Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 33
'HjÁ kínim OjfirAi^iAA llAAÍl/i UOH Á& \)AXA Andleg aðhlynning aðstandenda á gjörgæsludeild fíósa Kristjánsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur, flutti erindi á málþinginu sem hún nefndi andleg aðhlynning aðstandenda á gjörgæsludeild. Hún var spurð hverjir væru mikilvægustu þættir í fari starfs- fólks varðandi aðhlynningu aðstandenda sjúklinga á gjörgæsludeild. „Fyrstu kynni aðstandenda af starfsfólki deildarinnar og það viðmót sem það mætir er að mínu mati sá grunnur sem skapast og segir til um hvernig framhaldið verður. Manneskja sem þjáist af vanmætti, kvíða og óvissu er svo varnarlaus að hún þarfnast þess að á móti henni sé tekið af hlýju, að við séum sönn í okkar framkomu og getum sett okkur í spor annarra og sýnt samhygð. Við megum ekki gleyma því að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Að mínu mati eru þrír þættir mikilvægastir varðandi viðmót okkar til aðstandenda, þ.e. FRÆÐSLVX, NÆRVERA OG VIRÐING. Hvað fræðsluna snertir, þá er fólk rólegra ef það fær nægilegar upplýsingar og við byggjum einnig upp traust og vekjum vonir. Nærvera er ekki eitthvað flókið eða óútskýranlegt, það er oft hið einfalda sem verður erfitt. Það að gera ekkert, getur verið svo óskaplega erfitt. En hvers óskar sú mann- eskja sér helst sem haldin er miklum kvíða og óöryggi vegna þeirra aðstæðna sem hún er í? Nærveru einhvers sem er nátengdur henni, nærveru okkar sem erum með henni í aðstæðum hennar. Líkamleg nærvera þess sem treystir sér til að VERA er að mínu mati það besta sem hægt er að bjóða. Hvað við segjum eða látum ósagt skiptir ekki næstum því eins miklu máli. Það er mannlegt í erfiðum aðstæðum að finna til með samferðafólki sínu, en starfið krefst þess af okkur að við getum þó sýnt stillingu og miðlað ró. Ef við höfum misst vonina er vonlaust fyrir okkur að hjálpa öðrum að eignast hana. Sterkasta vonin sprettur oft upp úr dýpstu örvinglaninni. Það versta sem kemur fyrir fólk í erfiðum aðstæðum er að finnast það yfirgefið. Hjá hinum yfirgefna nær enginn von að vaxa. Krafan um virðingu fyrir manneskjunni á sér djúpar rætur í vestrænni menningu enda óaðskiljanlegur hluti kristinnar kenningar. Mannleg samskipti eiga að einkennast af gagnkvæmri virðingu. Öll erum við sérstök í mannlegu samfélagi og gerum kröfu um að þarfir okkar séu viðurkenndar. Það að sýna virðingu, felur í sér að virða friðhelgi einstaklingsins svo og að viðurkenna sjálfsákvörðunarétt hans og sjálfstæði. Sem dæmi má nefna að reiði fylgir oft erfiðum aðstæðum hjá fólki, sú tilfinning er oft ekki viðurkennd og fær ekki eðli- lega útrás. Foreldrar, maki eða börn skjólstæðinga okkar sem standa ráðalausir frammi fyrir þeirri óvissu sem slys og erfið veikindi geta skapað finna oft til mikillar reiði, sem getur beinst að okkur sem höfum samskipti við aðstand- endur þennan tíma. En okkar er að virða þessar tilfinningar og reyna að hjálpa fólki að finna þeim eðlilegan faveg.“ Rósa starfar sem djákni á Landspítalanum og er spurð hvað felist í því starfi. „Stærstur hluti starfs míns er að veita skjólstæðingum og starfsfólki það sem kallað hefur verið sálgæsla. Markmið sálgæslunnar er að hjálpa fólki að takast á við lífsvanda sinn og nýta þá möguleika sem þeir hafa. Við þurfum að vera opin fyrir styrkleika fólks og hvernig það geti nýtt sér hann í erfiðum aðstæðum. Við lítum á manneskjuna í heild, fjölskyldu hennar og vini. í sálgæslu - sálusorgun, má segja að við sláumst í för með meðbræðrum okkar og systrum um lengri eða 177 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.