Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 75
MINNINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Haukur Magn- ússon átti í fari sínu flesta þá eiginleika sem góðan lækni mega prýða. Þar nefni ég fyrst djúpstæða þörf fyrir að verða vanmegnugum að liði en líka hugulsemi, vand- virkni og nærgætni. Yfirgrips- mikil þekking á sínu fræðasviði var honum líka ærinn styrkur í starfi. Engu að síður fór því fjarri að menntun hans væri bundin við læknisfræðina eina. Hann var unnandi góðra bókmennta og fagurra lista, víðlesinn og margfróður um innlenda og er- lenda menningarsögu. Að upp- lagi var hann hlédrægur og hafði aldrei þörf fyrir að trana sér fram. Þessi góði drengur átti sér rætur í þremur landsfjórðung- um. Báðir foreldrarnir voru Austfirðingar, faðirinn frá Sleð- brjótsseli í Jökulsárhlíð en Haukur Sigurbjörn Magnússon ✝ Haukur Sig-urbjörn Magn- ússon, læknir, fæddist 4. sept- ember 1933. Hann lést 6. september 2016. Útför Hauks fór fram 13. september 2016. móðirin frá Hóli í Hjaltastaðaþinghá. Sjálfur var Haukur hins vegar fæddur á Flateyri í Önund- arfirði, þar sem faðir hans var kaupfélagsstjóri í allmörg ár, en fluttist þaðan með foreldrum sínum til Raufarhafnar um tíu ára aldur. Æskustöðvar hans voru því norður á Melrakkasléttu. Við andlát Hauks hafði þráð- urinn sem tengdi okkur saman verið spunninn í nær 67 ár. Fundum okkar bar fyrst saman á Laugarvatni haustið 1949. Til stóð að bekkurinn okkar yrði sá fyrsti sem í fyllingu tímans lyki stúdentsprófi þar. Þegar leið á okkar fyrsta menntaskólavetur tóku málin hins vegar nýja stefnu, vegna illdeilna við skólastjórann, og að loknu prófi vorið 1950 leyst- ist bekkurinn upp. Sum okkar hófu næsta haust nám við Menntaskólann í Reykjavík en við Haukur og tveir bekkjarfélagar okkar leit- uðum á náðir Menntaskólans á Akureyri. Þar fylgdumst við að í þrjá vetur, bjuggum saman í her- bergi fyrsta veturinn í merki- legu tveggja hæða timburhúsi, sem nú er löngu horfið. Hið stolta nafn þess var Stóruvellir og var númer fjögur við Eyr- arlandsveg. Það stóð alveg örskammt frá kór Akureyrarkirkju, aðeins sunnar og austar. Þarna kúrð- um við okkur yfir bækurnar og létum lítið fyrir okkur fara, minnugir reynslunnar frá Laugarvatni. Haukur var mjög góður námsmaður, jafnvígur á allar greinar. Þetta var snjóþungur vetur nyrðra og hressandi að kafa snjóinn upp Eyrarlandsveginn á svölum og stjörnubjörtum vetrarmorgnum. Stundum læddist þá Óttar Eggert Páls- son, sem bjó á númer 16, úr tröppunum á því húsi til fylgd- ar við okkur Hauk. Svo tóku efri bekkirnir við, sá fimmti og sjötti með allri sinni glaðværð, þegar lífsnautnin frjóa fór að ólga í merg okkar og beinum. Nú eru æskudagarnir langt að baki en ljómi þeirra fylgir okkur sem enn lifum. Við vor- um fimmtán piltar og þrjár stúlkur í bé-bekk máladeildar fyrir norðan. Af piltunum fimmtán eru ell- efu nú þegar gengnir fyrir ætt- ernisstapann en fjórir hjara enn og bíða þess að verða leiddir til höggs. „Innsigli öngvir fengu upp á lífs stunda bið,“ segir Hallgrímur. Þeirra sönnu orða er vert að minnast. Þau kenna okkur auð- mýkt, sem síst má án vera í lífi og dauða. Ég kveð minn gamla félaga og vin, Hauk Magnússon, og votta börnum hans og öðrum vandamönnum einlæga samúð mína. Kjartan Ólafsson. Haukur var aldrei nefndur heima hjá mér nema læknis- heitið fylgdi með. Haukur læknir var bekkjarbróðir föður míns úr MA og var heimilis- læknir okkar allra í áratugi. Haukur var ekki bara það heldur góður og tryggur vinur svo lengi sem ég man. Það var hægt að leita til hans með allt. Það hallaði mikið á mig í okkar samskiptum. Sama hvernig stóð á hjá honum þá tók hann manni vel með öll erindi. Haukur læknir var líka lif- andi og skemmtilegur maður til síðasta dags og hafði áhuga á