Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Smáauglýsingar Gisting Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 499-3070. Sólbakki. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Sundbolir • Tankini Bikini • Strandfatnaður Undirföt • Náttföt Sloppar • Undirkjólar Inniskór • Aðhaldsföt Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Mjódd s. 774-7377 10.5 00. - 11.9 00. - 11.9 00. - 11.9 00. - Vandaðir herraskór úr leðri frá JOMOS Teg: 208204 Herraskór úr leðri, skinnfóðraðir með góðum sóla. Litir: cognac, mokka og svart. Stærðir: 40 - 48. Verð 15.500 Teg: 420408 Einstaklega mjúkir og góðir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðum sóla. Stærðir: 40 - 48. Verð 19.885.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, opið 10-14 laugardaga. Sendum um allt land Erum á Facebook. Uppí 70% afmælisafsláttur í nokkra daga. Vönduð armbandsúr á ótrúlegu verði eða frá 5.000 kr. Pierre Lannier Paris, frönsk hönnun og smíði. 2ja ára alþ. ábyrgð. ERNA Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Ríf ryð af þökum og ryðbletta Hreinsa þakrennur fyrir veturinn o.fl. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Mikið úrval Póstsendum Hlýtt í ferðalagið Ullar- og silki- nærfatnaður Bókhald NP Þjónusta Tek að mér bókhald, endurútreikning og vsk. Hafið samband í síma: 861-6164. Ásta systir er far- in frá okkur. Mínar fyrstu minningarnar um hana eru þegar litla systir, ég, var að hefja skólagöngu í Langholts- skóla. Stolt með stílabók og reikningsbók sýndi ég systur bækurnar mínar. Ég átti að skrifa og reikna. Systir mín sat hjá mér og sagði engin asnaeyru á bókunum. Hún sat alltaf yfir mér þegar ég var með heimanám. Engin asna- eyru. Reikningsdæmin áttu að vera með tveimur beinum strikum undir svarinu. Eftir þennan vetur kom kennarinn til mín og spurði hvort hún mætti eiga bækurnar mínar. Já, systir, þú kenndir mér snemma að fara vel með. Kenn- arinn fékk bækurnar. Ég varð fyrir því óláni að vera lögð í einelti, tvær stúlkur og tveir drengir. Í dag er ég 67 ára og man ég ennþá nöfnin á þeim. Þegar ég slapp frá þeim fór ég beint til syst- ur í Álfheimunum, hún stappaði í mig stálinu og sagði: „Það er ekk- ert athugavert við þig.“ Síðar kynntist Ásta Erlingi mági, sem ég varð þegar hrifin af. Dag einn lá ég í rúminu með flensu. Þá komu þau til mín með nammi og dúkkulísur. Þau voru svo flott, í eins gráum peysum á leið í útilegu. Ég gat ekki farið með þeim, enda veik. Eins gott því Erlingur hefði ekki getað neitað mér að koma með. Seinna þegar Jónas Pétur kom í heiminn fór ég að sjálfsögðu í vist hjá systur um sumarið. Jónas Pét- ur var í flottum gráum vagni. Ári Ásta Tryggvadóttir ✝ Ásta Tryggva-dóttir fæddist 30. september 1939. Hún andaðist 5. ágúst 2016. Útför Ástu fór fram 15. ágúst 2016. seinna kom Einar í heiminn, áfram var ég í vist, núna með tvo gaura, Einar í vagninum og Jónas sat ofan á. Gaman var að passa þá þessi tvö sumur. Árið 2000 fluttum við Árni heim til Ís- lands eftir 23 ára dvöl í Noregi. Við vorum búin að festa kaup á íbúð í Lækjarsmáranum. Ekki var hún nú tilbúin þegar heim kom svo heiðurshjónin Ásta og Erlingur tóku við okkur, bjuggum við í íbúð í kjallaranum hjá þeim í níu mánuði. Meðgöngu- tíminn göntuðumst við Ásta með. Ekki má gleyma golfinu, sem við áttum sameiginlegt. Við förum saman til Portúgals, Spánar og ekki má