Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 ÞJÓÐVEGURINN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í Vestfjarðaferð, þegar halda átti suður, var tvennt í boði. Annars veg- ar að sigla með Baldri yfir Breiða- fjörð eða aka inn Barðastrand- arsýslu, þræða firðina og fara fyrir nes, múla og yfir hálsa. Sjá sögustaði og fallega náttúru, slóðir þjóðskálds, amerískra auðdísa og sviðsmynd úr bíói. Valið varð auðvelt. Fornar sögur greina frá því að landneminn Hrafna-Flóki hafi komið í Vatnsfjörð árið 865. Þar var sumar- fagurt en líka vetrarþungt svo að firðir voru fullir af ís. Því kom Flóki með nafnið Ísland. Nærri hótelinu Flókalundi hefur Hrafna-Flóka verið reist minnismerki. Eyðibyggð í Múlasveit Stærri í brotinu á þessu svæði eru þó önnur mannanna verk, svo sem í Kjálkafirði og Mjóafirði, sem eru næstir innan við Vatnsfjörð. Á síð- asta ári var lokið við að þvera þá báða með uppfyllingum og brúm, en lagð- ur við 16 kílómetra langur nýr vegur – jafnvel hraðbraut – sem stytti leið- ina um átta kílómetra. Miklu þótti muna að fá þennan spotta og losna við tvo firði af tíu, sem af landakorti séð minna á tennur í stórviðarsög. Í Kjálkafirði erum við í Múlasveit, sem nær að Kletthálsi við vest- anverðan Skálmarfjörð. Þegar best lét var setið á rúmlega öðrum tug bæja í Múlasveit. Búskapur þar og samgöngur voru erfiðar og því gáfust bændur upp, fluttu upp af jörðum sínum og fluttust á brott fullir trega. Nú er engin byggð í þessari sveit, Múlasveit fór í eyði um 1970. Víða á fólk sér þó sumardvalarstaði á þess- um slóðum, svo sem fram í Skálmar- nesmúla þar sem er kirkja. Wathne-systur og Ameríkuvegur Um Múlasveit, frá Kjálkafirði að Klettshálsi, eru um 20 kílómetrar. Klettsháls er 332 metra hár fjall- vegur og stundum erfiður yfirferðar á veturna. Þegar komið er yfir þenn- an hrygg að austan tekur við Kolla- fjörður, þar sem flugbraut við bæinn Eyri, skammt frá þjóðvegi, vekur at- hygli. Skammt ofan við brautina er svo sumarhús sem er í eigu hinna þekktu Wathne-systra. Þær eru af ís- lenskum ættum en búa í New York og hefur orð farið af ríkidæmi þeirra þar. Reyndar er fleira í þessari eyði- byggð sem minnir á Bandaríkin, þar sem hinn frægi vegur Road 66 þverar landið. Úr botni fjarðarins liggur leiðin upp á Kollafjarðarheiði sem liggur yfir í Ísafjarðarveg – og er þetta fjallvegur sem er merktur F-66 í vegaskrá. Harðfiskur og Börn náttúrunnar Þegar komið er út Kollafjörð er ekið fyrir Skálanes. Þar lá vegurinn áður um bæjarhlað en var færður fyrir nokkrum árum. Fram undir aldamót var þarna rekin bensínsala og kaupfélagsbúð og því umhverfi sést bregða fyrir í kvikmyndinni Börnum náttúrunnar. Þá var versl- unin þekkt fyrir harðfiskinn; rikling sem Katrín Ólafsdóttir seldi og var jafnframt fyrirsæta ljósmyndaglaðra túrista. Þegar komið er fyrir Skálanes tek- ur við Gufudalssveit. Inni af botni Gufufjarðar eru fjórir bæir og frá mannlífi þar segir í hliðargrein með þessari samantekt. Fólk þar skiptir miklu að lagður verði vegur um Teigsskóg með utanverðum Þorska- firði, en því myndi fylgja að Djúpi- og Gufufjörður yrðu þveraðir. Þær fyr- irætlanir