Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 42
Fulltrúar íslands á stjórnarfundi SSN í Ósló i október 1997. hugmyndir þar um. Var samþykkt tillaga um þetta efni á fulltrúaþingi félagsins 20.-21. maí 1999 sem byggist á hugmyndum nefndarinnar. Nefndin hefur ekki lokið störf- um en þess er vænst að hún Ijúki störfum á næsta starfstímabili stjórnar. Samstarfsnefnd um menntunarmál hefur gert tillögur um framtíðarskipan viðbótarnáms fyrir hjúkrunarfræðinga er leiði til sérhæfingar innan hjúkrunar, og stjórn félagsins hefur samþykkt þær fyrir sitt leyti. í janúar 1998 hófst nám á vegum Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands fyrir hjúkrunarfræðinga í svæf- ingar-, skurð- og gjörgæsluhjúkrun í samvinnu við náms- braut í hjúkrunarfræði og viðkomandi fagdeildir innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þess má geta að starfsmenntunarsjóður breytti á starfstímabilinu starfsreglum sínum að tilmælum stjórnar félagsins, í þá veru að styrkir vegna formlegs náms þar sem kostnaður er umfram venjubundinn innritunarkostnað í háskóla, skyldu hækkaðir. Geta hjúkrunarfræðingar fengið 45.000,- kr. styrki annað hvert ár vegna þessa. Námsbraut í hjúkrunarfræði býður nú upp á meistara- nám í hjúkrunarfræði. Fyrstu hjúkrunarfræðingarnir hófu nám til meistaragráðu á haustönn 1998 og mun næsti hópur hjúkrunarfræðinga hefja nám haustið 1999. Að frumkvæði félagsins var komið á tengslum milli The Royal College of Nursing í Bretlandi og heilbrigðisdeildar Háskól- ans á Akureyri, sem leiddi til þess að 12 hjúkrunarfræð- ingar hófu fjarnám í hjúkrun eftir þessari leið í janúar 1997. Fyrstu hjúkrunarfræðingarnir í þessum hópi eru að Ijúka námi nú í vor. Framhald hefur orðið á samstarfi þessara aðila, og nýr hópur hjúkrunarfræðinga hóf nám í byrjun árs 1999. Um 30 hjúkrunarfræðingar eru því í námi til meistaragráðu í hjúkrun við eða í tengslum við íslenska háskóla. Vísindasjóður félagsins hefur styrkt rannsóknir nokkurra hjúkrunarfræðinga sem eru í doktorsnámi samkvæmt umsóknum þeirra. Jafnframt hefur minningarsjóður Hans A. Hjartarsonar, sem er í vörslu félagsins, styrkt hjúkrunar- fræðinga í doktorsnámi. Fyrir kjarasamningana 1997 setti félagið fram kröfur um að bæta ákvæði um endurmenntun og námsleyfi hjúkr- unarfræðinga. Þessar kröfur náðu ekki fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur um árabil verið aðili að Alþjóðasambandi hjúkrunarfræðinga (ICN), Sam- vinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) og í Evrópusamstarfi um hjúkrunarrannsóknir (WENR). Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur virkan þátt í starfi SSN. Stjórn samtakanna mynda formenn aðildasamtakanna og hefur Ásta Möller verið 1. varaformaður SSN frá hausti 1996. Markmið samtakanna er að vinna að eflingu og þróun heilbrigðisþjónustu, einkum hjúkrunarþjónustu á Norðurlöndum. Hin síðari ár hefur þó meiri áhersla verið lögð á að ræða sameiginleg hagsmunamál hjúkrunarfræð- inga samkvæmt tillögu fulltrúa FÍH. SSN hefur í auknum mæli staðið fyrir opnum norrænum ráðstefnum fyrir hjúkr- unarfræðinga, svo sem gæðastjórnunarráðstefnu í Stokk- hólmi í febrúar 1996 og ráðstefnu um stjórnun í heil- brigðisþjónustu í Reykjavík í mars 1999. Aðildafélög eru sex, Sjúkrasystrafélag Föroya var formlega tekið inn í samtökin í september 1997. Á árinu 1997 var stofnaður ráðcjjafahópur innan SSN um þróun ICNR flokkunarkerfi hjúkrunargreininga sem unnið er að frumkvæði alþjóða- samtaka hjúkrunarfræðinga ICN. SSN gefur út fagtímaritið Várd i Norden og á Þorgerður Ragnarsdóttir sæti í ritnefnd fyrir hönd íslenskra hjúkrunarfræðinga. ICN eru alþjóðleg hagsmunasamtök hjúkrunarfræð- inga. Formaður félagsins tók þátt í fundi sem skipulagður var af ICN um kjara- og réttindamál í október ‘97. Ásta Möller var nýverið beðin um að taka sæti í stjórn og mun sitja til fulltrúaþings samtakanna árið 2001. Markmið 3 Að hafa samskipti við erlend samtök hjúkrunarfræðinga. WENfí Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er aðili að WENR (Workshop of European Nurse Researchers). Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun sjá um og halda hér á landi WENR ráðstefnuna árið 2000. PCN. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað að þiggja boð samtaka fastanefndar ESB um hjúkrunarmál um aðild og gerðist aðili að þeim í mars 1998. Samstarf evrópskra félaga hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæðra og Evrópudeildar Alþjóðaheilbrígðismálastofnunar- innar. Stofnfundur samstarfs Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar og evrópskra félaga hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæðra var haldinn í Grikklandi haustið 1997. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerðist aðili að þessu sam- starfi haustið 1998. 186 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.