu á þinginu, Morgunblaðið/Ómar Stilla strengi Alþýðusamband Íslands heldur 42. þing sitt dagana 26.-28. október, en tvö ár eru frá síðasta þingi. Tvö ár í grundvöll nýs kjarasamningalíkans  Ný skýrsla Steinar Holden til umræðu á 42. þingi ASÍ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil starfsemi verður í fiskeldi á Austfjörðum ef áætlanir fiskeldis- fyrirtækjanna ganga eftir. Fiskeldi Austfjarða áformar að komast í 54 þúsund tonna framleiðslu í mörgum fjörðum Austfjarða og Laxar fisk- eldi áforma 25 þúsund tonna fram- leiðslu. Gangi áformin eftir verða til hundruð starfa við fiskeldi á Djúpa- vogi og í Fjarðabyggð. Fiskeldi Austfjarða er með leyfi til framleiðslu á 11 þúsund tonnum í Berufirði og Fáskrúðsfirði og er með aukningu upp í 24 þúsund tonn í leyfisveitingaferli. Fyrirtækið hef- ur nú kynnt matsáætlanir um allt að 30 þúsund tonna eldi samtals í þremur 10 þúsund tonna einingum í Seyðisfirði, Mjóafirði, Norðfirði, Hellisfirði og Viðfirði. Laxar fiskeldi undirbúa fram- leiðslu í Reyðarfirði út á sex þúsund tonna leyfi sem fyrirtækið hefur afl- að sér þar. Jafnframt er fyrirtækið með áform um 19 þúsund tonna framleiðslu í Berufirði og Fáskrúðs- firði. Fullnýta leyfin á næstu árum Guðmundur Gíslason, stjórnarfor- maður Fiskeldis Austfjarða, segir að fyrirtækið fari langt með að fullnýta núverandi leyfi sín og áformaða við- bót í Berufirði og Fáskrúðsfirði á næstu tveimur til þremur árum. Hafin verði framleiðsla á nýju svæð- unum í framhaldinu. Tekur hann fram að það taki ákveðinn tíma að fara í gegnum umhverfismat og fá rekstrar- og starfsleyfi. Eftir að leyfin liggi fyrir þurfi að byggja upp seiðastöðvar og ala seiðin til að koma framleiðslunni af stað. Fiskeldi Austfjarða hefur stundað eldi á regnbogasilungi en Guðmund- ur segir að laxinn vaxi betur hér við land. Því hefur verið ákveðið að slátra upp regnbogasilungnum í ár og á næsta ári og leggja áherslu á laxeldi. Fyrsti áfanginn í því er út- setning á laxaseiðum sl. vor. Stórfelld laxeldi þarfnast þó nokkurs mannafla við eldi, vinnslu og þjónustu. Guðmundur bendir á að þumalputtareglan segi að 15 störf þurfi við hver 1.000 tonn í eldi. Sam- kvæmt því fá mörg hundruð manns vinnu, gangi áform fiskeldisfyrir- tækjanna eftir. Guðmundur vill þó fara farlega í sakirnar og nefnir 150- 200 bein störf hjá hans fyrirtæki. Laxeldið skapi góð og örugg störf og heilmikil tækifæri til vaxtar í þess- um byggðarlögum. Nefnir hann driftina sem er á Djúpavogi og sunnanverðum Vestfjörðum sem dæmi um það. Mikil áform í laxeldi á Austfjörðum  Fiskeldi Austfjarða leggur fram matsáætlun fyrir 30 þúsund tonna eldi í nokkrum fjörðum  Tvö stærstu fiskeldisfyrirtækin eystra stefna að samtals 80 þúsund tonna framleiðslu á laxi á ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.