Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 54

Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn Vegna mikillar sölu vantar okkur fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, á söluskrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum, endilega hafðu samband sem fyrst, í síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533-4200 eða arsalir@arsalir.is Ágæti fasteigna eigandi ! Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi. Fjölmiðill í þjón- ustu almennings þarf bæði að skipta máli og koma að gagni. Í yfir 80 ár hefur Ríkisútvarpið verið samferða þjóð- inni við leik og störf, boðið upp á fréttir og dagskrá sem upplýsir, fræðir og skemmtir, verið hreyfiafl góðra verka og ávallt staðið vaktina þeg- ar mikið liggur við. Staða RÚV í dag er traust og við erum vel í stakk búin til að aðlagast tækni- og samfélagsbreytingum. Sem hluta af stefnumótun leitum við nú eftir aðkomu almennings til að móta áherslur og forgangsröðun RÚV til framtíðar. Þannig von- umst við til að geta sem best sinnt því hlutverki sem þjóðin væntir af Ríkisútvarpinu sem við eigum saman. Á undanförnum misserum höfum við lagt enn ríkari áherslu á sérstöðu Ríkis- útvarpsins með því að setja innlent efni og menningarefni í for- gang, bæta þjónustu við landsbyggðina og umbylta þjónustu við börn. Áhersla á nýtt ís- lenskt leikið efni hefur verið stóraukin og vandaður fréttaflutn- ingur færir okkur nær viðburðum hér heima og á alþjóðavísu. Við höfum hafið samtal við áhorfendur og hlust- endur um land allt, meðal annars með hringferð um land allt og stuðlum þannig að því að þjón- ustan þróist til framtíðar í takt við óskir ykkar. Viðhorf fólks til RÚV jákvæð- ara en nokkru sinni fyrr Reglulegar hlustunar- og áhorfsmælingar draga fram mikla notkun þjóðarinnar á miðlum RÚV en ný viðhorfskönnun Gallup staðfestir einnig að jákvæðni þjóð- arinnar gagnvart RÚV og þjón- ustu þess hefur ekki verið meiri frá því Ríkisútvarpið ohf. var stofnað árið 2007. Tæp 73% að- spurðra eru jákvæð gagnvart Rík- isútvarpinu. Könnunin staðfestir mikla og aukna ánægju með flesta þætti starfsemi RÚV og almenna sátt um nýjar áherslur. Aukin áhersla RÚV á fjölbreytt íslenskt efni og menningu í miðlum RÚV fellur í frjóan jarðveg en mikill meirihluti svarenda leitar helst eftir íslensku efni, fréttum og menningarefni í miðlum Rík- isútvarpsins. Ánægja með dagskrá Rásar 1 og RÚV sjónvarps hefur verið að aukast og 63% lands- manna eru ánægð með efnisval á RÚV.is. KrakkaRÚV, ný þjónusta við börn, fær frábær viðbrögð og notkun almennings og ánægja með Sarpinn hefur aldrei verið meiri. Sem fyrr nýtur RÚV yfirburða- trausts á íslenskum fjölmiðla- markaði. Velvild og velgengni sem staðfest er í könnuninni er þó fyrst og fremst hvatning um að halda áfram og gera enn betur. Því horfum við nú fram á veginn til að tryggja áframhaldandi dag- legt samtal við íslenskan almenn- ing. Taktu þátt í að móta framtíðaráherslur RÚV Grundvallarmarkmið með starf- semi almannaþjónustumiðils hafa ekki breyst þó við upplifum örar samfélags- og tæknibreytingar. Á tímum þar sem erlent afþreying- arefni á erlendum tungum er á hverju strái er enn mikilvægara en fyrr að þjóðin hafi aðgengi að vönduðu innlendu efni úr okkar nærumhverfi, að í boði sé vandað efni á íslenskri tungu og æsku landsins bjóðist uppbyggilegt dag- skrárefni í hæsta gæðaflokki, óháð búsetu og efnahag. Þörfin fyrir þjónustu öflugs Ríkisútvarps í flóru fjölbreyttra erlendra og inn- lendra einkamiðla hefur því sjald- an verið meiri. Sem fyrr er gerð hin sjálfsagða krafa um hag- kvæmni og áframhaldandi jafn- vægi í rekstri. Nú og til framtíðar aukast væntingar um aðgengi hvar og hvenær sem er. RÚV hefur verið samferða þjóð- inni hingað til og ætlar að vera það áfram. Til að uppfylla nýjar þarfir þarf að forgangsraða enn skýrar en fyrr. Við skorum á þig að hjálpa okkur að móta þjón- ustuna við þig og næstu kynslóðir. Við höfum opnað gátt á forsíðu RÚV.is þar sem við hvetjum þig til að segja okkur hvað þér finnst. Því hvetjum við þig til að fara inn á RÚV.is, segja þína skoðun og vera þannig með í að móta fram- tíðina fyrir RÚV okkar allra. Verum samferða inn í framtíðina Eftir Magnús Geir Þórðarson Magnús Geir Þórðarson » Sem hluta af stefnu- mótun leitum við nú eftir aðkomu almenn- ings til að móta áherslur og forgangsröðun RÚV til framtíðar. Höfundur er útvarpsstjóri. Viðsnúninginn í rekstri Hafnar- fjarðarbæjar á milli ára, sem nam um 900 milljónum króna og kemur fram í nýlegu hálfsársuppgjöri bæj- arins, má að miklu leyti rekja til hagræð- ingaraðgerða sem gripið var til í kjölfar rekstrarúttektar á síð- astliðnu ári. Ein mesta hagræðingin náðist í útboðum vegna kaupa á þjónustu fyrir