Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Side 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Side 42
Fulltrúar íslands á stjórnarfundi SSN í Ósló i október 1997. hugmyndir þar um. Var samþykkt tillaga um þetta efni á fulltrúaþingi félagsins 20.-21. maí 1999 sem byggist á hugmyndum nefndarinnar. Nefndin hefur ekki lokið störf- um en þess er vænst að hún Ijúki störfum á næsta starfstímabili stjórnar. Samstarfsnefnd um menntunarmál hefur gert tillögur um framtíðarskipan viðbótarnáms fyrir hjúkrunarfræðinga er leiði til sérhæfingar innan hjúkrunar, og stjórn félagsins hefur samþykkt þær fyrir sitt leyti. í janúar 1998 hófst nám á vegum Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands fyrir hjúkrunarfræðinga í svæf- ingar-, skurð- og gjörgæsluhjúkrun í samvinnu við náms- braut í hjúkrunarfræði og viðkomandi fagdeildir innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þess má geta að starfsmenntunarsjóður breytti á starfstímabilinu starfsreglum sínum að tilmælum stjórnar félagsins, í þá veru að styrkir vegna formlegs náms þar sem kostnaður er umfram venjubundinn innritunarkostnað í háskóla, skyldu hækkaðir. Geta hjúkrunarfræðingar fengið 45.000,- kr. styrki annað hvert ár vegna þessa. Námsbraut í hjúkrunarfræði býður nú upp á meistara- nám í hjúkrunarfræði. Fyrstu hjúkrunarfræðingarnir hófu nám til meistaragráðu á haustönn 1998 og mun næsti hópur hjúkrunarfræðinga hefja nám haustið 1999. Að frumkvæði félagsins var komið á tengslum milli The Royal College of Nursing í Bretlandi og heilbrigðisdeildar Háskól- ans á Akureyri, sem leiddi til þess að 12 hjúkrunarfræð- ingar hófu fjarnám í hjúkrun eftir þessari leið í janúar 1997. Fyrstu hjúkrunarfræðingarnir í þessum hópi eru að Ijúka námi nú í vor. Framhald hefur orðið á samstarfi þessara aðila, og nýr hópur hjúkrunarfræðinga hóf nám í byrjun árs 1999. Um 30 hjúkrunarfræðingar eru því í námi til meistaragráðu í hjúkrun við eða í tengslum við íslenska háskóla. Vísindasjóður félagsins hefur styrkt rannsóknir nokkurra hjúkrunarfræðinga sem eru í doktorsnámi samkvæmt umsóknum þeirra. Jafnframt hefur minningarsjóður Hans A. Hjartarsonar, sem er í vörslu félagsins, styrkt hjúkrunar- fræðinga í doktorsnámi. Fyrir kjarasamningana 1997 setti félagið fram kröfur um að bæta ákvæði um endurmenntun og námsleyfi hjúkr- unarfræðinga. Þessar kröfur náðu ekki fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur um árabil verið aðili að Alþjóðasambandi hjúkrunarfræðinga (ICN), Sam- vinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) og í Evrópusamstarfi um hjúkrunarrannsóknir (WENR). Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur virkan þátt í starfi SSN. Stjórn samtakanna mynda formenn aðildasamtakanna og hefur Ásta Möller verið 1. varaformaður SSN frá hausti 1996. Markmið samtakanna er að vinna að eflingu og þróun heilbrigðisþjónustu, einkum hjúkrunarþjónustu á Norðurlöndum. Hin síðari ár hefur þó meiri áhersla verið lögð á að ræða sameiginleg hagsmunamál hjúkrunarfræð- inga samkvæmt tillögu fulltrúa FÍH. SSN hefur í auknum mæli staðið fyrir opnum norrænum ráðstefnum fyrir hjúkr- unarfræðinga, svo sem gæðastjórnunarráðstefnu í Stokk- hólmi í febrúar 1996 og ráðstefnu um stjórnun í heil- brigðisþjónustu í Reykjavík í mars 1999. Aðildafélög eru sex, Sjúkrasystrafélag Föroya var formlega tekið inn í samtökin í september 1997. Á árinu 1997 var stofnaður ráðcjjafahópur innan SSN um þróun ICNR flokkunarkerfi hjúkrunargreininga sem unnið er að frumkvæði alþjóða- samtaka hjúkrunarfræðinga ICN. SSN gefur út fagtímaritið Várd i Norden og á Þorgerður Ragnarsdóttir sæti í ritnefnd fyrir hönd íslenskra hjúkrunarfræðinga. ICN eru alþjóðleg hagsmunasamtök hjúkrunarfræð- inga. Formaður félagsins tók þátt í fundi sem skipulagður var af ICN um kjara- og réttindamál í október ‘97. Ásta Möller var nýverið beðin um að taka sæti í stjórn og mun sitja til fulltrúaþings samtakanna árið 2001. Markmið 3 Að hafa samskipti við erlend samtök hjúkrunarfræðinga. WENfí Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er aðili að WENR (Workshop of European Nurse Researchers). Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun sjá um og halda hér á landi WENR ráðstefnuna árið 2000. PCN. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað að þiggja boð samtaka fastanefndar ESB um hjúkrunarmál um aðild og gerðist aðili að þeim í mars 1998. Samstarf evrópskra félaga hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæðra og Evrópudeildar Alþjóðaheilbrígðismálastofnunar- innar. Stofnfundur samstarfs Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar og evrópskra félaga hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæðra var haldinn í Grikklandi haustið 1997. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerðist aðili að þessu sam- starfi haustið 1998. 186 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.