Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 5
Formannspistill Starfið framundan Herdís Sveinsdóttir Ásta Möller, fráfarandi formaður, sagði í sínum síðasta formannspistli að formaður hjúkraði hjúkrunarfræð- ingum svo þeir gætu hjúkrað sjúklingum. Mér er Ijúft að takast á við það hlutverk að hjúkra hjúkrunar- fræðingum og mun tíminn leiða í Ijós gæði hjúkrunarinnar. í þessu tölublaði er fjallað um nýafstaðið fulltrúaþing. Á þinginu var samþykkt lagabreyting sem felur í sér að hér eftir skuli efnt til allsherjar- atkvæðagreiðslu við formannskjör. Fagna ég mjög þeirri samþykkt. Vissulega hafa margir haft samband við mig á undanförnum mánuðum og lýst yfir stuðningi við mig í embætti formanns. Færi ég þeim öllum mínar bestu þakkir. FHitt er þó Ijóst að formaður veit ekki um raun- verulegan stuðning án undangeng- innar allsherjaratkvæðagreiðslu. Tel ég þessa lagabreytingu því styrkja embætti formanns félagsins. í blaðinu er einnig útdráttur úr skýrslu fráfarandi stjórnar. Þar ber hæst árangur í kjaramálum en umtalsverðar launahækkanir náðust samfara gildistöku nýs kjarasamn- ings. Skýrslan endurspeglar einnig að hjúkrunarfræðingar eru orðnir öflug heilbrigðisstétt og hafa mikil áhrif á þróun heilbrigðisþjónustunnar. Hvet ég hjúkrunarfræðinga eindregið til að kynna sér skýrslu stjórnar sem og aðrar skýrslur sem komið hafa út á vegum félagsins á undanförnum tveimur árum og greint hefur verið frá í tímaritinu. Þær endurspegla að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitast við að taka á ábyrgan hátt á ýmsum þeim málum er varða íslenska heilbrigðisþjónustu. íslenskir hjúkrunarfræðingar geta verið stoltir af framlagi sínu. í þessum fyrsta formannspistli mínum vil ég þó gera smá grein fyrir starfsáætlun stjórnar sem samþykkt var á nýafstöðnu fulltrúaþingi, því á starfsáætluninni byggir stjórnin störf sín næstu tvö ár. Starfsáætluninni er skipt í fjóra þætti: Menntun og fag- mennsku, kjara- og réttindamál, áhrif á þróun heilbrigðisþjónustunnar/lög og reglugerðir og þjónustu og upp- byggingu félagsins. Sá þáttur sem ég þekki best er menntunarþátturinn og eins og kemur fram í viðtali ritstjóra við mig í blaðinu hef ég hug á að stuðla að uppbyggingu á viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga. í því sambandi er vert að hafa í huga að hjúkrunarfræðingar bera sjálfir að mestu leyti kostnað af símenntun. Ég tel því mikilvægt að vinna í gegnum kjarasamninga að því að bæta ákvæði um endurmenntun og námsleyfi hjúkrunarfræðinga, eins og lagt er til í starfsáætluninni. í kjara- og réttindamálum tel ég brýnt að styðja hjúkrunarfræðinga til að þeir geti tekist á við aukna ábyrgð varðandi launaákvarðanir á vinnu- stöðum. í nýju launakerfi eru færni og hæfni einstaklingsins grundvöllur að ákvörðun um laun. Hjúkrunarfræð- ingar eru ekki vanir því að rökstyðja hæfni sína. Félagið verður að tryggja að hógværð þeirra eða vankunnátta í að vinna umsóknir til framgangs standi ekki í vegi fyrir réttmætum framgangi og þar með launahækk- unum. í febrúarblaði tímaritsins var fjallað ítarlega um framgangskerfi hjúkrunarfræðinga og tel ég mikilvægt að fylgjast með hvernig hjúkrunar- fræðingum tekst að tileinka sér hugsunarhátt hins nýja kerfis. Starfsáætlunin gerir enn fremur ráð fyrir að félagið vinni að því að skipulag heilbrigðisþjónustunnar sé grundvallað á þörfum þeirra sem þjónustuna nýta á hverjum tíma og að tryggt sé að viðhorf og hugmyndir hjúkrunarfræðinga, hafi áhrif á heilbrigðismál. Að þessu mun nýkjörin stjórn vinna af kostgæfni. Að lokum eiga allir félagsmenn rétt á að sækja til félagsins ráðgjöf um málefni hjúkr- unar og á félagið að gæta hagsmuna þeirra samkvæmt 6. gr. laga félagsins. Hjúkrunarfræðingar eru öflug stétt og í sameiningu eru okkur flestir vegir færir. Ég horfi björtum augum til fram- tíðarinnar og mun leitast við að halda áfram á þeirri farsælu braut sem mörkuð hefur verið frá stofnun félagsins. Opidallan sólar- hringinn alla daga ársins HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 • Sími 581 2101 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.