Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 15.09.2016, Qupperneq 78
78 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Ég hef alltaf haldið upp á afmælið frá því ég var fertugur en ætlaað sleppa því núna. Það er svolítið nýtt fyrir mig að halda ekkiupp á það með pompi og prakt en geri örugglega eitthvað með fjölskyldunni,“ segir Sigurður Jónsson, sem er 75 ára í dag. Sigurður fæddist á Dalvík og hefur alla tíð búið þar. Hann starfrækti Steypustöð Dalvíkur 1970-86, var með Ásvídeó 1986-2009 og hefur starfrækt tjaldvagnaleigu á Dalvík frá 1989. „Við hjónin höfum rekið hana saman og gengur vel en þetta eru bara tveir og hálfur mánuður sem eitthvað er að gera, ferðatíminn er það stuttur hjá okkur. Svo vinn ég mikið við smíðar og er þá að smíða fyrir fjölskylduna og kunn- ingjana.“ Sigurður var slökkviliðsstjóri á Dalvík frá 1974 til 2011, og hann fer enn á sýningar erlendis ásamt öðrum slökkviliðsstjórum. „Já, nokkrir slökkviliðsstjórar hér og þar á landinu hafa farið árlega á sýningar er- lendis og eftir hálfan mánuð förum við til Birmingham og síðan til London. Þetta eru mínar skemmtiferðir.“ Sigurður hefur tekið virkan þátt í ýmsu félagslífi á Dalvík, var með- limur í Kiwanisklúbbi Dalvíkur um árabil meðan hann var starfræktur og sat í stjórn klúbbsins. Hann er fæddur framsóknarmaður og sat í stjórn Framsóknarfélags Dalvíkur um skeið og hefur alla tíð verið mik- ill áhugamaður um hestamennsku. Hann á nokkra hesta en heldur auk þess nokkrar ær og fiðurfé. Eiginkona Sigurðar er Alda Eygló Krist- jánsdóttir og börn þeirra eru Jón Sigurðsson, f. 1960, d. 1976, Hólm- fríður M. Sigurðardóttir, f. 1962, og Jóna Sigurðardóttir, f. 1978. Sig- urður og Alda eiga fjögur barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Slökkviliðsstjórinn Sigurður þegar hann lét af störfum, 70 ára gamall. Fer enn á slökkvi- liðssýningar erlendis Sigurður Jónsson er 75 ára í dag G uðfinna fæddist í Hafn- arfirði 15.9. 1956 og ólst upp í Kleppsholtinu og í Álftamýri um skeið. Hún var í Austurbæj- arskóla, Álftamýrarskóla, Lang- holtsskóla, tók gagnfræðapróf frá Vogaskóla og var í sveit eitt sumar í Þykkvabæ í Landbroti. Hún lauk prófum frá Húsmæðraskólanum á Laugum 1974 þar sem hún hitti lífs- förunautinn. Guiðfinna sinnti síðan búi og börn- um en lauk jafnframt námi frá Póst- og Símaskólanum 1988, sálarnámi í Bréfaskólanum 1991, söngnámi í Tónlistarskóla Húsavíkur 1993, var í námi í Framhaldsskólanum á Laug- um 1992-95, lauk meiraprófi 1996 og var aðstoðarskólabílstjóri í nokkur ár og fór í bókhaldsnámskeið 1999. Guðfinna vann hjá Lyfjaverslun ríkisins, Kaupfélagi Þingeyinga, Pósti og síma, var bóndi 1989-98, vann við blómabúðina Akur á Ak- ureyri 1998-2002 og kenndi við Síðu- skóla í níu ár. Hún söng í kirkju- kórnum í Einarsstaðakirkju og síðar með Kór Akureyrarkirkju. Guðfinna og Einir bjuggu fyrst í Reykjavík 1975 en fluttu í Reykjadal í Þingeyjarsveit 1977 og byggðu sér hús á Laugum 1982. Árið 1989 hófu þau búskap á Einarsstöðum. Þegar eldri börnin fóru að heiman fluttu hjónin til Akureyrar. Guðfinna fór þá í kennaranám við HA og lauk B.Ed.-gráðu 2005 en árið 2014 lauk hún leiðsögunámi við HA. Árið 2007 stofnuðu þau einka- hlutafélag um Ferðaþjónustuna Ein- ishús. Fyrstu tvö húsin voru tekin í notkun haustið 2012 og tveimur ár- um seinna voru komin þar fimm hús. Guðfinna Sverrisdóttir ferðaþjónustubóndi – 60 ára Með börnunum Guðfinna og Einir Viðar með Katrínu Elísu, Sverri Kristni, Birni Friðrik og Sigríði Ingu. Með rómaða og verð- launaða ferðaþjónustu Einishús Hin fimm glæsilegu gistihús í landi Einarsstaða II í Þingeyjarsveit. Reykjavík Agla Líney Hafliðadóttir fæddist 22.júlí 2015 kl. 14.36 og var 48 cm löng og 3.040 grömm. For- eldrar hennar eru Andrea Ingvarsdóttir og Hafliði Guð- jónsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.