Morgunblaðið - 15.09.2016, Side 56

Morgunblaðið - 15.09.2016, Side 56
Petrea Ingibjörg Halldórsdóttir var fædd á Grund á Akra- nesi 29. desember 1879. Foreldrar henn- ar voru Ragnheiður Þorgrímsdóttir Thor- grímsen, húsmóðir þar, og fyrri maður hennar Halldór Ein- arsson, en hann drukknaði í Hoff- mannsveðrinu 7.-8. janúar 1884. Seinni maður Ragnheiðar var Þor- steinn Runólfur Jónsson. Með fyrri manni sínum, Halldóri, eignaðist Ragnheiður sex börn. Fjögur létust í frumbernsku, Þorgrímur, Gunn- hildur, Jón og Ingibjörg, en upp komst auk Petreu, Gunnhildur, yngri, sem féll frá í blóma lífsins að- eins 22ja ára að aldri, en hún hafði þá nýlokið ljósmæðranámi. Petrea Ingibjörg varð hins vegar háöldruð, lést árið 1972, 92ja ára að aldri. Ragnheiður á Grund, móðir Petreu, var orðlögð gæðakona. Hún var margfróð og minnug og mikill blóma- og dýravinur. Halldór Einarsson og Hoffmannsveðrið Halldór, faðir Petreu, var útvegs- bóndi á Grund og þótti afburðamað- ur að viti og orku, vin- sæll og raungóður. Halldór var glæsi- menni, veðurglöggur og kom fólki sífellt á óvart, og eru til margar sögur af honum og ein- stakri forspá hans. Um sjóslysið mikla nóttina milli 7. og 8. janúar 1884, kennt við Hoff- mannsveðrið, má lesa í bókinni „Úr byggðum Borgarfjarðar“ II. hefti (bls. 231) eftir Kristleif Þorsteinsson og einnig í „Borgfirzkri blöndu“ Braga Þórð- arsonar, II. hefti (bls. 135, „Örlaga- nótt yfir Akranesi“). Einnig má lesa um þessa atburði í Annál nítjándu aldar, Sögu Akraness eftir Ólaf B. Björnsson og víðar. Þrjú hákarla- skip fórust í Hoffmannsveðrinu, eitt af Álftanesi og tvö frá Akranesi, en á Akranesi bjuggu þá á sjötta hundrað íbúar. Þetta eina slys var mikil blóð- taka fyrir Akranes; 18 úrvalsmenn á besta aldri drukknuðu, en það voru um 3,3% íbúanna. Í dag, miðað við íbúatölu á Akranesi, þýddi það að 230 menn á besta aldri drukknuðu á einum og sama deginum. Það er því engin furða að þetta mikla slys hafi lengi búið í hugum íbúa Akraness. Þorsteinn Jónsson á Grund Með síðari manni sínum, Þor- steini, átti Ragnheiður á Grund eina dóttur, Emilíu, sem fæddist þann 17. febrúar 1886, og sem lést 74ra ára að aldri 30. júlí 1960. Ári eftir að Emilía fæddist flytja þau Ragnheiður og Þorsteinn ásamt dætrunum að Mel- um í Melasveit og búa þar næstu fimm árin (1887-1891). Petrea var orðin átta ára þegar þau fluttu í sveitina en 13 ára þegar þau komu aftur að Grund, þar sem þau hjón bjuggu upp frá því. Miklir kærleikar voru alla tíð milli Petreu og fóstur- föður hennar, Þorsteins. Þorsteinn stundaði barnakennslu um 20 ára skeið og var auk þess útvegsbóndi. Hann var oddviti í 12 ár og sýslu- nefndarmaður í 26 ár. Hann tók mik- inn þátt í félagsstörfum á Akranesi og skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, auk þess sem hann orti reglulega vísur og lengri kvæði. Þor- steinn var einn þeirra sem áttu til- lögu um þjóðfána Íslands, en árið 1914 hafði verið óskað eftir tillögum almennings að hönnun íslenska fán- ans sem skyldi verða sérfáni fyrir Íslendinga. Petrea og Hans Júlíus 19 ára að aldri fer Petrea í Kvennaskólann í Reykjavík og er þar 1898-99. Síðan fer hún í mat- reiðslunám til Kaupmannahafnar, en skólaganga kvenna var fátíð á þessum árum og óþekkt á Akranesi. Hún er tvítug árið 1899 þegar hún trúlofast Hans Júlíusi Jörgensen, en þau eru gefin saman árið 1902 og búa þau saman í Reykjavík frá 1902 til 1908, eða sex ár, en Hans Júlíus deyr það ár, aðeins 33ja ára að aldri. Petrea fór að vinna ýmis veitinga- störf í Reykjavík, meira eða minna um 30 ára skeið, aðallega hjá Doro- theu tengdamóður sinni og seinni manni hennar, Halberg veitinga- manni á Hótel Íslandi, þ.e. til 1934, en flytur það ár aftur til Akraness og átti heima þar til dánardægurs, fyrst á Grund, Vesturgötu 47 hjá systur sinni, Emilíu, og hennar manni, Þórði Ásmundssyni. Í því húsi dvaldi hún til 1966, síðan hjá Ólínu Þórðar- dóttur systurdóttur sinni og manni Eftir Ásmund Ólafsson »Hótel Ísland, hið fyrsta hótel hér á landi, átti sér langa og viðburðaríka sögu og þar voru m.a. helstu veislur og dansleikir haldnir næstu tvo áratugi. Ásmundur Ólafsson Listaverk Þessar tvær klukkur eru mikil listaverk úr eigu Frakkakonunga, önnur þeirra er í Alþingishúsinu, hin er í Háskóla Íslands. Ljósmynd/Junker Jensen, Kaupmannahöfn Yngismær Petrea Ingibjörg Hall- dórsdóttir Jörgensen, um tvítugt. Ljósmyndari óþekktur. Á Akranesi Til vinstri er æskuheimili Petreu, Grund á Akra- nesi, en húsin fjær eru Böðvarshús. Fyrir neðan þessi hús er Lambhúsasund, en þaðan ýttu skipin úr vör sem fórust í Hoff- mannsveðrinu 1884. Heimsókn Petrea Jörgensen fær heimsókn frá Akranesi, en þá bjó hún í Halbergshúsinu, Laufásvegi 9 í Reykjavík. Frá vinstri Ólína Þórðardóttir, Þórður Ásmundsson, Ragnheiður Þórðardóttir og systir Petreu, Emilía Þorsteinsdóttir. Petrea er sjálf lengst til hægri. Myndin er tekin af Ólafi Fr. Sigurðssyni árið 1930 í sambandi við Alþingishátíðina á Þingvöllum. Heiðurskonan af Skaganum og Hótel Ísland Ljósm. óþekktur Aðalstræti Verslun Gunnars Þorbjörnssonar við Aðalstræti. Á myndinni sést vatnsburðarkona með fötur og vatnsgrind á leið í Prentsmiðjupóstinn (vatnspóst/vatnsdælu). Maðurinn hefur líklega haft þann starfa að hreinsa götur. 56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Feld u það Reyktur og grafinn lax Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin. • Í forréttinn • Á veisluborðið • Í smáréttinn Alltaf við hæfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.