Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016
Soap ljós
Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is
Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16
Hvert ljós er einstakt
SKÁK
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Bandaríkjamenn unnu sögulegan
sigur í opnum flokki Ólympíu-
skákmótsins í Bakú á þriðjudaginn
þegar liðið vann öfluga sveit Kan-
ada, 2½:1½, en keppinautar þeirra
Úkraínumenn unnu einnig. Banda-
ríkjamenn og Úkraínumenn hlutu
20 stig en þeir fyrrnefndu voru
mun hærri á mótsstigum. Rússar
urðu svo í þriðja sæti. Bandaríkja-
menn unnu gullið síðast í Haifa ár-
ið 1976 og sigruðu þrisvar á milli-
stríðsárunum, 1933, 1935 og 1937.
Bandaríska skáksambandið lagði
mikið undir að þessu sinni og sig-
urinn var sannfærandi og sann-
gjarn, en sveitina skipuðu Fabiano
Caruana, Hikaru Nakamura, Wes-
ley So, Samuel Shankland og Ray
Robson.
Í kvennaflokki staðfestu Kín-
verjar yfirburði sína og unnu
Rússa í lokaumferðinni 2½:1½.
Kínverjar hlutu 20 stig, Pólverjar
urðu í 2. sæti og Úkraína í 3. sæti
en báðar þjóðirnar fengu 17 stig.
Segja má að íslenska liðið í opna
flokknum hafi botnað á kolvitlaus-
um tíma; 60. sæti er ekki viðunandi
niðurstaða. Sá sem þessar línur rit-
ar er ekki mikill aðdáandi þeirra
breytinga sem gerðar voru á
keppninni fyrir nokkrum árum; við
það að fækka umferðum úr þrettán
í ellefu og láta stig gilda er hættan
sú að ýmsar niðurstöður verði full
tilviljanakenndar. En lengi var ís-
lenska sveitin á réttri leið og tókst
það sem að var stefnt – að komast
í góð færi fyrir lokasprettinn – en
það hafðist með góðum sigri á Sló-
vakíu í 8. umferð. En í lokaumferð-
unum þremur gekk allt á afturfót-
unum og sveitin fékk aðeins eitt
stig.
Hægt er að tína til ýmislegt sem
betur hefði mátt fara en þess má
geta að þrír af fimm liðsmönnum
bættu ætlaðan árangur sinn og
frammistaða Hjörvars Steins Grét-
arssonar var með ágætum. Hvorki
honum né Braga Þorfinnssyni
tókst þó að fylgja eftir frábærri
byrjun, en Hjörvar var látinn tefla
með svart í fimm af sex síðustu
skákum sínum og jafnteflistilboð
sem hann fékk í betri stöðu í næst-
síðustu umferð kallaði á að liðs-
stjórinn svaraði með afdráttar-
lausum hætti en hann kaus að
varpa ábyrgðinni frá sér. Þá var
hinn öflugi stórmeistari Jóhann
Hjartarson hvíldur fjórum sinnum,
sem var sérkennileg ráðstöfun þeg-
ar litið er til þess að á EM í fyrra
tefldi hann allar skákirnar fyrir lið
sitt og stóð sig glimrandi vel.
Hannes Hlífar var ekki sannfær-
andi á 1. borði, vann aðeins tvær
skákir í upphafi móts gegn and-
stæðingum með í kringum 2.200
Elo-stig. Ingvari Þór Jóhannessyni
liðsstjóra tókst vel upp með ís-
lenska liðið á EM í fyrra en var
ekki farsæll í Bakú.
Árangur liðsmanna, vinningar og
reiknaður árangur var þessi:
1. borð: Hannes Hlífar Stef-
ánsson 5 v. af 10 – 2.537 Elo
2. borð: Hjörvar Steinn Grét-
arsson 7 v. af 10 – 2.617 Elo.
3. borð: Jóhann Hjartarson 3½
v. af 7 – 2.472 Elo.
4. borð: Guðmundur Kjartansson
5 v. af 9 – 2.466 Elo.
1. varamaður: Bragi Þorfinnsson
5 v. af 8 – 2.469 Elo.
Íslenska kvennaliðið hafnaði um
mitt mót, eða í 78. sæti. Lenka
Ptacnikova hefur um langa hríð
verið akkerið í þessu liði og ágætur
grunnur Hallgerðar Helgu Þor-
steinsdóttur skilaði stigahækkun
upp á 35 Elo-stig. Hrund Hauks-
dóttir og Veronika Steinunn
Magnúsdóttur bættu báðar ætl-
aðan árangur sinn en Guðlaug Þor-
steinsdóttir var langt frá sínu
besta. Þegar allt er tekið saman
skilaði liðstjóri kvennaliðsins,
Björn Ívar Karlsson, góðu verki.
