Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar s em kaupandi sér sjálfur um að raða þe im á föt eða tilbúnir á á borð á einnota veislufötum. Sé veislan 150manna eð ameira eru allar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIRÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í hug a á hvaða tíma dagsmóttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjó ða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Skoðið verðin á heimasíðu okkar VIÐTAL Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Heimildarkvikmynd um Baskavígin verður frumsýnd á San Sebastian- kvikmyndahátíðinni og á RIFF á næstu vikum. Þar segir frá örlög- um baskneskra sjómanna sem myrtir voru af mikilli grimmd að undirlagi Ara í Ögri árið 1615. Tal- að er um að þetta séu einu fjölda- morðin sem Íslendingar hafa fram- ið en atburðanna var minnst í fyrra þegar 400 ár voru liðin frá voða- verkunum. Kvikmyndin Baskavígin er unnin í samvinnu Spánverja og Íslendinga og hefur RÚV keypt sýningarrétt að henni. „Þetta reddast“-viðhorfið „Myndin er stórgóð, ég er reyndar ekki búinn að sjá loka- útgáfuna,“ segir Hjálmtýr Heiðdal hjá kvikmyndagerðinni Seylunni sem framleiddi myndina í samstarfi við baskneska kvikmyndafyrirtækið Old Port Films sem hóf undirbún- ing að gerð heimildarmyndar um þessa atburði. „Þau komu með skömmum fyrirvara og voru að leita að meðframleiðanda og ég hafði áhuga á því. Þetta var keyrt áfram af mikilli bjartsýni, það var Íslendingabragur á þessu, að þetta myndi reddast. Og það hefur allt reddast,“ segir Hjálmtýr en hann sá m.a. um að afla fjár. Myndin er að stærstum hluta tekin hér á landi og því þurfti einhvern staðkunn- ugan þannig að ég sló til,“ segir hann um tildrög aðkomu sinnar að myndinni. „Þetta var gert á miklu skemmri tíma en maður hefði hald- ið að væri mögulegt“ segir Hjálm- týr en myndin var kvikmynduð bæði á Spáni og Íslandi. Leikur, viðtöl og tölvutækni Heimildarmyndin, sem er sjötíu mínútna löng, er viðamikil með mörgum leiknum atriðum ásamt viðtölum við sérfræðinga af ýmsu þjóðerni, þ.á.m. íslenska. Hjálmtýr segir að tölvu- tæknin hafi mik- ið komið við sögu við gerð mynd- arinnar. „Það er alls konar tölvu- fiff í myndinni. Það er notað til að fjölga fólki og svo voru skipin teiknuð inn í eft- ir á,“ en öll tölvuvinnsla fór fram á Spáni. „Og þegar verið er að skera hval er enginn hvalur, en hann er kominn í myndina,“ segir Hjálmtýr og bætir við að þessi mynd sé ein sú stærsta af íslenskum heimildarmyndum hvað varðar umfang, leik og tölvu- vinnslu. „Eftir því sem ég best veit er þessi mynd eitt viðamesta heim- ildamyndaverkefni sem hefur verið ráðist í hérlendis,“ segir hann. Ótrúleg hjálpsemi úti á landi Í myndinni eru mörg sviðsett at- riði sem tekin eru upp á sögustöð- um á Vestfjörðum auk atriða sem eru tekin í öðrum landshlutum. Hingað komu 25 Spánverjar og þurfti Hjálmtýr að safna saman um 120 aukaleikurum og þremur ís- lenskum aðalleikurum ásamt tækniliði. Farið var á ellefu staði á landinu og tóku tökurnar hálfan mánuð. Hjálmtýr segir að það hafi verið að mörgu að huga þegar allt að fjörutíu manna lið var á töku- stað í einu. Sjá þurfti fyrir gist- ingu, bílaleigubílum og mat. „Það væri gaman að það kæmi fram, þessi rosalega hjálpsemi fólks úti á landi. Við erum mjög þakklát, það var alveg sama hvar við komum, það var hægt að redda öllu og alls staðar opnar dyr. Í Borgarnesi voru kvikmyndaðar nætursenur og fengum við endur- gjaldslaust aðstöðu í