Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 5
Formannspistill Starfið framundan Herdís Sveinsdóttir Ásta Möller, fráfarandi formaður, sagði í sínum síðasta formannspistli að formaður hjúkraði hjúkrunarfræð- ingum svo þeir gætu hjúkrað sjúklingum. Mér er Ijúft að takast á við það hlutverk að hjúkra hjúkrunar- fræðingum og mun tíminn leiða í Ijós gæði hjúkrunarinnar. í þessu tölublaði er fjallað um nýafstaðið fulltrúaþing. Á þinginu var samþykkt lagabreyting sem felur í sér að hér eftir skuli efnt til allsherjar- atkvæðagreiðslu við formannskjör. Fagna ég mjög þeirri samþykkt. Vissulega hafa margir haft samband við mig á undanförnum mánuðum og lýst yfir stuðningi við mig í embætti formanns. Færi ég þeim öllum mínar bestu þakkir. FHitt er þó Ijóst að formaður veit ekki um raun- verulegan stuðning án undangeng- innar allsherjaratkvæðagreiðslu. Tel ég þessa lagabreytingu því styrkja embætti formanns félagsins. í blaðinu er einnig útdráttur úr skýrslu fráfarandi stjórnar. Þar ber hæst árangur í kjaramálum en umtalsverðar launahækkanir náðust samfara gildistöku nýs kjarasamn- ings. Skýrslan endurspeglar einnig að hjúkrunarfræðingar eru orðnir öflug heilbrigðisstétt og hafa mikil áhrif á þróun heilbrigðisþjónustunnar. Hvet ég hjúkrunarfræðinga eindregið til að kynna sér skýrslu stjórnar sem og aðrar skýrslur sem komið hafa út á vegum félagsins á undanförnum tveimur árum og greint hefur verið frá í tímaritinu. Þær endurspegla að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitast við að taka á ábyrgan hátt á ýmsum þeim málum er varða íslenska heilbrigðisþjónustu. íslenskir hjúkrunarfræðingar geta verið stoltir af framlagi sínu. í þessum fyrsta formannspistli mínum vil ég þó gera smá grein fyrir starfsáætlun stjórnar sem samþykkt var á nýafstöðnu fulltrúaþingi, því á starfsáætluninni byggir stjórnin störf sín næstu tvö ár. Starfsáætluninni er skipt í fjóra þætti: Menntun og fag- mennsku, kjara- og réttindamál, áhrif á þróun heilbrigðisþjónustunnar/lög og reglugerðir og þjónustu og upp- byggingu félagsins. Sá þáttur sem ég þekki best er menntunarþátturinn og eins og kemur fram í viðtali ritstjóra við mig í blaðinu hef ég hug á að stuðla að uppbyggingu á viðbótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga. í því sambandi er vert að hafa í huga að hjúkrunarfræðingar bera sjálfir að mestu leyti kostnað af símenntun. Ég tel því mikilvægt að vinna í gegnum kjarasamninga að því að bæta ákvæði um endurmenntun og námsleyfi hjúkrunarfræðinga, eins og lagt er til í starfsáætluninni. í kjara- og réttindamálum tel ég brýnt að styðja hjúkrunarfræðinga til að þeir geti tekist á við aukna ábyrgð varðandi launaákvarðanir á vinnu- stöðum. í nýju launakerfi eru færni og hæfni einstaklingsins grundvöllur að ákvörðun um laun. Hjúkrunarfræð- ingar eru ekki vanir því að rökstyðja hæfni sína. Félagið verður að tryggja að hógværð þeirra eða vankunnátta í að vinna umsóknir til framgangs standi ekki í vegi fyrir réttmætum framgangi og þar með launahækk- unum. í febrúarblaði tímaritsins var fjallað ítarlega um framgangskerfi hjúkrunarfræðinga og tel ég mikilvægt að fylgjast með hvernig hjúkrunar- fræðingum tekst að tileinka sér hugsunarhátt hins nýja kerfis. Starfsáætlunin gerir enn fremur ráð fyrir að félagið vinni að því að skipulag heilbrigðisþjónustunnar sé grundvallað á þörfum þeirra sem þjónustuna nýta á hverjum tíma og að tryggt sé að viðhorf og hugmyndir hjúkrunarfræðinga, hafi áhrif á heilbrigðismál. Að þessu mun nýkjörin stjórn vinna af kostgæfni. Að lokum eiga allir félagsmenn rétt á að sækja til félagsins ráðgjöf um málefni hjúkr- unar og á félagið að gæta hagsmuna þeirra samkvæmt 6. gr. laga félagsins. Hjúkrunarfræðingar eru öflug stétt og í sameiningu eru okkur flestir vegir færir. Ég horfi björtum augum til fram- tíðarinnar og mun leitast við að halda áfram á þeirri farsælu braut sem mörkuð hefur verið frá stofnun félagsins. Opidallan sólar- hringinn alla daga ársins HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 • Sími 581 2101 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999 149

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.