Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 28
Skiptinemi Guðrún Jónasdóttir og Niccoló Carrivale, sem unir hag sínum vel á Furumel. SVIÐSLJÓS Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Niccoló Carrivale er 16 ára strákur frá Ítalíu og er kominn til að dvelja á Íslandi sem skiptinemi næsta árið. Hann býr á Furumel, sem er sveita- bær um 20 kílómetra vestan við Borgarnes en fósturforeldrar hans eru Guðrún Jónasdóttir og Þorkell Guðbrandsson. Niccoló er búinn að vera um þrjár vikur og segist alsæll með dvölina. ,,Ísland var í fyrsta sæti hjá mér, ég hafði kynnt mér margt um landið og það var í fyrsta sæti hjá mér.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fengið alvarlegt menningarsjokk en nefnir þó þrennt sem hafi komið á óvart. ,,Mér fannst frekar óþægilegt þeg- ar ég fór í fyrsta skipti í sund að af- klæðast innan um aðra. En það vand- ist eftir fyrsta skiptið. Eins finnst mér skólinn hér skemmtilegur og andrúmsloftið mun afslappaðra en á Ítalíu. Hér má maður t.d. nota tölvur í öllu námi en það er ekki leyfilegt heima nema í einstaka fögum. Hér kallar maður kennarana bara nöfn- unum sínum en heima ávarpar mað- ur þá sem prófessora og með eftir- nafni. Ég varð líka hissa á því hvað Íslendingar eru afslappaðir gagnvart tíma, ég hélt að þeir væru stundvísir og akkúrat eins og Þjóðverjar en þeir eru miklu frekar eins og Ítalir.“ Guðrún og Þorkell eru að hýsa skiptinema í annað sinn, en fyrir tveimur árum dvaldi norsk stúlka hjá þeim í eitt ár. Guðrún segir þetta ánægjulega reynslu, og þau séu heppin með þessa einstaklinga. Niccoló sé mjög áhugasamur um Ís- land og strax farinn að skilja talsvert í íslensku. ,,Við höfum aðeins sýnt honum af landinu og sérstaklega var gaman að fylgjast með honum þegar hann sá Geysi gjósa, en hann varð alveg upp- numinn. Næst á dagskrá eru haust- verkin göngur og réttir, sem hann hlakkar til að upplifa. Nú, svo á ég eftir að bjóða honum í fjósið með mér, en hann er mjög virkur og vill taka þátt í sem flestu með okkur.“ Markmiðið að víkka sjóndeild- arhring ungs fólks AFS (American Field Service) eru alþjóðleg fræðslusamtök sem starfa í yfir 50 löndum í öllum heimsálfum. Saga þeirra nær allt aftur til fyrri heimstyrjaldarinnar, en bandarískir sjálfboðaliðar sem óku sjúkrabílum á vígvöllum Frakklands í fyrri heims- styrjöldinni stofnuðu samtökin. Þeir töldu að aukin kynni og skilningur á milli þjóða gæti dregið úr líkum á því að hörmungar stríðsins endurtækju sig. Alþjóðleg nemendaskipti væru leið til þess að á því markmiði og eftir þeirri hugsjón starfar AFS enn. Fyrstu nemendaskipti AFS hófust í Bandaríkjunum árið 1947 og árið 1957 héldu átta fyrstu íslensku skiptinemarnir til Bandaríkjanna. Síðan hefur starfið vaxið og nú send- ir AFS á Íslandi árlega milli 100-120 skiptinema til dvalar á erlendri grund og tekur á móti u.þ.b. 30 er- lendum nemum ár hvert. Aðal- viðfangsefni samtakanna hér á landi er nemendaskipti unglinga á aldr- inum 15-18 ára. Samtökin eru óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum, sem og hvers konar hagsmuna- samtökum. Markmið AFS er að auka kynni og skilning milli þjóða heims og fólks af ólíkum uppruna, víkka sjóndeildarhring ungs fólks og auka menntun þess. AFS-félögin um allan heim eru að mestu leyti byggð upp af sjálfboðaliðum. Hefur tvisvar hýst skiptinema Jónína Kristín Guðmundsdóttir er formaður og stofnandi Vesturlands- deildar AFS. ,,Ég var skiptinemi í Frakklandi 1997-1998 og eftir heimkomuna varð ég virkur sjálfboðaliði AFS. Ég hef m.a. verið skólatengiliður, haldið margar skólakynningar, tekið viðtöl við verðandi skiptinema og tekið þátt í undirbúningsnámskeiðum og ýmsum viðburðum með erlendu nemunum. Auk þess hef ég nokkrum sinnum verið tengiliður skiptinema en fyrir tveimur árum ákvað ég svo loksins að hýsa sjálf skiptinema, sem mig hafði dreymt um frá því að ég kom heim“. Jónína og Jón Leví son- ur hennar tóku á móti Moniku frá Kína þá um haustið og var hún hjá þeim í Búðardal í 10 mánuði. ,,Það var mjög áhugavert að hafa Moniku og að kynnast hennar menningu, Skiptinema- dvöl er góð lífsreynsla  34 erlendir skiptinemar á landinu í ár, þar af eru sex á Vesturlandi Fjölskylda Jónína Kristín Guðmundsdóttir, Jón Leví, sonur hennar, og Monica frá Kína. Hópurinn Alls eru 34 skiptinemar á landinu öllu þetta skólaárið en þeir komu til landsins 19. ágúst. 28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík sími 540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS ® Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða. Hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum. • Húddhlífar • Gluggavindhlífar • Ljósahlífar PLASTHLÍFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.