Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 38

Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 DÖMUSKÓR Dömuskór úr leðri með mjúku Memory Foam innleggi sem aðlagast fætinum. Stærðir 36-41. Fást einnig í ljósbrúnu. VERÐ 13.995 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Charles Plott, prófessor í tilrauna- hagfræði við Tækniháskólann í Kali- forníu, segir að uppboð, eins og í sjávarútvegi, geti verið til margra hluta nytsamleg, ef þeim er beitt rétt. Glapræði sé hins vegar að ætla að nýta þau til þess að endurúthluta gæðum eða breyta kerfi sem virki vel, og nánast sé öruggt að eitthvað af verðmætum muni fara forgörðum verið sú leið farin. Plott var á sínum tíma frum- kvöðull í þeirri grein hagfræðinnar sem nefnist tilraunahagfræði. „Flestir töldu að það væri ekki hægt að stunda tilraunir í hagfræði, en greinin hefur vaxið hratt, “ segir Plott og bætir við að tilraunastofan sín hafi um langa hríð verið sú eina í heiminum, en nú skipti þær þús- undum. Einn samverkamaður Plotts, Vernon Smith, hlaut Nób- elsverðlaunin í hagfræði árið 2002 fyrir framlag sitt á þessu sviði. Ekki nein venjuleg uppboð Plott hefur einkum komið að hönnun flókinna uppboða, sem oftar en ekki krefjast sérhannaðs hugbún- aðar og prófana áður en uppboðið sjálft er haldið. „Við erum ekki að tala um hefðbundin uppboð, þar sem einn uppboðshaldari býður út einn hlut í einu,“ segir Plott til áréttingar. Huga þurfi að mörgu við hönnun uppboða, eins og því hvenær upp- boðinu eigi að ljúka, hversu marga hluti er verið að bjóða upp og hvern- ig eigi að bjóða í þá. „Svo ég noti eBay sem dæmi, þá er sú síða með ákveðna reglu, upp- boðinu lýkur þegar ákveðinn tími er liðinn. Þetta leiðir oft af sér að eng- inn býður í hlutinn fyrr en rétt undir blálokin. Það er ekki endilega dæmi um gott uppboð og spurningin verð- ur hvort ekki sé til betri leið til að enda uppboðið,“ segir Plott og bætir við að alls kyns reglur hafi verið þró- aðar í gegnum tíðina. Á tilraunastofu sinni geti hann oft séð hvernig til- tekin uppboð muni reynast. „Ég get nánast sagt þér hver muni enda með hvaða eign og hvernig þegar búið er að prófa þetta.“ Í krafti reynslu sinnar hefur Plott komið að gerð og hönnun ýmissa uppboða á auðlindum, þar á meðal í sjávarútvegi. „Ég nefni sem dæmi fiskeldi, þar sem stjórnvöld hafa opnað ný svæði til þess að setja nið- ur fiskeldisker, og spurningin verð- ur hver eigi að fá réttinn. En það eru ný gæði og uppboð verður þá betri leið til þess að útdeila þessum nýju gæðum en einhver skriffinnsku- fegurðarkeppni, þar sem embætt- ismenn fá að ákveða hvern þeim líst best á, sem er mjög ósanngjörn leið. Þú hefur enga leið til að vita hver rökin á bak við þá ákvörðun verða.“ Í slíkum tilfellum, þar sem verið er að bjóða upp ný gæði eða viðbót við það sem eldra er, segir Plott upp- boð vera mjög sanngjarna leið. Hann segist hins vegar vera í vafa um að uppboð séu nytsamleg leið til þess að endurútdeila kvóta sem áður hafi verið útdeilt. Hann nefnir væntanleg uppboð í Færeyjum sem dæmi um það. „Þar virðist sem stjórnvöld hafi ákveðið að útgerðarmenn hafi of mikið á milli handanna og því sé betra að taka leyfin og endurselja aftur.“ Efast um gildi uppboða Hann segir að svo virðist sem ákvörðunin sé byggð á þeirri tilfinn- ingu að útgerðarmennirnir hafi ekki unnið sér það inn að fá arð af auð- lindinni. „Þetta er tilfinning sem er byggð á skyssu: að auðlindin hafi eitthvert verðgildi utan við það sem hefur verið byggt upp af eigendum eða rétthöfum. Þeir byggðu hana upp, hafa sérfræðiþekkinguna, og það að taka hana í burtu og bjóða upp til einhvers annars mun líklega eyðileggja sumt af grunninum að verðmætasköpuninni sem hefur gert miðin sjálfbær.“ Hann segir að uppboð á vel starf- hæfu kvótakerfi væri óskiljanlegt. „Ég skil ekki hvatann á bak við að trufla iðnað sem gengur upp. Upp- boð myndi vera mjög truflandi fyrir sjávarútveginn. Það skemmir fyrir hvötum fólks til að sækja sjóinn, það skemmir fyrir stofnunum í útvegi, ef það er hægt að kaupa og selja kvóta á opnum markaði verður á þeim markaði eðlileg þróun þar sem hann færist frá þeim óskilvirku til þeirra skilvirku. Ef frjáls markaður er til staðar munu lögmál hagfræðinnar sjá um það.