gleyma öllum góðu dög- unum í sumarbústaðnum ykkar. Þá spiluðum við á Kiðjabergi, í Öndverðarnesi og fleiri stöðum. Þér auðnaðist á Korpunni að fara holu í höggi, vel gert. Saman vor- um við í Rauða krossinum og Hringnum. Þar störfuðum við saman í mörg ár eða á meðan heilsan leyfði. Lóa systir gekk í Rauða krossinn, ekki var það nú verra. Við vorum samrýndar systur, takk fyrir það. Síðustu dagana þína varst þú á líknardeildinni, að eigin ósk. Ég heimsótti þig tvisvar og þrisvar á dag og sátum við úti, skemmtum okkur saman. Takk fyrir þessa daga, systir. Þú áttir góða að, börnin þín, barnabörn og að öðrum ólöstuðum stóð Dunna þín með þér í einu og öllu. Það er ekki öllum unnt, syst- ir, að eiga góð börn. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig að sinni. Hlakka til að hitta þig hinum megin. Knús, þín systir, Guðrún Steinunn. Með djúpri virð- ingu og þakklæti, kveðjum við frænd- ur Hönnu Sigurðar- dóttur. Kynni okkar hófust fyrir fyrir ríflega áratug þegar Hanna hóf störf hjá sýslumanninum í Reykjavík. Strax á fyrsta degi varð okkur vel til vina þrátt fyrir að sökum starfa okkar værum við í raun ekki samherjar og eðli málsins samkvæmt þyrftum að takast á um einstök mál. Okkur frændum og fjölskyld- um okkar sýndi Hanna einlægan áhuga og samgladdist þegar vel gekk og var reiðubúin að aðstoða þegar svo bar undir. Er óhætt að segja að með okkur hafi stofnast einstök vinátta byggð á gagn- kvæmri virðingu sem ekki var einungis tengd störfum okkar. Hanna tók starf sitt alvarlega og sinnti því af alúð. Ávallt sýndi hún viðeigandi nærgætni við með- ferð þeirra erfiðu mála sem fylgdu hennar starfi. Oft gekk Hanna lengra en starfsskyldan bauð henni til að gæta hagmuna þeirra sem í hlut áttu ef hún taldi að viðkomandi ætti undir högg að sækja af einhverjum ástæðum. Að sama skapi gat hún verið föst fyrir og leið engum yfirgang. Þá hikaði hún ekki við að segja fólki til syndanna ef hún upplifði að það færi ekki með rétt mál. Ósjaldan mátti sjá einhvern hrokagikkinn Hanna Sigurðardóttir ✝ Hanna Sigurð-ardóttir fædd- ist 27. mars 1952. Hún lést 24. ágúst 2016. Úför Hönnu fór fram 1. september 2016. ganga út af skrif- stofu Hönnu með skottið á milli lapp- anna eftir að hún hafði lagt honum lífsreglurnar. Þrátt fyrir að lífið hafi ekki alltaf farið mjúkum höndum um Hönnu var hún aldrei bitur heldur þvert á móti glað- lynd og gat jafnan séð spaugilegri hliðarnar á tilver- unni. Þá var hún ætíð reiðubúin að aðstoða aðra þó á stundum hefði hún fremur þurft á stuðn- ingi að halda. Má segja að viðhorf hennar til lífsins hafi verið það að þótt á móti blési hjá henni væru alltaf einhverjir sem væru enn verr staddir og henni væri skylt að aðstoða þá eftir föngum. Það er sárt til þess að hugsa að glettnar athugasemdir og blik- andi stríðnisblik í augum þessarar smávöxnu, harðgerðu konu með stóra hjartað munu aldrei aftur mæta okkur í morgunsárið þegar við mætum í fyrirtökur hjá sýslu- mannsembættinu. Minning um einstæða konu og vin lifir þó og er huggun harmi gegn. Þú áttir auð er aldrei brást, þú áttir eld í hjarta, sá auður þinn er heilög ást til alls hins góða og bjarta. Til meiri starfa guðs um geim þú gengur ljóssins vegi. Þitt hlutverk er að hjálpa þeim er heilsa nýjum degi. (H.T.) Megi Guð styrkja þá sem syrgja. Bragi Björnsson, Börkur Hrafnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.