Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýr viðlegukantur á svonefndri Bæjarbryggju á Siglufirði verður tekinn formlega í notkun um næstu mánaðamót. Framkvæmdir hófust í byrjun þessa árs og hafa gengið vel og hratt fyrir sig. Fara þurfti í mikla jarðvinnu, reka niður 162 stálþils- plötur og ganga frá festingum. Einnig byggja upp 60 metra langan grjótgarð og steypa upp og ganga frá bryggjupollum á viðlegukant- inum sem er 227 metra langur. Nauðsyn vegna nýs togara „Þetta var mjög þörf framkvæmd, því gamli viðlegukanturinn var sundurryðgaður og ónýtur. Þegar ég kom hingað til starfa í byrjun síð- asta árs var eitt mitt fyrsta verk að koma þessu verkefni á rekspöl. Tala þurfti við fjárveitingavaldið og inn- anríkis- og fjármálaráðherra höfðu fullan skilning á málinu og studdu það. Ef við hefðum ekki sett upp nýjan viðlegukant hefði það tak- markað að skip gætu komið til lönd- unar og annars,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð. Meðal þess sem gerði þessar hafnarbætur svo nauðsynlegar eru breytingar á skipastól Ramma hf. sem er stærsta sjávarútvegsfyrir- tækið í Fjallabyggð. Nýr togari fyrirtækisins, Sólberg ÓF-1, er væntanlegur til landsins í byrjun næsta árs og leysir af hólmi frysti- togarana Mánaberg og Sigurbjörgu. Hinn nýi togari er 80 metra langur og 15,4 metrar á breidd – mun stærri en skipin sem fyrir eru. Þessu var nauðsynlegt að mæta – svo að skipið kæmist í höfn. Einnig skapar kanturinn nauðsynlega að- stöðu fyrir flutningaskip og önnur slík stór skip. Fyrir liggur að strax á næsta ári komi 30 skemmtiferðaskip til Siglufjarðar og er það afrakstur markaðsstarfs á undanförnum miss- erum. Ísar ehf. úr Kópavogi sá um að reka stálþilið niður og setja að því fyllingar. Tilboð fyrirtækisins í verkið var upp á tæplega 176 millj- ónir króna. Verktaki við lagnir, veit- ur og slíkt við höfnina er Sölvi Sölvason ehf. í Siglufirði. Galilei dýpkar höfnina Við þetta svo bætist að dýpka þarf höfnina og innsiglinguna og um það sér belgíski verktakinn Jan de Nul og notar til þess belgíska dælu- skipið Galilei sem verið hefur verið við störf í Landeyjahöfn. Þessa dag- ana er svo verið að byggja dælu- og ljósahús við nýja viðlegukantinn. Því næst verða stæði og svæði malbikuð til bráðabirgða. Þekjan við höfnina verður svo steypt næsta vor, þegar fyllingin þar hefur sigið. Nýi viðlegukanturinn er að verða tilbúinn  Bæjarbryggjan á Siglufirði endurbætt  Fjárveitinga- valdið sýnir skilning  Fjöldi skemmtiferðaskipa Siglufjörður » Viðlegukanturinn er 227 metra langur og 162 stálþils- plötur slegnar niður. » Verkefni upp á nærri 200 milljónir króna. » Fragtarar geta lagst að og 30 skemmtiferðaskip eru væntanleg á næsta ári. » Sólberg, sem er nýr togari Rammans, er 80 metra langt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hafnarframkvæmdir Gunnar I. Birgisson með nýja viðlegukantinn í baksýn og úti á firðinum er dæluskipið Galilei. Framkvæmdirnar eru á lokastigi. STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Hverfisgötu 105 www.storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebook Fallegar haustvörur SKÚLI MOGENSEN FORSTJÓRI WOW AIR „Gæta þarf að því að eyðileggja ekki ímynd Íslands með skammtímahugsun. Hægt er að virkja hreina ímynd Íslands og íslenskrar orku án þess að ganga frekar á auðlindir landsins. Ein leið til þess er að hlúa að vörumerkinu Íslandi og CHARGE er frábær vettvangur til að hefja umræðuna.” HÖRÐUR ARNARSON FORSTJÓRI LANDSVIRKJUNAR „Fyrirtæki hafa í vaxandi mæli hagsmuni af því að tengja vörumerki sín við sjálfbæra nýtingu auðlinda – tenging við hreina og endurnýjanle- ga íslenska orku getur styrkt fyrirtæ- ki í markaðssetningu og gefur ráðstefnan færi á að kynna sér tækifæri í þessum efnum.“ UMSAGNIR UM CHARGE, FYRSTU RÁÐSTEFNU SINNAR TEGUNDAR Í HEIMINUM: HARPA, 19. – 20. SEPTEMBER Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á stjórnarfundi Sorpu, sem haldinn var í júlí síðastliðnum, var kynnt minnisblað Mannvits um niðurstöðu samkeppnisviðræðna um tækni- lausn vegna gas- og jarðgerðar- stöðvar sem reisa á í Álfsnesi. Tvö tilboð bárust í verkið og var sam- þykkt að taka hagstæðara tilboðinu er kom frá danska félaginu Aikan. „Gangi allt eftir er gert ráð fyrir að hægt verði að hefja byggingu á haustdögum 2017,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, og bætir við að um ári síðar, þ.e. á haustdögum 2018, verði von- andi hægt að taka stöðina í notkun. 2,7 milljarða kr. framkvæmd „Þetta er í sjálfu sér ekki mjög flókin framkvæmd og ætti því ekki að taka langan tíma. Í raun má segja að við séum byrjuð á verkinu nú þegar, en í fyrra var farið í jarð- vinnuframkvæmdir og er því búið að undirbúa bygginguna að ein- hverju leyti,“ segir Björn. Aðspurður segir hann heild- arvirði framkvæmdar við gerð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í Álfs- nesi vera um 2,7 milljarða króna, en stöðin á að þjóna öllu höfuðborg- arsvæðinu. „Þessu fylgir vissulega kostnaður en ávinningurinn er hins vegar mikill með bættu umhverfi,“ segir Björn. Áður hefur verið greint frá því að íbúar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ séu orðnir langþreyttir á sorplykt sem leggst yfir hverfið við ákveðin veðurskilyrði frá urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Björn segir breytt verk- lag hafa átt sinn þátt í að minnka lykt í sumar, en gas- og jarðgerðar- stöðinni sé ætlað að vinna á lyktinni til framtíðar. Framkvæmdir hefjast að ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Ruslahaugur Gas- og jarðgerðarstöð verður byggð á Álfsnesi og segir framkvæmdastjóri Sorpu nú stefnt að framkvæmdum á næsta ári.  Sorpa gekk til samninga við Aikan Almenna bókafélagið hefur endurútgefið bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, Deilt á dómarana, sem kom fyrst út árið 1987 og hefur verið ófáan- leg lengi. Fram kemur í tilkynningu frá útgáfufélaginu Bókafélaginu að í bókinni segi Jón Steinar frá sex hæstaréttardómum þar sem reyni á nokkur mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Bókin færst í bókaverslunum Eymundsson. Deilt á dómarana gefin út á ný
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.