“ Öfund er öflug tilfinning Hann bætir við að öfund geti legið að baki, en það sé mjög öflug tilfinn- ing. Auðvelt sé að kasta grun á þá sem standi betur. Það sé nánast eðl- islægt að trúa því að sá sem nýtur velgengni hafi haft rangt við og í framhaldinu að réttlæta það að taka auðinn af honum. Það valdi hins veg- ar efnahagnum skaða. „Ég held að fólk sem horfir bara á velheppnaða viðskiptamenn og gróðann þeirra meti ekki almennilega til fulls hvað það er sem leiðir til verðmætasköp- unar. Það er langt ferli þar sem þeir sem gera hlutina vel þurfa að vinna fyrir sínu. Þetta sést oft þegar fyrir- tæki skipta um hendur eða eigendur breytast, að það skilar ekki því sama.“ Plott segir það því vera nán- ast einfeldningslegt að trúa því að hægt sé að taka eignina og gera bet- ur án þess að eitthvað láti undan. „Og það mun eitthvað láta undan í aðförunum.“ Hagfræðin virðist ósanngjörn Plott segir að venjulega séu upp- boð notuð til þess að leiðrétta skyss- ur sem gerðar hafi verið áður. „Þú segir: þarna þarf að laga eitthvað með markaðsaðferðum og þú telur að þú getir aukið hag samfélagsins á einhvern hátt með því að halda upp- boð. En fyrst þarftu að skilja hvað veldur vandanum og hvers vegna uppboð myndi laga hann. Hvers vegna það ferli sem er í gangi virkar ekki. Oftar en ekki þegar grennslast er fyrir um það finnurðu einhverja reglugerð, sem var sett í góðri trú, sem er að þvælast fyrir.“ Hann bætir við að oftar en ekki séu þær reglugerðir settar til þess að tryggja sanngirni. „En það sem er talið sanngjarnt er ekki endilega það sem gerir hagkerfi sterk eða stuðlar að verðmætasköpun. Hag- fræðin getur oft virst ósanngjörn fyrir utanaðkomandi og tilraunir til þess að gera hana „sanngjarna“ gera vandamálið annaðhvort verra eða skapa ný vandamál.“ Plott leggur að lokum áherslu á það að uppboð, sé þeim beitt við rétt- ar aðstæður, geti verið góður kostur. Þau geti þjónað mjög góðu og heil- brigðu hlutverki við að móta iðnað og það hver tengsl ríkisvaldsins við þann iðnað séu. „Uppboð eru betri en ógegnsætt ferli, en það fer eftir því hvernig þau eru hönnuð. Uppboð eru einungis tæki til þess að gera ákveðna hluti. Eins og flest önnur tól má nota þau til góðra verka og slæmra,“ segir Plott að lokum. Uppboð eru einungis tæki  Charles Plott tilraunahagfræðingur segir uppboð ekki góða leið til þess að endurúthluta gæðum Morgunblaðið/Eggert Tilraunahagfræðingur Charles Plott hefur komið að hönnun fjölmargra uppboða á ferli sínum. Hann segir uppboð til margra hluta nytsamleg en telur þau ekki góða leið til að endurúthluta gæðum sem þegar eru á traustum fótum. Læknaráð Landspítalans tekur und- ir með höfundum McKinsey-skýrsl- unnar um að fjölga þurfi sérfræði- læknum á Landspítalann. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Læknaráð Landspíalans hefur sent frá sér vegna útgáfu skýrslu ráð- gjafafyrirtækisins McKinsey um rekstrarhagkvæmni og stöðu Land- spítalans, sem kynnt var í síðustu viku. „Læknaráð Landspítala er sam- mála skýrsluhöfundum um að mikil- vægt sé að leysa úr vandasömum verkefnum í rekstri sjúkrahússins, s.s. stytta biðlista og koma á fót göngudeildarstarfsemi á Landspítal- anum og efla getu til klínískrar ákvörðunartöku, með því að auka hlutfall sérfræðilækna Landspítal- ans.“ Skýrsluhöfundar bendi einnig á mikilvægi þess að tryggja nægjan- lega afkastagetu í heilbrigðiskerfinu. Hægt sé að minnka þá áhættu á ýms- an hátt, t.d. með því að tryggja að laun og vinnuskilyrði sérfræðilækna séu í samræmi við það sem tíðkast al- þjóðlega, eða með því að tryggja að fjöldi íslenskra lækna sé nægjanleg- ur til að heilbrigðiskerfinu sé ekki hætta búin ef hlutfall lækna sem snúa aftur til Íslands skyndilega lækkar. Morgunblaðið/Þórður Landspítali Læknaráð kveðst reiðubúið að vinna með heilbrigðisyfir- völdum að langtíma umbótum með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Þörf á fleiri sérfræði- læknum á Landspítala
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.