Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 50

Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Það er athyglisvert að sjá hvernig stjórnarandstaðan og hennar liðsmenn á samfélagsmiðlum kappkosta að forðast efnisumræðu um skýrslu meirihluta fjárlaganefndar sem unnin var undir for- ystu Vigdísar Hauks- dóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Það er greinilega vont fyrir þau að svara fyrir þætti eins og að Ar- ion og Íslandsbanki hafi verið af- hentir kröfuhöfum með 44 milljarða óráðstöfuðu eigin fé sem ríkið sleppti allri hlutdeild í. Jafnframt að allir áfallnir vextir á ríkisskulda- bréfin sem ríkisstjórn GHH lagði fram haustið 2008 hafi verið látnir fylgja yfir til kröfuhafanna án þess að gera þá upp á afhendingardegi. Að Seðlabankinn skyldi vera látinn leysa úr veðböndum milljarðatugi af veðsettum húsnæðislánum ein- staklinga frá Glitni og Kaupþingi svo hrægammarnir fengju að nota þau sem hlutafjárframlag og rukka síðan inn af hörku hjá ein- staklingum. Síðast en ekki síst að Ríkisendurskoðun skuli hafa verið kölluð á vettvang til að endurlífga „gengislánin“ með sérstöku upp- gjöri í nóvember 2009 miðað við 31.12. 2008. Það virðist hafa þótt nauðsynlegt í þágu kröfuhafanna, ef til vill að kröfu þeirra, þar sem FME hafði í sín- um stofnefnahags- reikningum í október 2008 flutt allar þær kröfur yfir í nýju bankana og stofnað í íslenskum krónum miðað við gengi 30.9. 2008 og afskrifað að auki oftast um 50% að meðaltali. Þá getur að lesa í skýrslunni að ríkissjóður sá um alla rekstrarfjármögnun nýju bankanna eftir að búið var að afhenda kröfu- höfunum þá og bar alla áhættu af rekstri þeirra en kröfuhafarnir hirtu arðinn. Þetta hentar ekki að ræða og því er hamast við að sverta og níða um- búðirnar og hengja sig í form til að flýja efnisumræðuna. Þetta minnir á gömlu Þjóðviljaaðferðirnar. Þeir kunna þær svo sem vel, Stein- grímur og Össur. Síðast en ekki síst komast þau Vigdís og Guðlaugur Þór að þeirri niðurstöðu, og byggja á fundar- gerðum svokallaðrar samræmingar- nefndar frá apríl og maí 2009 sem þau fengu afhentar frá forsæt- isráðuneytinu og lagðar voru fram í fjárlaganefnd í vor, að fjár- málaráðuneytið hafi tekið fram fyr- ir hendurnar á FME í maí 2009 og ákveðið að semja við kröfuhafana eftir að FME hafði tilkynnt fjár- málaráðuneytinu í apríl 2009 að allt væri tilbúið af þeirra hálfu til að ganga formlega og endanlega frá stofnun nýju bankanna í samræmi við neyðarlögin og matsferli FME, sem grundvallaðist á þeim. Það eina í þessari skýrslu sem er í samræmi við mín skrif um þessi mál er að þau komast að sömu niðurstöðu og ég um valdþurrð SJS í málinu öllu. Reyndar er það einnig í samræmi við grein sem Sigurður G. Guðjónsson hrl. ritaði í Pressuna á síðasta ári. Allt annað í þessari skýrslu eru nýjar upplýsingar um alvarlegt mis- ferli með opinbert fé. Hér opinber- ast enn eina ferðina það „tvöfalda siðferði“ sem vinstri menn hér á landi og víðar starfa eftir þegar vindurinn blæs í fang þeirra. Þeir velja sér þá gjarnan þægilegri mælistikur en andstæðingunum. Hún á enn vel við dæmisagan um bjálkann og flísina ! Eftir Víglund Þorsteinsson »Hér opinberast enn eina ferðina það „tvöfalda siðferði“ sem vinstri menn hér á landi og víðar starfa eftir þeg- ar vindurinn blæs í fang þeirra. Víglundur Þorsteinsson Höfundur er lögfræðingur og fyrrver- andi stjórnarformaður BM Vallár. Sagan um bjálkann og flísina á enn við Heilbrigðisþjón- ustan til fólksins Mér verður hugsað til eins af þessum hér- aðslæknum er ég vil kalla hetjur, langafa míns Páls Valdimars Kolka læknis frá Torfa- læk sem starfaði fyrst í Vestmannaeyjum og síðan