Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is „Hugmyndin að vörumerkinu kvikn- aði kvöld eitt rigningarsumarið 2013; þá sátum við saman tvenn vinahjón, innandyra því það stytti ekki upp, og veltum því fyrir okkur hvar hægt væri að finna góðar, flottar regnkáp- ur á Íslandi,“ segir Grímkell Sig- urþórsson, margmiðlunarhönnuður og einn eigenda Reykjavik Raincoats. „Umræðan var nostalgísk, okkur langaði mest í „vintage“-regnkápu, klassíska, endingargóða flík, svona eins og allir áttu hér á árum áður. Þessar vangaveltur urðu kveikjan að stofnun fyrirtækisins Reykjavik Ra- incoats ári síðar. Okkur fannst svo lít- ið spennandi í boði hér þegar kom að regnjökkum fyrir konur og karla og ákváðum því að skapa okkar eigin vörulínu.“ Að baki fyrirtækinu standa auk Grímkels eiginkona hans, Hildur María Gunnarsdóttir hótelstýra, Sig- urður Gilbertsson úrsmiður og hans kona, Heiða Þorsteinsdóttir sölumað- ur. „Hugmyndin var að hanna „uni- sex“-regnkápu fyrir bæði kynin, sem væri smart, þægileg, tímalaus og hefði umfram allt mikið notagildi. Við sáum fyrir okkur að eigandinn tæki rigningardögum fagnandi, enda gæf- ist þá gott tækifæri til að klæðast nýju regnkápunni. Reyndar eru flík- urnar þannig að þær eru flottar hvernig sem viðrar og okkar við- skiptavinir og við sjálf notum þær sem skjólflíkur, jafnvel þótt hann hangi þurr. Í rauninni er það þannig að þegar maður hefur eignast góða regnkápu frá Reykjavik Raincoats verður rigningin algjört aukaatriði.“ Yfir kjólinn Nánar um regnkápuhugmyndina – hvernig varð hún að veruleika? „Við fjórmenningarnir lögðumst í heilmikla rannsóknar- og undirbún- ingsvinnu; stúderuðum hvernig regn- kápur voru framleiddar hér áður fyrr og hvernig sniðin voru. Við einsettum okkur að hanna hina fullkomnu regn- kápu, sem myndi henta bæði fyrir dömur og herra og yrði framleidd í stærðum samkvæmt því. Kápan átti að vera einföld í sniðum, en umfram allt þurfti hún að vera endingargóð og 100% vatnsheld. Við vildum búa til regnflík sem myndi henta sem yfirhöfn alla daga, hvers- dags en líka yfir betri klæðnað, bæði jakkaföt og kjól. Það tók okkur sex mánuði að finna rétta framleiðand- ann, við vildum að hann yrði í Evrópu í ekki of mikilli fjarlægð og gæti handsaumað regnkápur í hæsta gæðaflokki eftir okkar hugmyndum.“ Vörulínan – litir og stærðir? „Við framleiðum kápurnar núna í sex litum, þær fást gular, rauðar, grænar, bláar, svartar og hvítar, í stærðunum XXXS og upp í XL. Regnkápurnar eru framleiddar úr hágæðablöndu af bómull og PVC- vínylgúmmíi, en það er sýruþolið og einkar slitsterkt efni sem harðnar ekki eða springur með árunum. Káp- urnar eru í klassískum stíl með hettu, smellluhnöppum, tvöföldum saumi og sérstakri þéttivörn að innanverðu til að auka vatnsvörnina.“ Hittu í mark Hvernig skiptið þið fjögur með ykkur verkum hjá Reykjavik Rain- coats? „Ég sé um alla hönnunarvinnu og teikningu, en þau hin koma að sjálf- sögðu með hugmyndir sem ég vinn út frá. Í sameiningu sjáum við svo um daglegan rekstur, bókhald og sam- skipti við framleiðsluaðila. Heiða, kona Sigurðar, sér ein um allt ut- anumhald, birgðabókhald og sam- skipti við þær verslanir sem selja vör- urnar okkar – Epal í Hörpu og við Laugaveg, Kraum í Bankastræti og Bláa lónið.“ Hittu regnkápunar ykkar beint í mark? „Regnkápur duttu einhvern veginn alveg úr tísku hér fyrir allmörgum ár- um, maður skilur það auðvitað ekki al- veg því á Íslandi rignir oft ansi hressi- lega. En nú er regnkápan búin að stimpla sig aftur inn og ég held að flestir átti sig á því að hún er ómiss- andi, líka fyrir fullorðna. Það er ekki hægt að búa á Íslandi nema eiga góða regnkápu, það er bara staðreynd. Við kynntum fyrstu Reykjavik Raincoats-kápurnar sumarið 2014 og fengum frábærar viðtökur. Við fórum varlega af stað, byrjuðum á að fram- leiða kápurnar í litlu magni og því voru þær oft uppseldar fyrstu mán- uðina. Við höfum svo smátt og smátt aukið framleiðsluna og vöruúrvalið, en salan hefur vaxið jafnt og þétt allt frá byrjun.“ Nýtt í þróun Viðskiptavinahópurinn – bæði Ís- lendingar og erlendir ferðamenn? „Íslendingar hafa verið mjög dug- legir að kaupa regnkápurnar frá okk- ur, en líka erlendir ferðamenn. Oft panta útlendingar sér flík í gegnum vefsíðuna okkar eftir að þeir eru komnir aftur heim til sín, en við send- um vöruna um allan heim.“ Er von á nýjungum frá Reykjavik Raincoats? „Við erum að sjálfsögðu alltaf að spá og spekúlera í nýjum hlutum og vonumst til að kynna bæði ný snið og efni á næsta ári. Því má bæta við að ég og Sigurður rekum jafnframt fyrirtækið JS Watch Company Reykjavik, þar sem við bæði hönnum og framleiðum íslensku úrin vinsælu á úrsmíðaverkstæði Gilberts úrsmiðs, föður Sigurðar. Við fé- lagarnir erum því sískapandi og kast- andi hugmyndum á milli – stundum tölum við bara um úr, en aðra daga kemst ekkert annað að en regnkápur.“ www.reykjavikraincoats.com Rigningin algjört aukaatriði Vörumerkið „Okkur fannst svo lítið spennandi í boði hér á landi þegar kom að regnjökkum fyrir konur og karla og ákváðum við því að skapa okkar eig- in vörulínu,“ segir Grímkell Sigurþórsson, margmiðlunarhönnuður og einn af eigendum hins litríka regnfatamerkis Reykjavik Raincoats. Ljósmynd/Sigurður Gilbertsson Sniðið Regnkápurnar frá Reykjavik Raincoats eru „unisex“ í sniðinu og henta því jafnt konum sem körlum, eins og glöggt má sjá. Hönnunin Tvöfaldur saumur og smelluhnappar eru meðal þess sem ein- kennir hönnunina frá Reykjavik Raincoats. Áhersla er lögð á gæðin.  Regnkápurnar frá Reykjavik Raincoats hafa fengið mjög góðar viðtökur  Jafnt Íslendingar sem erlendir ferðamenn spenntir  Skjólflíkurnar eru sígildar og vandaðar, hannaðar með það fyrir augum að endast  Henta vel í öllum veðrum HAUSTFATNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.