Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 38
12. maí haldinn hátíðlegur uíSa um [aia.A Afmælisdagur Florence Nightingale og alþjóðadagur hjúkr- unarfræðinga var haldinn hátíðlegur víða um land undir kjörorðinu Hjúkrun í 100 ár. í Reykjavík var opið hús að Suðurlandsbraut 22 frá 16.00 til 18.00 þar sem hjúkrunar- fræðingar litu til fortíðar og framtíðar. Dagskráin hófst með ávarpi Ástu Möller, formanns Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, og að því loknu fjallaði Erla Doris Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sagnfræðingur, um verklega kunn- áttu hjúkrunarkvenna á íslandi fyrir 100 árum. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytis, sagði frá samhæfingu forvarna og Eydís Sveinbjarnardóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri BUGL fjall- aði um geðvernd. „Öldrunarþjónustan og framtíðin" nefnd- ist umfjöllun Birnu K. Svavarsdóttur, hjúkrunarforstjóra Eirar og Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri áfengis- og vímuvarna, fjallaði um hjúkrun og vímuvarnir. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Félagi ísienskra hjúkrunarfræðinga, og Páll Biering, starfsmaður rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræðum voru meðal þeirra sem héldu upp á daginn. 182 „Hjúkrun og tóbaksvamir" var yfirskrift Helgu Jónsdóttur, dósents við námsbraut í hjúkrunarfræði við HÍ, og Anna Björg Aradóttir, verkefnastjóri Heilsueflingar, sagði frá heilsueflingu. Fundarstjóri var Aðalbjörg J. Finnbogadóttir. Á Akureyri var dagurinn haldinn hátíðlegur með fundi hjúkrunarfræðinga í Dvalarheimilinu Hlíð. Séra Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur á Ólafsfirði flutti erindi sem nefndist Líkaminn og náttúran. Á Akranesi var haldið upp á daginn 15. maí með fræðsludegi hjúkrunarfræðinga í Vesturlandsdeild í Veit- ingastofunni Barbró. Fjallað var m.a. um ofbeldi gegn kon- um, svefntruflanir barna, mikilvægi reynslu og þekkingar í klínískri ákvarðanatöku í hjúkrun, vinnuálag og manneklu í hjúkrun og skráningu hjúkrunar í nútíð og framtíð. Á Isafirði héldu hjúkrunarfræðingar kvöldverðarfund á Hótel ísafirði þann 10. maí. Þar hélt dr. Kristín Björnsdóttir dósent við HÍ erindi um mikilvægi stefnumótunar í hjúkrun- og heilbrigðisþjónustu. í Neskaupstað mældu hjúkrunarfræðingar blóðsykur, blóð- þrýsting og súrefnismettun hjá almenningi, 60 ára og eldri. Á Reyðarfirði og Eskifirði buðu hjúkrunarfræðingar almenningi mælingar á blóðþrýstingi, útöndunargetu, súr- efnismettun og blóðsykri auk fræðslu um mataræði og hreyf- ingu í Kaupfélagi Reyðfirðinga og Kaupfélagi Eskfirðinga. í Vestmannaeyjum gerðu hjúkrunarfræðingar sér daga- mun, fóru í rútuferð um eyjuna og borðuðu saman kvöld- verð. Þá var viðtal við Guðnýju Bogadóttur, hjúkrunar- fræðing, í fréttabiaði staðarins, þar sem hún fjallaði um hjúkrunarstarfið og Florence Nightingale. vkj vmm piq mbimtct Littmann Hlustunarpípur fc<SSSU»—« Henry Schein Fides. Laufásgata 9, 600 Akureyri Sími 461 1129 Faxafen 12, 108 Reykjavík Sími 588 8999 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.