Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 10

Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi Ný sending frá Frakklandi Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is DÚNÚLPA MEÐ EKTA LOÐFELDI VERÐ 32.980 STÆRÐIR 36-52 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Nýjar vörur í hverri viku Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nýtt uppsjávarfrystihús Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum verður tekið í notkun á næstunni. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri upp- sjávarsviðs VSV, segir að húsið sé tilbúið að innan en unnið sé að frá- gangi að utan. Búið er að setja upp flest tæki og unnið hefur verið að því að stilla vélar og prufukeyra tæki. „Þetta er á lokametrunum hjá okkur og við höfum aðeins keyrt makríl í gegnum kerfin. Ég er að vona að í næstu viku verðum við komnir á gott skrið, en það eru mörg handtök og verkefni sem þarf að leysa á síðasta sprettinum,“ segir Sindri. Í frystihúsinu verður blásturs- frysting að norskri fyrirmynd, en ekki plötufrysting eins og yfirleitt hefur tíðkast í uppsjávarfrystihús- um hér á landi. Frystitæki eru að mestu keypt frá Optimar í Noregi. Engar breytingar hjá fastafólkinu Uppsjávarfrystihúsið verður í húsnæði sem áður var Mjölhús Vinnslustöðvarinnar. Húsinu var verulega breytt, þakið m.a. hækkað og burstum snúið. Nýtt mótorhús var byggt auk margvíslegra annarra verkefna sem tengjast framkvæmd- inni. Nýja vinnslan eykur afköst í frystingu uppsjávartegunda og verður frystigetan 450 tonn á sólar- hring en er núna 280-300 tonn. Mikil sjálfvirkni fylgir nýja húsinu og áætlar Sindri að 10-12 manns verði á hverri vakt, og því 20-24 starfsmenn sem gangi vaktir. Það er mikil breyt- ing frá því sem áður var er hátt í 100 manns gengu vaktir hjá fyrirtækinu, um 50 á hvorri vakt. „Með nýju vinnslunni verða engar breytingar hjá fastafólkinu okkar,“ segir Sindri. „Vaktirnar hafa hins vegar að miklu leyti verið mannaðar af fólki sem hefur komið tímabundið til Eyja og skólafólki. Í sumar var staðan sú að um tíma var erfitt að manna stöður í vinnslunni enda ýmis önnur atvinnutækifæri í boði hér í Eyjum.“ Nýtt frystihús í notk- un í Eyjum á næstunni Ljósmynd/Ísleifur Arnar Vignisson Eyjar Glaðbeittir starfsmenn Vinnslustöðvarinnar í nýja frystihúsinu, frá vinstri: Ágúst Einarsson rafvirki, Óðinn Kristjánsson vélstjóri, Rikharð Bjarki Guðmundsson rafvirki og Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs.  Aukin frystigeta og sjálfvirkni  Færra fólk á vöktum Aðalfundur Smábátafélags Reykja- víkur var haldinn á mánudag í höfuðstöðvum félagsins í Suður- bugt. Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda, LS, segir að fundurinn hafi einkennst af snörp- um umræðum sem framkölluðu hreinar línur félagsins til hinna ýmsu málaflokka. „Upplýst var á fundinum að LS ætti fulltrúa í óformlegum starfs- hópi á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins sem ætlað væri að endur- skoða strandveiðikerfið. Fréttir af fyrsta fundi hópsins féllu í grýttan jarðveg á fundinum, þar sem upp- lýst var að ekki væri gert ráð fyrir aflaaukningu til strandveiða,“ segir á heimasíðu LS. Í ályktun Reykjavíkurfélagsins segir: „Aðalfundurinn afþakkar frekari afskipti núverandi sjávar- útvegsráðherra af málefnum smá- bátaútgerðarinnar og krefst þess að vinnuhópurinn verði tafarlaust leystur upp.“ Afþakka afskipti sjávarútvegsráðherra Á aðalfundi Snæfells, félags smá- bátaeigenda á Snæfellsnesi, á sunnudag átti sér stað þung um- ræða um veiðigjöld og uppboð á veiðiheimildum, segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Á fundinum var samþykkt tillaga þar sem harðlega er mótmælt uppboðs- leið á aflaheimildum. Slíkar hug- myndir stefni útgerð um land allt í uppnám og óvissu. Alls voru 20 tillögur lagðar fram á fundinum og meðal annars var samþykkt tillaga um að veittur verði afsláttur af veiðigjaldi þeirra sem eru eingöngu í útgerð án fisk- vinnslu. Í greinargerð segir að ein- yrkjaútgerð eigi í vök að verjast og halli verulega á hana í samkeppni við útgerð með fiskvinnslu. Uppnám og óvissa með uppboðsleið Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.