á Blönduósi. Hver sá sem ekur í gegnum Blönduós hlýt- ur að veita athygli stóru veglegu húsi á hægri hönd þegar ekið er norður. Þetta er spítali Húnvetninga, eða „Héraðs- hælið“ á Blönduósi sem Páll hafði forgöngu um að byggja. Þetta hús er dæmi og til minnis um þann stórhug sem einkenndi uppbygg- ingu heilbrigðisþjónustu hérlendis á tuttugustu öld. En um leið og þjóðarhagur tók að vaxa var það forgangsmál að byggja upp heil- brigðiskerfið. Árið 1946 lögðu þingmenn Skag- firðinga og Húnvetninga fram frumvarp Páls um stofnun „hér- aðshælis“ sem átti að þjóna sem fæðingarheimili, öldrunarstofnun, heilsugæsla og spítali. Frumvarpið varð ekki að lögum í fyrstu at- rennu en 10 árum síðar, árið 1956, var „Héraðshælið“, heilbrigðis- miðstöð Húnvetninga, byggt þar sem það nú stendur. Það var á þeim tíma veglegasti héraðsspítali landsins og leiðarljós fyrir upp- byggingu heilsugæslu og spítala- þjónustu í einstökum landshlutum. Nú þarf stórhug og nýja sýn Þegar ég ók nú síðast um Blönduós og horfði á hið sextuga Héraðssjúkrahús Húnvetninga varð mér hugsað til núverandi um- ræðu um heilbrigðismál. Þjóðin hefur haldið áfram að efnast og sex ára hagvaxtarskeið hefur nú skilað verulegum tekju- afgangi í ríkissjóð en samt er eins og ráðamenn dragi lappirnar þeg- ar kemur að því að styðja við inn- Eitt fyrsta verk Alþingis eftir að það hafði fengið bæði löggjafar- og fjár- veitingarvald með stjórnarskránni 1874 var að stofna lækna- skóla og síðan að senda lækna út um allt land. Eru til margar sögur um hetjudáðir, afrek héraðslækna við að ná til sjúklinga og kvenna í barnsnauð. Mér er næst að halda að góð heilbrigðisþjónusta er náði til allra landsmanna hafi verið talin ein af forsendum þess að Íslendingar gætu kallað sig sjálfstæða þjóð. Jafnframt skyldu hvorki vegleysur né ófærð standa í vegi fyrir að- gangi fólks að læknisþjónustu. viði í heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Áður var það talið forgangsmál að koma með þjónustuna til fólks- ins þar sem Páll Kolka og aðrir læknar á landsbyggðinni komu í vitjanir heim til fólks, og síðar með því að byggja sjúkrahús og heilsu- gæslustöðvar á heimavettvangi. Nú hefur dæmið snúist við. Stefnt virðist leynt og ljóst að því að full- mektug heilbrigðisþjónusta verði í raun aðeins í boði á einum stað á landinu – í höfuðborginni Reykja- vík. Landsbyggðin kallar Mér er fullljóst að það er ekki hægt að hafa hámenntaða sér- fræðilækna á hverjum stað né heldur að hægt sé að framkvæma flóknar læknisaðgerðir á mörgum stöðum. Víða eru þó sjúkrahús með fullbúnum skurðstofum og að- stöðu sem sérfræðiteymi gæti nýtt. Það skiptir hins vegar máli að fólk hafi aðgang að ákveðinni grunnþjónustu, öryggi, þar sem það býr – ella getur það ekki búið þar. Þetta á við um þjónustu sem fólk þarf á að halda með reglu- bundnum hætti til þess að geta notið fullra lífsgæða – s.s. hjá þeim sem glíma við einhverja fötlun eða ýmsa króníska kvilla sem vilja oft safnast upp eftir því sem ævin lengist. En einnig læknaþjónustu í viðlögum – hjálp sem fólk þarf á að halda með stuttum fyrirvara, s.s. vegna slysa eða skyndikvilla. Hver kannast ekki við að hafa set- ið yfir veiku barni og velt því fyrir sér hvort nauðsyn sé til þess að kalla til lækni eða ekki? Hvað með mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit?. Þótt Tryggingastofnun greiði niður hluta ferðakostnaðar sjúk- linga til Reykjavíkur er kostnaður, vinnutap og óöryggið gríðarlegt: Að sækja sérfræðiþjónustu, göngudeildarmeðferð, tannlækna, gleraugnaþjónustu, mæðraeftirlit o.s.frv., nánast allt til Reykjavíkur á kostnað íbúanna sýnir mikinn að- stöðumun fólks eftir