Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 44
Fjórða árs nemar i námsbraut í hjúkrunarfræði í heimsókn á Suðurlandsbraut 22 vorið 1998. framgangskerfi árið 1999 þar sem hjúkrunarfræðingar eiga möguleika á launahækkunum vegna sérstaks mats á starfi þeirra og frammistöðu. Núna er verið að þróa framgangs- kerfi fyrir hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum víða um land. Tekið hefur verið í notkun framgangskerfi fyrir hjúkr- unarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og unnið er að því að taka slík kerfi í notkun hjá Ríkisspítölum, Heilsugæslunni í Reykjavík og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Á fleiri heilbrigðisstofnunum er einnig hafin þróun á slíkum kerfum. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Fteykjavíkur og Ríkisspítölum sem áttu að taka gildi 1. júlí 1998. Um 70-80% hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ríkisspítölum, svo og fjölmargir hjúkrunarfræðingar á öldrunarstofnunum og heilsugæslustöðvum á Reykjavíkur- svæðinu, sögðu upp störfum frá og með 1. apríl 1998. Uppsagnirnar áttu að taka gildi 1. júlí 1998. Ástæða upp- sagnanna var óánægja með launakjör. Hjúkrunarfræðingar báru kjör sín einkum saman við kjör annarra háskóla- manna í opinberri þjónustu, bæði innan og utan heil- brigðisstofnana. Aðlögunarnefndarsamningar í nýju launakerfi áttu að vera tilbúnir fyrir 1. febrúar 1998, en fyrri hluta ársins hvorki gekk né rak að ná ásættanlegum samningum á stærstu vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Uppsagnir hjúkr- unarfræðinga ollu því meðal annars að viðræður hófust að nýju um aðlögunarnefndarsamninga á Sjúkrahúsi Reykja- víkur og Ríkisspítölum nokkrum dögum áður en fyrirséð var að um 70-80% hjúkrunarfræðinga myndu hætta störf- um á þessum stofnunum. Skrifað var undir aðlögunar- nefndarsamning 30. júní 1998, aðeins nokkrum klukku- stundum áður en uppsagnirnar áttu að taka gildi. Launa- hækkun samkvæmt þeim samningi átti að vera um 16% umfram það sem félagið var áður búið að semja um í miðstýrðum samningum. Einnig var samið um að taka í gildi framgangskerfi fyrir hjúkrunarfræðinga árið 1999 og að sett yrði ákveðin lágmarksfjárhæð í að koma því kerfi á 188 laggirnar. Þessi niðurstaða þýddi að laun hjúkrunarfræð- inga myndu á samningstímabilinu hækka um að minnsta kosti 40% að meðaltali. Það er hins vegar Ijóst núna að allar llkur eru á því að laun hjúkrunarfræðinga hækki mun meira, jafnvel allt að 50% á samningstímabilinu. Hjúkrunarfræðingum hefur á undanförnum árum tekist með samstöðu og áræðni að tryggja stéttinni kjarabætur sem eru mun meiri en nokkur önnur starfsstétt hefur notið á þessu samningstímabili og meiri kaupmáttaraukningu en dæmi eru um um áratuga skeið. Samningur við Tryggingastofnun ríkisins um hjúkrun í heimahúsum. Nýr samningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins var undirritaður 30. apríl 1998. Samningsgerð hafði tekið langan tíma, þar sem óvissa ríkti um áframhald starfsemi sjálfstætt starfandi hjúkrunar- fræðinga. Með undirritun þessa samnings í apríl 1998 hefur samningur félagsins við TR um hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma og slysa komist af tilraunastigi. Með samningnum opnast fleiri möguleikar en áður fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa starfsleyfi til að tengjast heil- brigðisstofnunum og sérdeildum þeirra og þar er tryggt að þjónustan verði samfelldari við sjúklinga sem vilja vera heima, en hafa þörf fyrir tengsl við sjúkrastofnanir. Vegna mikillar eftirspurnar eftir þessari þjónustu hefur félagið unnið að þvl að fá fleiri leyfi inn í samninginn. Félagið hefur aðstoðað marga hjúkrunarfræðinga við að gera ráðningarsamninga við atvinnurekendur. Allir félagsmenn sem leita til félagsins geta nú fengið aðstoð við gerð ráðningarsamninga. Á stærri vinnustöðum byggj- ast ráðningarsamningar yfirleitt á stöðluðum eyðublöðum sem gerð eru á grundvelli samnings milli BHM, BSRB, ASÍ og fjármálaráðuneytisins um reglur um form ráðningar- samninga og skyldu til að upplýsa starfsmenn um ráðningarkjör. Það eru því einkum hjúkrunarfræðingar sem vinna á smærri stofnunum/fyrirtækjum sem leita til félags- ins um aðstoð við gerð ráðningarsamninga. Félagið hefur hvatt hjúkrunarfræðinga til að taka virkan þátt í umræðu um breytingar á rekstri heilbrigðisþjónustu og að vera virkir þátttakendur í hugsanlegum breytingum. Félagið rekur nú meðal annars mál fýrir dómstólum til að verja hagsmuni hjúkrunarfræðings sem var sagt upp störf- um fyrirvaralaust vegna þess að hún tók þátt í forvali vegna byggingar og reksturs hjúkrunarheimilis fyrir aldraðra. Markmið 2: Að nýta hugmyndir um jafnrétti til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur á síðustu tveimur árum safnað miklum upp- lýsingum um laun og launamun milli hjúkrunarfræðinga annars vegar og hins vegar ýmissa hópa sem skipaðir eru Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.