tveimur ein- býlishúsum rétt hjá tökustaðnum. Bílskúr fengum við á öðrum staðn- um fyrir búningaaðstöðu og smink- aðstöðu í eldhúsinu. Og í næsta húsi höfðu húsráðendur opið í tvær nætur fyrir leikara og starfsfólk. Það var skítakuldi allan tímann sem tökurnar stóðu og var ég bú- inn að vara Spánverjanna við þann- ig að þeir voru ágætlega klæddir,“ segir hann og hlær. „Eins og með aðalleikarann, það þurfti að bleyta hann þegar hann var drepinn við sjó og setja á hann blóð. Það var heilmikið mál að passa að hann ofkældist ekki,“ seg- ir Hjálmtýr. Alltaf fjárhagsleg áhætta Viðamikil mynd sem þessi kostar sitt og forvitnast blaðamaður um kostnaðarhliðina. „Hún ætti að kosta hundrað milljónir en af því að þeir peningar voru ekki til þá kostaði hún um fimmtíu. Til að draga úr áhættunni verður að fjár- magna myndina að mestu áður en tökur hefjast. Maður tekur þó allt- af vissa áhættu, ég enda kannski með fimm hundruð krónur á tím- ann, ég veit það ekki enn. Myndin er aðallega fjármögnuð á Spáni en að hluta til hér. Þetta er átakasaga og flott kvikmynd og gæti því selst víða,“ segir Hjálmtýr. „Ég fékk styrk frá Kvikmyndasjóði og sel Sjónvarpinu myndina,“ segir hann en myndin uppfyllir einnig skilyrði um endurgreiðslu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. „Hilm- ar Örn Hilmarsson semur tónlist- ina og gerir það listavel. Það er líka skilyrði að það sé íslenskt list- Æstur múgur myrti Baskana  Ný leikin heimildarmynd um Baskavígin 1615 unnin af Íslendingum og Spánverjum  Eitt viða- mesta heimildarmyndaverkefni sem hefur verið ráðist í hérlendis  Sýnd á RIFF og San Sebastian Á skipbrotsstað Myndin var tekin upp víða um land en einnig á Spáni. Hjálmtýr þurfti að útvega 120 íslenska aukaleikara til að leika í senunum hérlendis en tökur stóðu yfir í hálfan mánuð. Vel gekk að kvikmynda þrátt fyrir kulda en heimamenn í sveitum landsins voru mjög hjálpsamir. Hjálmtýr Heiðdal Systkinin Christian og Tanja Tetz- laff leika einleik í Konsert fyrir fiðlu og selló eftir Johannes Brahms á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. „Christian og Tanja Tetzlaff eru meðal fremstu tónlistarmanna Þýskalands. Þau hafa áður leikið hvort í sínu lagi með Sinfóníu- hljómsveit Íslands auk þess sem þau komu fram á Listahátíð í Reykjavík ásamt píanistanum Leif Ove Andsnes. Nú snúa þau aftur með tilfinningaþrunginn tvíkonsert Brahms í farteskinu, síðasta hljóm- sveitarverk meistarans. Stjórnandi tónleikanna er Osmo Vänskä sem er jafnframt aðalgestahljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands,“ segir í tilkynningu frá Sin- fóníunni. Tvö önnur verk eru á efnisskrá kvöldins, þ.e. Lýrísk svíta eftir Pál Ísólfsson og Sinfónía nr. 2, Skap- gerðirnar fjórar, eftir Carl Nielsen. „Carl Nielsen var eitt mesta sin- fóníutónskáld Norðurlanda og með- al tímamótaverka á ferli hans var sinfónían nr. 2, sem var flutt af sjálfri Berlínarfílharmóníunni skömmu eftir frumflutninginn árið 1901. Kenningin um skapgerðirnar fjórar, sem liggur til grundvallar verkinu, nær aftur til gríska heim- spekingsins Hippókratesar og er á þá leið að í hverjum einstaklingi sé ein skapgerð meira eða minna ráð- andi: glaðlyndi, bráðlyndi, dauf- lyndi eða melankólía,“ segir í til- kynningu og á það bent að Osmo Vänskä þykir frábær túlkandi verka Nielsen. Dúó Christian og Tanja Tetzlaff. Tetzlaff-systkinin leika einleik í kvöld  Verk eftir Brahms, Nielsen og Pál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.