búsetu. Þessi stefna gengur þvert á þau markmið sem Íslendingar settu sér í upphafi sjálfstæðisbarátt- unnar um að koma heilbrigðisþjón- ustunni sem mest út til fólksins á jafnréttisgrunni. Að taka upp kyndilinn Það er engum blöðum um það að fletta að aðgangur að heilbrigð- isþjónustu er einn lykilþátturinn í því að tryggja búsetu um landið allt og jafnframt að landsbyggðin hefur látið yfir sig ganga að inn- viðir þjónustunnar hafa verið látn- ir ganga úr sér eða þeim einfald- lega verið lokað í nafni hag- ræðingar. Ég er viss um að Páll Kolka héraðslæknir Húnvetninga og fleiri hefðu látið í sér heyra en ekki setið þegjandi hjá. Þessu verður hins vegar að snúa við og það ætti að vera forgangsmál hjá þingmönnum Norðvesturkjör- dæmis sem og annarra lands- byggðarkjördæma að gera. Páll Kolka sagði svo sjálfur frá í útvarpserindi „að ekkert framfara- mál Austursýslunnar átti svo mikl- um og almennum vinsældum að fagna“ sem bygging „Héraðs- hælisins“. Hið sama á enn við í dag og uppbygging – eða kannski öllu heldur endurreisn – heil- brigðisþjónustunnar er það fram- faramál sem brennur einna heitast á þjóðinni í dag. Málið snýst að- eins um að kjörnir fulltrúar taki upp kyndillinn og beri hann áfram af festu til árangurs. Eftir Bjarna Jónsson » Það skiptir máli að fólk hafi aðgang að ákveðinni grunnþjón- ustu, öryggi, þar sem það býr – ella getur það ekki búið þar. Bjarni Jónsson Höfundur er sveitarstjórnarmaður og formaður VG í Skagafirði. Býður sig fram í 1. sæti á lista VG í Norðvestur- kjördæmi. Heilbrigðisþjónustan kallar Síðastliðinn laug- ardag var miðstjórn- arfundur Framsókn- arflokksins haldinn á Akureyri og var mæt- ingin með besta móti. Menn skiptust á skoð- unum á hreinskiptinn hátt og ræddu sín mál í góðum hópi framsókn- armanna. Formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hélt yfirgrips- mikla ræðu um þann góða árangur sem flokkurinn hefur náð í stórum málum og má þar helst nefna Ice- save þar sem sparast hafa 1,5 millj- arðar bandríkjadala bara í vexti af þeim skuldum sem þáverandi stjórn- völd voru tilbúin að leggja á herðar íslenskum almenningi. Einnig fór formaðurinn yfir skuldaleiðrétt- inguna og uppgjör slitabúanna við kröfuhafa þeirra en enginn hafði trú á því að við gætum fengið kröfuhaf- ana til þess að gefa eftir hluta af sín- um eignum. Fundarmenn voru allir sammála um þennan góða árangur flokksins og að nú þyrfti að horfa til framtíðar og nýta vel þau tækifæri sem skap- ast hafa í íslensku efnahagsumhverfi til þess, sem dæmi, að renna styrk- ari stoðum undir grunnþjónustuna. En hvernig náðist árangurinn? Ekki náð- ist hann með því að friðþægja kröfuhafana eða með því að vera einhverskonar sátta- semjari. Nei, hann náðist með staðfestu og trú á því að þetta væri hægt og að gefa ekkert eftir. Það vita allir framsóknarmenn. Hefði þessi sami ár- angur náðst með annan mann í brúnni? Það er ég ekki viss um. Allir vilja eigna sér árangurinn en núna þarf að standa í fæturna og vera ekki að hlaupa upp til handa og fóta þó að á móti blási frá andstæðingum okkar. Eins og góðum framsóknar- mönnum sæmir munu formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, og varaformaður flokks- ins, Sigurður Ingi Jóhannsson, ef- laust leysa sín ágreiningsmál manna á milli en ekki í kastljósi fjöl- miðlanna enda báðir mætir fram- sóknarmenn. Eftir Grétu Björgu Egilsdóttur » Allir vilja eigna sér árangurinn en núna þarf að standa í fæturna og vera ekki að hlaupa upp til handa og fóta þó að á móti blási. Gréta Björg Egilsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Að standa í fæturna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.