Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 60
HAUSTFATNAÐUR
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Allt frá árinu 1982 hefur Varma
framleitt margs konar varning úr
ull, flíkur og fylgihluti, til að auka á
hlýju og huggulegheit þess sem
notar. Í árdaga starfseminnar fram-
leiddi Varma sokka – sem enn eru í
framleiðslu – en eftir því sem árin
og áratugirnir
hafa liðið hef-
ur vörulínan
um leið
breikkað svo
um munar og
inniheldur
yfir 80 mis-
munandi
vörur bæði
fyrir dömur
og herra.
Fyrirtækið
framleiðir mestmegnis undir
eigin merki en einnig fyrir
önnur fatamerki og hönnuði og
má þar nefna meðal annars
Farmers Market, Cintamani,
Steini Design, Vík Prjóns-
dóttur, Volcap, Andrea by
Andrea og Júniform. Þura Jón-
asardóttir er sölu- og markaðs-
stjóri og segir hún það meðvit-
aða stefnu fyrirtækisins að nota
fyrst og fremst íslenskt hráefni
og framleiða að sama skapi á Ís-
landi.
Íslenskt í öndvegi
„Við erum með breiða vörulínu,
húfur, vettlinga og sokka, sem og
margs konar peysur, treflar og sjöl.
Það nýjasta er svo kápan okkar,“
segir Þura. „Við reynum að senda
frá okkur nýjungar reglulega, bæt-
um við litum í því sem þegar er til
staðar og svo framvegis. Það er allt-
af einhver hreyfing á vörulínunni
okkar,“ bætir hún við.
Spurð um efniviðinn sem Varma
notar í framleiðslu sína segir Þura
að því sé fljótsvarað. „Í alla fram-
leiðslu okkar notum við íslenska ull,
nema hvað í eina gerð sokka notum
við angóru-ull sem við flytjum inn.
Angóru-ullarbandið sem við kaupum
kemur frá virtum og vottuðum aðila
sem hugsar vel um dýrin; kan-
ínunum verður ekki meint af heldur
eru þær einfaldlega rúnar, í líkingu
við það við gerum hér á landi með
rúningu á kindum. Þær verða
kannski pirraðar við það en það er
allt og sumt,“ bætir Þura við og
hlær.
Sérstaða íslensku ullarinnar
Þegar talið berst að því hvers
vegna fyrirtækið hafi valið íslensku
ullina sem það hráefni sem fram-
leiðslan byggir á er Þura fljót til
svars.
„Íslenska ullin er létt en um leið
þéttari, og heldur því einstaklega vel
hita, andar vel og hrindir frá sér
vatni.“
Þessu til viðbótar má nefna að
þekkt er að þelhárin í íslenskri ull
hafa það umfram aðra ull að vera
óreglulega liðuð. Það þýðir að ullar-
hárin falla ekki þétt hvert að öðru og
verður þelið fyrir bragðið fyrir-
ferðarmeira, heldur betur í sér lofti
og einangrar þar af leiðandi betur.
Kostir ullarinnar til gerðar skjól-
fatnaðar hvers kyns blasa því við.
Þura bendir enn fremur á að
framleiðsluferlið við gerð ullar-
bandsins sem Varma notar sé eins
vistvænt og mögulegt sé. „Eingöngu
náttúrulegar
uppsprettur á
borð við hreint
vatn og vatns-
gufu úr jarð-
varma eru not-
aðar sem
orkugjafar við
framleiðslu ís-
lenska ullar-
bandsins en
sauðkindin sjálf,
sem gefur af sér
ullina, er frjáls
eins og allir vita
á beit í villtum
haga á sumrin
og nærist þar
svo gott sem al-
farið á grasi sem
vex á ósnortnu
landi. Náttúrulegra verður
hráefnið varla.“
Auk ullarinnar eru einnig
notuð íslensk skinn frá Loð-
skinni á Sauðárkróki, og þá í
mokkavörurnar í vörulínunni.
Þá tekur Þura fram að notað sé
enskt ullarband í sumar húf-
urnar til að gera þær mýkri við-
komu.
Aðalhönnuður með ráðgjafa
Hvað hönnun vörulínunnar hjá
Varma varðar segir Þura að þar
fari fatahönnuður fyrirtækisins,
Sigrún Halla, með völdin og
henni til trausts og halds sé
vöruþróunarstjórinn, Helga
Lísa. „En svo fáum við hin að vera á
kantinum hvað þetta varðar og fáum
að skipta okkur svolítið af, koma
með ábendingar og hugmyndir af og
til. En auðvitað á hún nú heiðurinn
af þessu öllu saman, ásamt Birgi
Einarssyni prjónameistara.“
Framleiðslan fer sem fyrr segir
öll fram á Íslandi og megnið verður
til í húsnæði fyrirtækisins við Ár-
múla. Mokkavörurnar eru aftur á
móti búnar til á Akureyri. „Við vilj-
um styðja við og halda í íslenska
framleiðslu, það er eitt af sér-
einkennum okkar og við viljum
standa vörð um það. Við erum ákaf-
lega stolt af því að framleiða á Ís-
landi og ekki stendur til að breyta
því. Hráefnið, hönnunin og fram-
leiðslan er allt saman íslenskt og
þannig viljum við hafa það.“
Barnafatnaður á
teikniborðinu
Eins og Þura bendir á eru sífelld-
ar nýjungar í bígerð hjá fyrirtækinu,
nýjar vörur, litir og annað í þeim
dúr. Til að mynda er von á nýjum lit-
um í treflunum fyrir jólin. En eftir
því sem komandi mánuðum og miss-
erum vindur fram stefnir í tíðindi
sem Þura deilir með okkur.
„Okkur langar að bæta barnalínu
við vörulínuna okkar en hún er enn á
teikniborðinu,“ segir hún leynd-
ardómsfull og fæst ekki til að ljóstra
meiru upp um það að sinni.
Við verðum því að bíða og sjá hvað
setur.
Íslenska ullin er einstök
Varma hefur framleitt fatnað úr íslenskri ull í tæp 35 ár Ullarsokkar í upphafi, nú meira en 80 hluta vörulína
Eiginleikar ullarinnar okkar eru einstakir Barnalína á teikniborði hönnuðarins
Köflótt Botna
nefnist þessi hlý-
lega og stællega
prjónaslá fyrir
dömur.
Lúffur Mokkavörurnar eru fram-
leiddar á Akureyri og er gjarnan
talað um „þessar gömlu góðu“.
Röndóttur
Þessi fallegi
trefill er bæði
ætlaður döm-
um og herrum
og fæst líka í
blátóna lita-
samsetningu.
Áttblaðarós
Þessir litfögru
og ýfðu vett-
lingar eru sér-
lega hlýlegir
og fást einn-
ig í bláum
grunnlit.
Funheitt Hraun-
breiða nefnist
þetta stórbrotna
teppi, og er inn-
blásturinn að baki
hönnuninni sóttur
í fljótandi hraun.
Þura
Jónasardóttir
Þjóðlegt Þessi
herrapeysa kallast
Sómi og skartar
fallegu íslensku
mynstri.