flestu; samfélagsmálum, fé- lagsfræði, skáldskap, útiveru og náttúrunni og síðast en ekki síst fólki. Virkilega gaman og fróðlegt að ræða við hann um hvað sem var. Nær allstaðar var hann heima. Engin viðhlæj- andi þó. Tryggðatröll sem fjölskylda hans og vinir sakna nú. Við fjölskyldan, systkini mín, tengdafólk og foreldrar sam- hryggjumst innilega Jóhanni, Magnúsi og Jónínu og fjöl- skyldum þeirra við andlát hans. Einar Guðjónsson. Elsku bróðir, nú ertu búinn að kveðja, yngstur og okkar eini bróðir. Ég man alltaf eftir því þegar þú komst í heiminn. Í þá daga var ekki sími á hverju heimili, og það var hún Halla á neðri hæðinni sem kom og færði okk- ur þær fréttir að mamma væri búin að fæða og það var strák- ur. Við héldum að hún væri að plata okkur, því að við vorum þá orðnar fimm systurnar og fannst sjálfsagt að þú værir líka stelpa. Þú varst alltaf vel virkur og duglegur inni sem úti. Einn morgun þegar mamma vaknaði varstu búinn að tæma úr eld- hússkúffunum, hveiti, sykur og fleira var úti um allt gólf, þarna varstu búinn að græja þinn eig- in sandkassa og sast þarna hinn rólegasti að leika þér ásamt Dóru systur. Drafnars- lippurinn var eitt af þínum uppáhalds leiksvæðum og þar leið þér vel innan um kallana. Eitt sinn komstu heim allur í blóði, að við héldum en sem betur fer varst þú nú bara þak- inn rauðri málningu úr slippn- um. Á tímabili áttu dúfurnar þín- ar hug þinn allan, þú fékkst að vera með þær uppi á háalofti á Suðurgötunni og vaknaði mað- ur og sofnaði við kurrið í dúf- unum þínum. Þegar þú varst 17 ára komst þú til okkar austur á Höfn til að fara á sjó hjá Kristni. Síðan liðu nokkur ár, og þú komst aftur og aftur. Oftast varstu hjá okkur á Kirkjubrautinni. Kristinn talaði um hvað þú varst duglegur, ósérhlífinn og ekki vantaði Halldór Grétar Gunnarsson ✝ Halldór GrétarGunnarsson fæddist 3. apríl 1959. Hann lést 15 ágúst 2016. Útför Halldórs var gerð 13. sept- ember 2016. kraftinn. Þú varst í essinu þínu þegar þú varst að veiða ál og reykja hann, enda var állinn sem sælgæti hjá þér. Þú varst mjög fjölhæfur og hand- laginn og alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af mikl- um dugnaði. Þegar við systur fórum til Cordoba á Spáni til að styðja við þig, Heklu, Elías og Rósu eftir að þú hafðir fengið hjarta- áfall, var ég nokkuð viss um að þú kæmir heim aftur eftir hjartaígræðslu. En þú varðst því miður að láta í minni pokann og kvaddir okkur þarna á spítalanum rúmri viku eftir að við komum til ykkar. Það var aðdáunarvert að sjá kraftinn, dugnaðinn og styrkinn sem börnin þín og tengdadóttir sýndu þarna. Þetta var mjög langur og erf- iður tími og stóðu þau þér við hlið allan tímann í baráttunni sem gekk svo því miður ekki upp. Ég veit að mamma, Jóna og Bjössi hafa tekið vel á móti þér með opinn faðminn, elsku bróð- ir. Elsku Hekla, Elías, Rósa, Samúel og börn, hugur minn er hjá ykkur. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar. Þín systir Kristín (Kiddý). Skjótt skipast veður í lofti, á augnabliki eru örlög mannsins ráðin. Eins og kippt sé í spotta af æðri máttarvöldum, nánast með fyrirsjáanlegum enda lífs- ins. Enginn mannlegur máttur fær þar neinu ráðið. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir og þó svo að allt hafi verið reynt til að bjarga lífi Halldórs bróður míns, af einstaklega hæfu og umhyggjusömu starfs- fólki frá upphafi til endaloka, fór sem fór. Erfið störf þeirra í hans þágu eru mikils metin og þakk- arverð, störf í baráttu milli lífs og dauða á hinum virta Hospital Universitario Reina Sofia í borginni Cordoba á Spáni, þar sem örlög hans voru ráðin, dauðinn bar sigur af hólmi. Ég er nokkuð viss um að hann hefur notið lífsins til fullnustu á ferðalagi sínu um áður óþekktar slóðir, með góð- um ferðafélaga. Og er það huggun harmi