sveitarfélagið. Alls nemur sparnaðurinn á ári vegna þeirra um 150 milljónum króna eða 600 milljónum króna á heilu kjör- tímabili. Er hér um að ræða trygg- ingar, endurskoðun, símakostnað og fleira. Ýmis störf og verkefni voru end- urskipulögð og samningar endur- skoðaðir sem leitt hafa til um 160 milljóna króna sparnaðar og svo mætti áfram telja um fjárhagsleg áhrif aðgerðanna. Þessi hagræðing náðist með því að fara ítarlega í gegnum alla þætti rekstrarins. Sú mikla vinna hefur ekki einungis leitt til sparnaðar heldur hefur þjónusta sveitarfélagsins við íbúa og fyrir- tækin verið efld á sama tíma. Hér er því um að ræða betri nýtingu á fjár- munum skattgreiðenda, en það eru jú þeir sem standa undir rekstri bæjarins. Svigrúm til að styrkja innviði Þessi árangur hefur leitt til þess að nú fer að sjá til sólar í fjármálum bæjarfélagsins. Framundan er hrað- ari niðurgreiðsla óhagstæðustu skulda bæjarins og þar með lækkun fjármagnskostnaðar sem hefur verið einn af stærstu útgjaldaliðum bæj- arfélagsins. Það léttir talsvert á rekstrinum og skapar jafnframt svigrúm til að ráð- ast í nauðsynlegar framkvæmdir sem verða fjármagnaðar með eigin fé. Nýlega var opnaður nýr leikskóli í Hafnarfirði sem eingöngu var byggður fyrir eigið fé sveitarfé- lagsins. Yfirstandandi ár er það fyrsta í hálf- an annan áratug sem bærinn þarf ekki að taka lán til fram- kvæmda eða til að borga af lánum. Á árinu hefur búnaður eins og tölvur inni í leik- og grunnskólum bæjarins verið end- urnýjaður að hluta eft- ir uppsafnaða þörf. Stefnt er að því að gera enn betur í þeim efnum ásamt því að auka fjármagn til viðhalds. Spjaldtölvuvæðing nem- enda er hafin og áætlað að í byrjun árs 2018 verði allir nemendur í 5.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar komnir með slík tæki. Þá hefur kennsluúthlutun verið aukin um- fram fjölgun nemenda í grunn- skólum bæjarins og þar með stöðu- gildum kennara verið fjölgað, leikskólagjöld ekki hækkað í þrjú ár, niðurgreiðslur auknar til dagfor- eldra og frístundastyrkir auknir. Lægri álögur og gjöld Þessi breytta staða sýnir okkur að með markvissum og vel ígrunduðum aðgerðum er hægt að ná árangri í opinberum rekstri án þess að bitni á þjónustu. Að mínu mati á það jafnan að vera keppikefli kjörinna fulltrúa að fara vel með fjármuni skattgreið- enda. Að nýta þá fyrst og fremst í þau verkefni sem hinu opinbera ber að sinna og gera það þá af metnaði. Í Hafnarfirði munum við halda áfram á sömu braut, sýna ábyrgð og ráðdeild í rekstrinum til hagsbóta fyrir Hafnfirðinga og framtíð þeirra. Þá fer líka að verða grundvöllur til þess að lækka álögur og gjöld í bæjarfélaginu. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Í Hafnarfirði munum við halda áfram á sömu braut og sýna ábyrgð og ráðdeild í rekstrinum … Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Ráðdeild skilar ár- angri í Hafnarfirði Ég hefi verið að lesa doktorsrit Soffíu Auð- ar Birgisdóttur, Um skrif Þórbergs Þórð- arsonar. Mér finnst bókin fróðleg og góð, einkum vel til fundið að enda hana á áhrif- um Þórbergs á nýleg skrif. E.t.v. finnst mér bókin góð vegna þess sem finna mætti að henni: að hún velji úr, fjalli mjög lítið um þau skrif Þórbergs sem minnst hefur þótt til koma, bókina um Einar ríka, Rauðu hættuna og Alþjóðamál og málleysur. Þar hefði þó mátt nefna hvað að þótti. En slæman skalla finn ég í bókinni og þar sem hann snýr að mér, verð ég að víkja að honum. Fyrst verð ég þó að nefna, að Ís- lenskur aðall byggir á aldarfjórð- ungsgömlum dagbókarfærslum Þór- bergs. Hann þurfti sem sagt að hafa forsaminn texta til að byggja á, jafn- vel sjálfsævisögulegan texta! Þetta segir töluvert um vinnubrögð Þór- bergs og því hefði Soffía mátt segja frá því, en gerir ekki. Hitt er þó verra, að „Elskan mín“ í Íslenskum aðli er samin upp úr dagbók- arfærslum um Arndísi Jónsdóttur frá 1912 og Tryggva Jónsson frá 1916! T.d. færslan um veruna í lautinni, fjar- lægðina milli þeirra, o.fl. Enda segist Þór- bergur margoft „elska Tryggva“ í þessum dag- bókarfærslum. Hann ætti að vita hvað hann var að segja, kominn undir þrítugt, og hafði haft náin kynni af kon- um. Þá skilst betur uppburðarleysi Þórbergs gagnvart „Elskunni sinni“ í Íslenskum aðli, sem oft hefur verið rætt um. Það var öllu erfiðara fyrir karlmann að leita á karlmann fyrir 100 árum en nú. Að þessu vék ég í grein um dagbækur Þórbergs í Lesbók Morgunblaðsins 8. júní 1985 og DV í nóvember 1986 og 14. desember 1987. Og þetta skiptir máli í skrifum Þórbergs, miklu meira en hitt hvort hann var bí. Skalli í Þórbergs- bók Soffíu Auðar Eftir Örn Ólafsson Örn Ólafsson » Góð bók en gölluð. Höfundur er bókmenntafræðingur í Kaupmannahöfn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.