Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 52
'ræðsludagur kRsíjnAr Innsýn, fagdeild hjúkrunarfræðinga sem starfa við lungna- og meltingafæraspeglanir, hélt fræðsludag þann 7. maí sl. Þetta var fyrsti fræðsludagur deildarinnar en fleiri slíkir verða haldnir síðar. Lögð var áhersla á grunnfræðsluefni og verður það undirstaða næstu fræðsludaga. Herdís Ástráðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, formaður Innsýnar, setti fræðsludaginn og að því loknu voru fluttir fyrirlestrar. Hall- grímur Guðjónsson, læknir á Landspítala, fjallaði um „Irritable bowel syndrome, IBS“ og Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir á Rannsóknastofnun Háskólans, ræddi um vefjasýni. „Líffræði meltingarvegarins" nefndist fyrirlestur Hallgríms Guðjónssonar, læknis á Landspítal- anum, Þorsteinn Blöndal, læknir á Landspítala, fjallaði um líffærafræði lungna og Mímir Arnórsson, lyfjafræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, fjallaði um lyfjafræði. Að loknu matarhléi flutti Ásgeir Theodórs, læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og St. Jósefsspítala, fyrirlestur um líffærafræði gallvega og Þorvaldur Sigurðsson, tæknifræðingur, fjallaði um uppbyggingu speglanatækja. Kjartan Örvar, læknir á St. Jósefsspítala, ræddi um meðferð við bólgusjúkdómum í ristli eftir speglun og Bergþóra Karlsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, var með hugleiðingu sem hún nefndi „einmana og einskis nýt“ en þar fjallaði hún um offitu kvenna. Fræðslu- daginn sóttu 40 manns og var hann að sögn þátttakenda vel heppnaður. Austurland - bar sem tækifærin bjóðast! Heilbrigðisstofnun Austurlands er ný stofnun þar sem sjúkrahús og heilsugæslustöðvar á Austurlandi, allt frá Vopnafirði til Djúpavogs, sameinast í öfluga heild. Við leitum eftir öflugu fagfólki í heilbrigðisþjónustu sem hefur vilja og metnað til að taka þátt í þróunar- og skipulagsstarfi hinnar nýju stofnunar og starfa að þeim markmiðum að: - móta öfluga stofnun, sem veitir góða þjónustu - vera forustuafl í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni - framfylgja starfsmannastefnu með áherslu á mikilvægi hvers starfsmanns - gefa starfsmönnum tækifæri til náms og rannsókna á sínu sviði með samvinnu við aðrar stofnanir - skapa möguleika fyrir sérhæfingu og nýta sérþekkingu hvers starfsmanns sem best - nýta sameinaða krafta starfsmanna í boði eru áhugaverð og gagnleg störf í landshluta þar sem náttúrufegurð er rómuð, tækifæri til hverskonar tómstundastarfa og val um ólíka búsetumöguleika. Hiúkrunarfræðingar - Seyðisfiörður. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við Heilbrigðisstofnunina á Seyðisfirði, á sjúkradeild. Sjúkradeildin er í nýlegu húsnæði þar sem öll aðstaða til hjúkrunar og umönnunar er mjög góð. Hluti deildarinnar er afmarkaður, þar sem vistaðir eru minnisskertir sjúklingar. Aðalviðfangsefni eru á sviði öldrunarhjúkrunar, en einnig er fengist við margskonar medicinsk vandamál, bæði bráð og langvarandi. Næturvaktir hjúkrunarfræðinga eru í formi bakvakta, heima. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefjandi starfi, hafðu þá samband við Þóru hjúkrunarforstjóra á sjúkradeild í síma 472-1406. norðungssjúkrahúsið, Neskaupstað Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga og til framtíðarstarfa. Hafið samband og kynnið ykkur kjörin. Upplýsingar gefur Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 477-1401. Heilbrigðisstofnunin, Egilsstöðum Hjúkrunarfræðing vantar til starfa við Heilbrigðisstofnunina á Egilsstöðum í júlí og ágúst. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga í fastar stöður í haust. Hringdu og fáðu upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra Höllu Eiríksdóttur í síma 471 -1400. 196 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.