gegn. Halldór var mörgum mann- kostum búinn, réttlætiskennd var honum í blóð borin, hann var ætíð tilbúinn að leggja sitt af mörkum til þeirra sem minna máttu sín. Það var engin lognmolla yfir Halldóri, hann var dugnaðar- forkur, áræðni einkenndi hann öðru fremur, hann gekk rösk- lega til verka burtséð frá því hvort um frumraun væri að ræða eður ei. Í hans augum voru hlutirnir ekkert mál, enda hugsað í lausnum hverju sinni. Hann lá ekkert á skoðunum sínum, sem oft og tíðum voru kröftugar, en húmorinn var sjaldnast langt undan. Ég votta afkomendum mína dýpstu samúð, fullviss þess að á ókomnum árum munum við með margvíslegum hætti sjá birtingarmynd hans í þeim. Minningin um hann, minn eina og sanna bróður, mun lifa unz yfir lýkur. Jóhanna Gunnarsdóttir. Dóri var ekki bara bernsku- vinur Rúna, heldur einnig vinur okkar allra. Við áttum samleið í lífinu frá blautu barnsbeini. Fjölskyldur okkar rugluðu saman reytum á Suðurgötunni á svo margvísleg- an máta bæði í bernsku og á fullorðinsárum. Margar samverustundir sem einkennst hafa af vinarbragði að ógleymdum prakkarastrik- um rifjast upp við fráfall Dóra. Ógleymanlega minningu á fjöl- skyldan þegar Dóri eldaði heimsins bestu humarsúpu í brúðkaupi Ragnars og Ullu og hélt brúðkaupsræðu upp á kristjaníska dönsku. Það er viðeigandi að kveðja hann Dóra okkar með ljóðinu För eftir Skálmöld. Eitthvað væmið á engan veginn við hann Dóra. Haldið upp á heiðina með mér, höfuðin fjúka í nótt. Guðirnir gefa okkur þrótt. Guðirnir veita okkur þrótt til að sigra. Vinir, ykkar vígamóði her veitir mér liðveislu í nótt. Guðirnir gefa okkur þrótt. Guðirnir veita okkur þrótt til að sigra. Sver ég nú og sverðið legg, svírann á og sundur hegg. Jórinn þreyttur, ég er sár. Jökullinn yfir gnæfir hár. Blóðugur með brotna hönd berst ég einn um ókunn lönd. Held ég enn í veika von, vígamaður Óðinsson. Göngum móti glötun og dauða, gjótur þar bíða og fen. Þar geta tryllingsleg trén tekið þig niður og skellt þér á knén. Nýtum daginn og nóttina rauða, neitum að ganga í fen. Vörumst að taki’ okkur trén. Gegn Tý, Þór og Óðni við föllum á knén. Ófærur og dauðans dýr drepa þann sem burtu flýr. Höldum áfram, heiðnir menn, himnarnir þeir falla senn. Tölunni við týnum brátt, tættir sundur smátt og smátt. Held ég enn í veika von, vígamaður Óðinsson. Frændur mínir, fóstbræður, fylgið mér um ófærur. Deyi sá er deyja á, dugi sá er ætla má. Held ég upp á heiðina, held ég verstu leiðina. Held ég enn í veika von, vígamaður Óðinsson. Við sendum hugheilar sam- úðarkveðjur til Samúels, Elías- ar og Heklu, barnabarna Dóra, til systranna; Ólafar, Jóhönnu, Kristínar og Halldóru, og ann- arra ástvina. Rúnar, Ragnar, Sigríður, Sólveig, Stella, Ásdís og fjölskyldur. ✝ Jörundur Áka-son fæddist í Reykjavík 16. mars 1946. Hann lést á heimili sínu 9. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Áki Jakobs- son, f. 1. júlí 1911, d. 11. september 1975, og Helga Guð- mundsdóttir, f. 16. apríl 1910, d. 22. mars 1990. Systkini Jörundar eru Guðmundur Hjörtur, f. 9. janúar 1937, Jón Ármann, f. 12. janúar 1940, d. 9. mars 1948, Val- gerður, f. 1. september 1942, d. 20. mars 2010, Jón Börkur, f. 21. september 1949, og Margrét, f. 23. október 1950. Maki I 1967 (skildu) var Bryn- hildur Maack Pétursdóttir, f. 18. september 1945, d. 7. desember 2013. Sonur þeirra er Ásgeir, f. 3. desember 1965, ættleiddur af Ægi Péturssyni. Maki II (skildu) 27. júní 1976 var Guðbjörg Dag- mar Jónsdóttir, f. 25. desember 1950. Börn þeirra eru Að- alsteinn, f. 8. mars 1976, og Ylfa Rún, f. 20. október 1980. Barnsmóðir Aðalsteins er Sess- elja Thorberg Sig- urðardóttir, f. 10. júlí 1978. Sonur þeirra er Ísak Thor- berg, f. 24. júlí 1995. Maki Aðalsteins er Catharine Fulton, f. 26. júlí 1984. Börn þeirra eru Esja Mae Fulton, f. 11. apríl 2013, og Gola Madeline Fulton, f. 19. júlí 2016. Barnsfaðir Ylfu er Magnús Höskuldur Magnússon, f. 1. júní 1978. Dóttir þeirra er Ís- old Ylfa, f. 12. júlí 2003. Maki Ylfu er Helgi Már Sæmundsson, f. 21. janúar 1982. Dóttir þeirra er Helga Dagmar, f. 9. október 2012. Jörundur útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1967. