Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 15
Helga Jónsdóttir, dósent og stoðhjúkrunarfræðingur, Guðrún Jónsdóttir, Edda Steingrímsdóttir, hjúkrunar- fræðingar og Bjarney Tryggvadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri. Höfundar starfa allir á Vífilsstaðaspítala. 1AppriW mviMIAAA Hjá fólki með langt gengna langvinna lungnasjúkdóma Útdráttur Upprifjun á minningum er meðferð þar sem löngu gleymd reynsla og minnisstæðir atburðir eru endurvakin. Rann- sóknir hafa sýnt að upprifjun á minningum eflir vináttu, eykur félagslega virkni, sjálfsálit og árvekni og dregur úr einangrun. Færa má rök fyrir því að þetta meðferðarform henti fólki með langt gengna langvinna lungnasjúkdóma til að draga úr andlegri og félagslegri vanlíðan. í rannsókn þeirri, sem hér er lýst á upprifjun minninga hjá fólki með langt gengna langvinna lungnasjúkdóma, voru settar fram eftirfarandi rannsóknartilgátur: 7. Einkenni þunglyndis hjá fólki með langt gengna lang- vinna lungnasjúkdóma minnka við þátttöku í regluleg- um fundum þar sem rifjaðar eru upp minningar. 2. Sjálfsálit fólks með langt gengna langvinna lungasjúk- dóma eykst við þátttöku í reglulegum fundum þar sem rifjaðar eru upp minningar. Beitt var aðlöguðu tilraunasniði. Notuð voru mælitæki Rosenbergs á sjálfsáliti og Becks á þunglyndi. Einnig var leitað álits hjá þátttakendum á meðferðinni með hálfstöðl- uðum viðtölum og lagt gæðabundið mat á hjúkrunar- greiningar. Alls tóku tólf einstaklingar þátt í meðferðinni, 10 konur (meðalaldur 70,3 ár) og tveir karlar (meðalaldur 86,6 ár). Hópi sjúklinga á hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala var veitt meðferðin ‘upprifjun minninga’ í 13 skipti í eina klukkustund í senn. í upphafi var gefin stutt slökun, síðan lesið upp úr æviminningum eða íslensku skáldverki og þá hófust umræður. Umræðuefnið var fyrirfram ákveðið og hafði skírskotun til þess sem lesið var. Niðurstöður sýndu að hvorug ofangreindra tilgátna var studd. Hins vegar kom eftirfarandi þemu fram í viðtöl- unum: a) Ánægjulegt og skemmtilegt, b) að líða vel c) opnari samskipti, aukin samkennd og viðkynning. Sú ályktun er dregin að tilgangur rannsóknarinnar hafi að verulegu leyti náðst. Þrátt fyrir að rannsóknartilgátur hafi ekki verið studdar bar munnleg frásögn þátttakenda þess glögg merki að líðan þeirra hefði batnað. Það veitti hjúkrunarfræð- ingunum einnig mikla ánægju í starfi að veita hjúkrunar- meðferðina, einkum að sjá og finna að þátttakendur hlökk- uðu til þess að mæta á fundina og að tengsl við þá urðu rneiri og nánari. Aukna vináttu á milli þátttakenda mátti einnig greina í daglegum samskiptum þeirra á deildinni. Inngangur í rannsókn á áhrifum skipulagðra gönguæfinga hjá fólki með langt gengna langvinna lungnasjúkdóma (N=5) kom fram að það hefði haft góð áhrif á þátttakendurna, einkum andlega og félagslega, að gera eitthvað með samsjúkl- ingum sínum, í þessu tilviki að taka þátt í skipulögðum gönguæfingum (Guðrún Jónsdóttir, Edda Steingrímsdóttir og Bjarney Tryggvadóttir, 1996). Höfundar rannsóknar- innar höfðu áhuga á að vinna áfram með sjúklingum á hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala á hliðstæðum forsendum og völdu að beita upprifjun minninga sem meðferð til að bæta andlega og félagslega líðan sjúklinganna. Upprifjun minninga er talin hafa mikil áhrif á gildi lífsins, sérstaklega á efri árum, einkum til að minnka einangrun, efla vináttu, félagslega virkni, sjálfsálit og árvekni (Haight og Burnside, 1993). Haight og Burnside (1993) telja meiri vináttu vera mikilvægasta árangur þessa meðferðarforms. Andlegri og félagslegri vanlíðan hefur verið lýst hjá fólki með langt gengna langvinna lungnasjúkdóma (sjá Helga Jónsdóttir, 1997) og má því draga þá ályktun að upprifjun minninga sé líkleg til að vera árangursrík meðferð hjá öldruðum einstaklingum með langvinna lungnasjúkdóma. Upprifjun minninga Upprifjun á minningum er meðferð þar sem löngu gleymd reynsla og minnisstæðir atburðir eru endurvakin (Burnside og Haight, 1992). Burnside og Haight (1992) sýndu fram á að nauðsynleg einkenni upprifjunar minninga séu: 1) samræður á milli þess sem vekur upp minningar og eins eða fleiri einstaklinga, 2) samskipti sem fela í sér að rifja upp eða segja frá gamalli eða minnisstæðri reynslu og 3) umræða um atburði eða reynslu sem ekki eru ný af nálinni. Hlutverk hjúkrunarfræðings sem stýrir hópi sem rifjar upp minningar er margþætt og felur m.a. í sér að stuðla að einingu hópsins, koma í veg fyrir árekstra, virkja og styrkja hópvitund og vernda veikasta meðlim hópsins (Haight og Burnside, 1993). Hjúkrunarfræðingurinn hvetur ekki til endurskoðunar né endurmats á liðnum atburðum. Gerist það er annarri meðferð, lífsskoðun (life-review), blandað saman en lífsskoðun felur í sér að lífshlaup einstaklingsins er nákvæmlega greint í sundur og metið og ósætti leyst (Haight og Burnside, 1993; Merriam, 1989). 159 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.