Árangur liðsins var þessi:
1. borð: Lenka Ptacnikova 7 v. af
11 – 2.276 Elo
2. borð: Guðlaug Þorsteinsdóttir
2 v. af 9 – 1.893 Elo.
3. borð: Hallgerður Helga Þor-
steinsdóttir 6½ v. af 10 – 2.135 Elo.
4. borð: Hrund Hauksdóttir 2½
v. af 6 – 1.846 Elo.
1. varamaður: Veronika Steinunn
Magnúsdóttir 2½ v. af 6 – 1.802
Elo.
Torre hetja Ólympíumótsins
Ólympíuskákmótin eru gríð-
arlega stór viðburður þar sem
saman safnast skákmenn úr öllum
heimshornum undir kjörorði
FIDE, Gens una sumus – Við er-
um ein fjölskylda. Athyglin beinist
oft að þeim sem fremst standa á
hverjum tíma. Heimsmeistarinn
Magnús Carlsen hóf mótið á byrj-
unarleik sem ekki sést oft, 1. e2-e3.
Hann fékk 7½ vinning af 10 mögu-
legum og var taplaus. Andstæð-
ingur hans í HM-einvíginu í New
York í haust, Sergei Karjakin,
hlaut sex vinninga úr níu skákum.
Filippseyingurinn Eugenio
Torre, góðvinur og velgjörðar-
maður Bobby Fischer, er 64 ára
gamall og tefldi á sínu fyrsta Ól-
ympíumóti í Siegen í V-Þýskalandi
árið 1970. Hann var fyrsti stór-
meistari Asíu eftir árangur á Ól í
Nice í Frakklandi sumarið 1974.
Hann tefldi á sínu 23 Ólympíumóti,
sem er þátttökumet. Frammistaða
hans í Bakú verður lengi í minnum
höfð; hann hlaut flesta vinninga
allra keppenda, 10 vinninga af ell-
efu mögulegum, árangur sem
reiknast upp á 2.836 Elo stig.
Sögulegur sigur Bandaríkjamanna
Kína vann kvennaflokkinn á Ólympíuskákmótinu með yfirburðum Íslensku liðin misstu flugið
Karlasveitin Íslenska liðið í opnum flokki endaði í 60. sæti á Ólympíuskákmótinu í Bakú sem lauk í vikunni.
Kvennasveitin Íslenska kvennaliðið endaði í 78. sæti á Ólympíuskákmótinu.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, og Nicola
Sturgeon, forsætisráðherra Skot-
lands, flytja stefnuræður á þingi Arc-
tic Circle – Hringborði norðurslóða,
sem haldið verður í Hörpu 7.-9. októ-
ber næstkomandi.
Auk þess munu ráðherrar frá ýms-
um löndum, forystumenn vísinda-
stofnana, atvinnulífs, heimsþekktra
umhverfissamtaka og frumbyggja-
samfélaga taka þátt í störfum þings-
ins. Alls verða á þinginu yfir 90 mál-
stofur og málshefjendur verða um
400 fyrirlesarar og ræðumenn.
Þátttakendur í þinginu koma frá
tugum landa, öllum ríkjum Norður-
skautsráðsins og forysturíkjum í
Evrópu og Asíu. Eins og á fyrri þing-
um hefur verið ákveðið að bjóða
áhugasömum almenningi á Íslandi að
taka þátt í þinginu og kynna sér
þannig alþjóðlegar umræður og
áherslur í málefnum norðurslóða.
Þátttakendur geta skráð sig á heima-
síðu Hringborðsins – www.arcticc-
ircle.org – en þar er jafnframt birt
dagskrá þingsins, skrá yfir allar mál-
stofur, ræðumenn og fyrirlesara.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
Arctic Circle hafi á fáeinum árum
orðið stærsti alþjóðlegi vettvangur
um málefni norðurslóða. Á þinginu í
ár verður m.a. gerð grein fyrir
áherslum ríkisstjórnar Baracks
Obama í formennskutíð Bandaríkj-
anna í Norðurskautsráðinu, þróun
Yamal Nenets, eins helsta norður-
svæðis Rússlands, og stefnu Rúss-
lands í málefnum norðurslóða,
áherslum kanadískra, norskra og
danskra stjórnvalda og stofnana, sýn
ríkisstjórna Grænlands og Færeyja
sem og baráttumálum alþjóðlegu um-
hverfissamtakanna World Wildlife
Fund og Greenpeace. Sérstakar mál-
stofur verða um framlag stjórnvalda
og rannsóknarstofnana í Sviss og
Hollandi til þróunar norðurslóða.
Einnig verður ítarlega fjallað um
vísindalegar rannsóknir á norður-
slóðum og þróun loftslagsmála.
Þekktir ræðumenn
á Hringborðinu
400 fyrirlesarar og ræðumenn
Nicola Sturgeon Ban Ki-moon