Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 48
Ný stjórn var kjörin á fulltrúaráðsþingi ‘99. Efri röð frá
vinstri: Erlín Óskarsdóttir, 1. varaformaður, Ingibjörg
Helgadóttir, gjaldkeri, Steinunn Kristinsdóttir, ritari.
Gerður Baldursdóttir, varamaður og Brynja Björk
Gunnarsdóttir, meðstjórnandi. Fremri röð: Erna
Einarsdóttir, meðstjórnandi, Herdís Sveinsdóttir,
formaður, Hildur Helgadóttir, 2. varaformaður og
Kristín Ólafsdóttir, varamaður.
Stjórn félagsins tilnefndi eftirtalda hjúkrunarfræðinga
sem fulltrúa sína í eftirtalin ráð og nefndir á vegum opin-
berra aðila:
Vísindasiðanefnd.
Dr. Auðna Ágústsdóttir og Dr. Kristín Björnsdóttir.
Siðaráð landlæknis.
Ólöf Ásta Ólafsdóttir situr áfram í Siðaráði landlæknis.
Hjúkrunarráð.
Ásta Möller er fulltrúi félagsins í Hjúkrunarráði og er skipuð
til fjögurra ára.
Gæðaráð á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis.
Margrét Björnsdóttir var tilnefnd af hálfu félagsins í þetta
ráð og Laura Scheving Thorsteinsson varamaður.
Starfshópur til að vinna að stefnumótun í málefnum geð-
sjúkra.
Eydís Sveinbjarnardóttir var fulltrúi félagsins í þessari
nefnd. Nefndin hefur lokið störfum og skilaði ítarlegri
skýrslu til heilbrigðisráðherra haustið 1998.
Nefnd um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu.
Nefndin var á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis. Anna Lilja Gunnarsdóttir var fulltrúi félagsins í þess-
ari nefnd en Hildur Helgadóttir og síðar Sigríður Snæ-
björnsdóttir voru skipaðar varamenn. Nefndin lauk störfum
og skilaði ítarlegri skýrslu í ársbyrjun 1998.
Nefnd sem á að setja heilbrigðisþjónustunni mælanleg
markmið.
Nefndin er á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis. Ásta Möller er fulltrúi félagsins í þessari nefnd, en
nefndin skilaði skýrslu vorið 1999.
192
Nefnd um stefnumótun um hjúkrunarþjónustu i heilsu-
gæslu.
Nefndin var skipuð af heilbrigðisráðherra vorið 1997.
Nefndina skipuðu Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður,
Ásta Möller, Elín Hartmannsdóttir, G. Anna Eyjólfsdóttir,
Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir og Ragnheiður
Gunnarsdóttir. Nefndin hefur lokið störfum og skilað
skýrslu til ráðherra.
í samræmi við ákvörðun fulltrúaþings 1997 um að félagið
skuli eiga aðild að samtökum þar sem hjúkrunarfræðingar
koma við sögu eða geta verið stefnumarkandi ákvað
stjórn félagsins að taka þátt í eftirfarandi samtökum:
• Stofnfélagi að samtökum um „Samstöðu gegn
kynferðisofbeldi".
• Félagið gerðist aðili að Öldrunarráði (slands í samræmi
við samþykkt fulltrúaþings félagsins 1997.
• Félagið skipaði tvo hjúkrunarfræðinga í starfshóp heil-
brigðisstarfsmanna um tóbaksvarnir, að áskorun ráð-
stefnu um „Hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í tóbaks-
vörnum“ sem haldin var á Egilsstöðum 1998. Þuríður
Backman og Ingileif Ólafsdóttir eru fulltrúar hjúkrunar-
fræðinga í starfshópnum.
Stjórn félagsins veitti umsagnir um eftirtalin frumvörp og
þingsályktunartillögur frá Alþingi, ráðuneytum og land-
lækni: Frumvörp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði,
um fæðingarorlof, um skipunartíma stjórnenda sjúkrahúsa
og heilsugæslustöðva, um lífsýni og um dánarvottorð.
Einnig voru veittar umsagnir um þingsályktunartillögur:
Um þjónustugjöld í heilsugæslu, um réttarstöðu íbúa á
hjúkrunar- og dvalarheimilum, um málefni langsjúkra
barna, um öryggismiðstöð barna, um aukinn rétt foreldra
vegna veikinda barna, um aðgerðir til að draga úr
þunglyndi kvenna og um smásölu á tóbaki.
Umsagnir félagsins til heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis.
• Drög að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur heil-
brigðisstarfsmanna, en það frumvarp var ekki lagt fram
á Alþingi.
• Drög að skýrslu nefndar um forgangsröðun í heil-
brigðisþjónustu, en umsögn félagsins birtist meðal
annars í hefti ráðuneytisins, þar sem skýrsla nefndar-
innar var birt.
Umsagnir til landlæknis:
• Drög embættisins að skýrslu um áhersluþætti heil-
brigðisþjónustu í fangelsum.
í ýmsum tilvikum var leitað umsagnar fag- og eða
svæðisdeilda við undirbúning umsagna félagsins til stjórn-
valda.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999