Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 55
Kjörnefnd:
Orlofsnefnd:
Ritnefnd:
Siða- og
sáttanefnd:
Vinnuvernd:
Gæðastjórnunar-
nefnd:
Endurskoðendur:
Pálína Tómasdóttir, varamaður
Sólveig Þorleifsdóttir, varamaður
Erlín Óskarsdóttir
Guðrún Thorstensen
Gyða Halldórsdóttir
Sesselja Jóhannesdóttir, varamaður
Ásta Rönning
Hanna I. Birgisdóttir
Hólmfríður Geirdal
Hólmfríður Traustadóttir
Sigríður K. Jóhannsdóttir
Anna Lóa Magnúsdóttir, varamaður
Ásta Stefánsdóttir, varamaður
Helga Lára Helgadóttir
Sigþrúður Ingimundardóttir
Sjöfn Kjartansdóttir
Sigríður Halldórsdóttir
Regína Stefnisdóttir, varamaður
Kristín Björnsdóttir, varamaður
Anna Sigríður Indriðadóttir
Þóra I. Árnadóttir
Þorbjörg J. Guðmundsdóttir
Dagrún Hálfdánardóttir, varamaður
Anna Björg Aradóttir
Björg Árnadóttir
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir
Unnur Ragnarsdóttir
Margrét Magnúsdóttir
Sigrún Gunnarsdóttir, varamaður
Svava Jónsdóttir, varamaður
Margrét Björnsdóttir
Laura Sch. Thorsteinsson
Björg Guðmundsdóttir
Vilborg Ingólfsdóttir
Ásta Thoroddsen
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir,
varamaður
Ingibjörg Ásgeirsdóttir, varamaður
Elín J. G. Hafsteinsdóttir
Sigurveig Sigurðardóttir
Ásta Möller óskaði þeim sem hlutu kosningu innilega til
hamingju og þá sérstaklega nýkjörnum formanni, Herdísi
Sveinsdóttur, og afhenti henni við þetta tækifæri nælu ICN
sem tákn um formannaskiptin.
Önnur mál
Undir liðnum önnur mál samþykkti þingið að Vigdís
Magnúsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og forstjóri
Ríkisspítala, yrði gerð að heiðursfélaga Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Þá var samþykkt að unnið verði mark-
visst að viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga og
tillögur samstarfsnefndar FÍH um menntunarmál verði
hafðar til hliðsjónar. Samþykkt var tillaga stjórnar um að
gjald í vinnudeilusjóð FÍH verði áfram 0,3% af heildar-
launum félagsmanna árin 2000-2001 og voru þingfulltrúar
á eitt sáttir um nauðsyn þess að eiga sterkan vinnu-
deilusjóð. Umræða kom upp um hvort væri með einhverju
móti hægt að komast hjá tvísköttun þegar borgað væri úr
sjóðnum og rætt mikilvægi þess að kanna það. Þá var
samþykkt ályktunartillaga frá stjórn FÍH að fulltrúaþingið
skori á stjórnvöld að veita auknu fjármagni til námsbrautar
í hjúkrunarfræði þannig að hægt verði að auka nemenda-
fjölda um a.m.k. 30-40 nemendur á ári frá því sem nú er
vegna manneklu innan hjúkrunarstéttarinnar.
Með samþykki þingheims voru teknar til afgreiðslu
tillögur sem bárust eftir að þingið hófst en tvær þeirra voru
dregnar til baka og einni vísað til nýrrar stjórnar.
Ástu Möller var í þinglok þakkað ómetanlegt og óeigin-
gjarnt starf í þágu félagsins á undanförnum árum og
óskað velfarnaðar í nýju starfi. Fráfarandi formanni voru
afhent blóm og bókargjöf frá félaginu og gjöf frá fulltrúum
þingsins með kæru þakklæti.
Vigdísi Jónsdóttur, hagfræðingi félagsins, voru einnig
færð blóm að gjöf frá félagsmönnum fyrir einstaka vinnu
fyrir hönd félagsmanna. Ásta Möller þakkaði fyrir sig, m.a.
fráfarandi stjórn fyrir gott samstarf, svo og fulltrúum,
fundarstjórum og riturum. Hún bauð nýja stjórnarmeðlimi
velkomna til starfa og þá sérstaklega nýjan formann og
óskaði þeim velfarnaðar í starfi sínu á komandi árum.
Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga, þakkaði fráfarandi stjórn og þingfulltrúum
góð störf og sleit þriðja fulltrúaþingi félagsins.
Steinunn Kristinsdóttir.
Fríður Brandsdóttir.
Námstefna í Svíþjóð
Women’s health
1 -5. nóvember 1999
Leiðbeinendur: Berit Schei, prófessor í heilbrigði
kvenna í Þrándheimi, Anna Hammarström, aðstoðar-
prófessor í heilbrigði fjölskyldunnar í Umeá. Barbro
Wijma, prófessor í heilbrigði kvenna í Linköping, sér
um skipulagningu. Þátttaka tilkynnist fyrir 19. ágúst,
námstefnan fer fram á ensku eða sænsku. Þátt-
takendur verða 10-20 og munu þeir fjalla um rann-
sóknir sínar á þessu sviði. Nánari upplýsingar, Barbro
Wijma sími 013/222000, netfang BarWi@gyn.liu.se
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
199