Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 49
Jafnframt sendi félagið fyrirspurn til landæknis um um heilbrigðisþjónustu á dvalarheimilum aldraðra og um skil- greiningu á neyðarþjónustu. Félagið vinnur nú að umsögnum um drög að stefnu í upplýsingamálum heilbrigðiskerfisins og um heilbrigðis- áætlun til ársins 2005. Stjórn félagsins stóð fyrir námskeiðum um kjaramál og túlkun kjarasamninga fyrir stjórnendur í hjúkrun. 4. Þjónusta og uppbygging félagsins Markmið 1 Að veita hjúkrunaríræðingum góða og viðeigandi þjónustu í fag- og stéttaríélagslegum málefnum. Skrifstofa félagsins hefur lagt sig fram um að veita þeim sem þangað leita góða þjónustu og sem réttastar upplýsingar hverju sinni. í því sambandi hefur félagið gefið út handbók fyrir hjúkrunarfræðinga, sem send er öllum hjúkrunarfræðingum þeim að kostnaðarlausu, og gefið út efni fyrir trúnaðarmenn. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að vinna eftir þeim þeim stöðlum sem starfáætlunin setur og að jákvætt viðhorf mæti þeim sem til félagsins leita. Til þess m.a. að meta gæði þjónustu félagsins var, í samræmi við starfsáætlun félagsins fyrir 1997-99, áætlað að gera viðhorfskönnun meðal hjúkrunarfræðinga um þjónustu félagsins. Stjórn félagsins ákvað hins vegar af fjárhagsástæðum að fresta gerð slíkrar könnunar. Á undanförnum árum hefur aukist ásókn í aðstöðu félagsins til félags- og fræðslustarfsemi á vegum fagdeilda félagsins og annarra samtaka sem hjúkrunarfræðingar tengjast. Hefur stjórn félagsins lagt til í starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfsárs að aðstaða til ráðstefnu- og námskeiðahalds verði bætt, en á sama tíma verði hætt útleigu salar til almennra veisluhalda svo sem vegna giftinga og ferminga. Stjórn félagsins ákvað að fresta gerð viðhorfskönnunar meðal félagsmanna, en leggja frekar áherslu á að gera könnun á vinnuálagi á hjúkrunarfræðinga. Markmið 2 Að uppbygging og starísemi félagsins leiði til lýðræðis- legrar ákvarðanatöku um málefni hjúkrunar og hjúkrunaríræðinga. Stjórn félagsins hefur leitast við að ráðfæra sig við svæðis- og fagdeildir og viðkomandi nefndir þegar málefni sem tengjast tilteknu sviði eru til umfjöllunar. Jafnframt hafa fjöl- margir hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu á ákveðnu sviði verið kallaðir til ráðgjafar í einstökum málum, eða framlags þeirra óskað í vinnu í nefndum eða ráðum á vegum félagsins. Nær undantekningarlaust hafa hjúkrun- arfræðingar tekið því vel að sinna slíkri vinnu og hefur það verið ómetanlegt fyrir félagið. Á starfsárinu voru fjölmargir vinnustaðafundir haldnir Frá Hjúkrun ‘99, Hildigunnur Svavarsdóttir i ræðustól. víða um land í tengslum við gerð kjarasamninga, aðlög- unarsaminga og uppsagnir hjúkrunarfræðinga á heilbrigð- isstofnunum. Á starfstímabilinu hafa alls fimm félagsráðsfundir verið haldnir. Á fundunum var aðallega fjallað um stefnumótun félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum auk annarra mála, til dæmis siðareglur hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar- heiti. í tengslum við fundi í félagsráði hafa verið haldnir fundir með fulltrúum svæðisdeilda, 2-3 á ári, þar sem sérstök málefni sem snerta svæðisdeildirnar hafa verið til umfjöll- unar og teknar ákvarðanir varðandi fjárhagsáætlanir og starfsáætlanir verið skoðaðar. Formaður og hagfræðingur félagsins hafa á starfs- tímabilinu sótt fundi með öllum svæðisdeildum félagsins í tengslum við gerð kjara- og aðlögunarnefndarsamninga, auk þess sem fulltrúar félagsins fóru á fundi um allt land til að kynna breytingar í lífeyrismálum hjúkrunarfræðinga. Önnur málefni: Samstarf við BHM Á aðalfundi BHM í mars 1998 var Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, endurkjörin í stjórn samtakanna. Á aðalfundi BHM sem haldinn var vegna sérstakra aðstæðna í október 1998 kom Elínborg Stefáns- dóttir inn í stjórn BHM í stað Ástu. í miðstjórn banda- lagsins eiga sæti Ásta Möller og Elínborg Stefánsdóttir, en Hildur Einarsdóttir er til vara. Vigdís Jónsdóttir, hagfræð- ingur, hefur setið miðstjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi vegna starfa sinna fyrir félagið. Á undanförnum mánuðum hefur farið fram mikil starf innan samtakanna vegna skipulagsmála, með það að markmiði að skilgreina betur verkaskiptingu milli aðildar- 193 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.