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1973 og stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Suðurlands 1985. Útför Jörundar fór fram frá kirkju Óháða safnaðarins mánu- daginn 15. ágúst 2016. Það var á fögrum haustdegi árið 1965 sem við Jörundur hitt- umst í fyrsta sinn. Við vorum báðir að hefja nám við Samvinnu- skólann á Bifröst. Þegar inn í skólann var komið tókum við tal saman og ákváðum að deila sam- an herbergi og um kvöldið bætt- ist Erlingur B. Thoroddsen í hóp- inn. Þessir félagar mínir sem dvöldu með mér á herberginu Framtíðinni veturinn 1965-1966 er nú báðir látnir. Erlingur lést eftir skammvinn veikindi 3. des- ember 2015 en Jörundur varð bráðkvaddur 9. ágúst síðastlið- inn. Mig langar fyrir hönd okkar bekkjarsystkinanna að minnast Jörundar með nokkrum orðum en áður hafði ég ritað minning- arorð um Erling. Það kom fljótt í ljós að herbergisfélagar mínir voru ein- stakir sómadrengir og var oft glatt á hjalla hjá okkur vinunum á Framtíðinni og samkomulagið gott. Málin þróuðust svo þannig að við Jörundur urðum einnig herbergisfélagar skólaárið 1966- 1967 ásamt Vigni Þorbjörnssyni. Af þessum 40 manna hópi sem hóf nám í Samvinnuskólanum haustið 1965 eru nú sjö fallin frá. Jörundur var hvers manns hugljúfi og vinsæll hjá öllum sem honum kynntust. Hann gat verið hnyttinn í tilsvörum og öflugur var hann þegar menn tókust á í léttri glímu. Hann var ágætur námsmaður og stundaði nám sitt af mikilli elju og samviskusemi. Sérstaklega er mér minnisstætt hversu góður tungumálamaður hann var. Hann hafði gaman af músík, lék á gítar og hafði góða söngrödd. Stofnuðum við þjóð- lagatríó ásamt þriðja aðila og lét- um með því til okkar taka í menn- ingarlífi skólans. Góðar minningar eru frá þessu sam- starfi okkar, sem aldrei bar skugga á. Einnig söng Jörundur í skólakórnum undir stjórn Björns Jakobssonar. Eftir námið á Bifröst var Jör- undur við enskunám í Englandi árið 1968. Hann starfaði hjá Flugfélagi Íslands hf. árin 1967- 1970 við skrifstofustörf. Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Akraness 1973-1974 og við Barna- og unglingaskóla Grinda- víkur 1974-1976. Við Skálholts- skóla kenndi hann 1976-1981. Hann var skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Árnesinga 1981-1986 og kennari við Laugarnesskóla 1986-2002. Síðustu starfsárin vann hann hjá flutningafyrir- tækjunum Flytjanda og Land- flutningum. Við bekkjarsystkinin þökkum Jörundi fyrir góð kynni og minn- umst ánægjulegra samveru- stunda, sem því miður urðu allt of fáar. Við biðjum Guð að blessa minningu hans og óskum honum fararheilla á nýjar slóðir. Börn- um hans, barnabörnum og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Gísli Jónatansson. Jörundur Ákason Ég kynntist Ein- ari á vinnustaðnum Ásgarði og kynntist öndvegisdreng og er ég viss um að karlkrúttið hann Heimir Þór Tryggvason og þeir sem kynntust honum í vinnunni eru sammála þegar ég segi að við Einar Árni Þorfinnsson ✝ Einar ÁrniÞorfinnsson fæddist 30. desem- ber 1982. Hann lést 7. ágúst 2016. Útför Einar fór fram 15. ágúst 2016. sendum öllum að- standendum hans okkar innilegustu samúðarkveðju og megi allir góðir and- ar og vættir styrkja ykkur í þeirri sorg sem þið eruð að ganga í gegnum núna og gæta Ein- ars sömuleiðis vel og vandlega. Fyrir hönd fyrr- verandi samstarfsfélaga hans í Ásgarði, Þorvarður Karl Þorvarðsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.