hafa verið strand árum saman, en eru þýðingarmiklar því þá væru menn líka lausir við vegina yfir Ódrjúg- og Hjallahálsa með sínum húrrandi háu brekkum sem mörgum ofbjóða. Fyrirmynd Akureyrarkirkju Þegar ekið er yfir Hjallaháls að austan er komið í Þorskafjörð. Vaðal- fjöll eru hér áberandi kennimark, tveir samstæðir stuðlabergshnjúkar. Er hermt að Guðjón Samúelsson húsameistari hafi haft þá til hlið- sjónar þegar hann teiknaði Akur- eyrarkirkju, en þjóðskáldið sr. Matt- hías Jochumsson, sem kirkjan er stundum kennd við, er frá bænum Skógum og þar er minnismerki hans. Þegar úr Þorskafirði er komið eru vegfarendur á sléttlendi, á beinum vegi inn sveitina sem kennd er við Reykhóla, þótt drjúgur spotti sé af þjóðvegi fram í þorp. Er þá farið um Barmahlíð, sem er hin eina sanna hlíð sem skáldið Jón Thoroddsen orti um ljóðið Hlíðin mín fríða. Hún er þó ekkert endilega öðrum hlíðari fríðari. En hver sér landið með sínum augum og það breytist sífellt – og þegar á flakki þessu var komið að Króks- fjarðarnesi og Gilsfirði var allt með ævintýrablæ. Síðdegissólin hafði með birtubrigðum sínum málað fjöllin rauð og gyllt sem förumaður dáðist að því annað var ekki hægt. Kollafjörður Stýrishús af gömlum Patreks- fjarðarbát er nú einskonar flugstöð. Þorskafjörður Minnismerki um sr. Matthías Jochumsson á fæðingstað hans að Skógum. Firðirnir tíu sem tennur í sög  Úr Vatnsfirði í Króksfjarðarnes á sunnanverðum Vestfjörðum  Firðir, hálsar, nes og múlar  Hraðbraut í eyðibyggðum og Road 66  Hrafna-Flóki, flugbraut og þjóðskáldið Matthías Neyðarskýli Hjallaháls getur verið erfiður og hafa skýli frá slysavarnafélaginu komið sér vel. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Mjóifjörður og Kjálkafjörður og Litlanes á milli. Firðir eru þveraðir og brúaðir og afstaðan sést vel úr lofti. Skálanes Gömul kaupfélagsbúð og þetta er sviðsmynd í þekktri íslenskri bíómynd. Vestfjarðaleiðin KJ ÁL KA FJ ÖR ÐU R VATNSFJÖRÐUR MJÓIFJÖRÐUR SKÁLMARNESMÚLI EYRI SKÁLANES VAÐALFJÖLL SK ÁL M AR FJ ÖR ÐU R KO LL AF JÖ RÐ UR ÞORSK A- F JÖ RÐ UR TEIGSKÓGUR BARMAHLÍÐ GUFUDALUR Helstu kostir kerranna eru: • 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun. • Stórar legur í hjólnáum og 6,50 x 16“ dekk. • Plast á fjaðraendum dregur úr hávaða. • Hraðlæsing á afturhlera. • Öryggislæsing á dráttarkúlu. • Hluti framhlera opnanlegur sem auðveldar upprekstur gripa á kerruna. • Heilsoðinn botnplata við hliðar einfaldar þrif og eykur styrk kerrana. Kr.1.390.000 Einnig sturtukerrur, flatvagnar og vélakerrur! + vs k Kr. 1.723.600 með vsk. Gripakerrur Höfum hafið innflutning á vönduðum breskum gripakerrum frá framleiðandanum Indespension. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Ve rð og bú na ðu rb irt ur m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og /e ða m yn da br en gl . Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari SÆLKERA SÚRDEIGSBRAUÐ bökuð eftir aldagömlum hefðum SÍÐDEGISBAKSTUR Um kl. 15 alla virka daga tökum við nýbökuð súrdeigsbrauð úr ofninum, fást einungis í Iðnbúð 2 Skoðið úrvalið á okkarbakari .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.