Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 62
'Hír. Kliðín. Puríður — £?in^m^ður Þrír hjúkrunarfræðingar voru kjörnir á þing í nýaf- stöðnum kosningum, þær Ingibjörg Pálmadóttir fyrir Framsóknarflokkinn, Ásta Möiler fyrir Sjálfstæðisflokk og Þuríður Backman fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt framboð. Þuríður er Reyk- víkingur: „Bjó í Reykjavík til '83, en þá fluttum við hjónin hingað austur á Egilsstaði." Hún segir þau hafa viljað breyta til og flytja út á land og hafi valið Egilsstaði vegna framhaldsskólans þar, þau hafi hvorki viljað búa á ísafirði né Akureyri og eista barnið var að hefja framhaldsskólanám. Aðalvandamálið hafi verið að fá húsnæði, þau leigðu fyrstu árin en búa nú í eigin húsnæði. Yngsta barnið er enn heima, en þau eldri eru flogin úr hreiðrinu. Elsta dóttirin er íþróttakennari að mennt og tveggja barna móðir í Reykjavík en sonurinn er í framhaldsnámi í Leipzig. Yngsta barnið er að Ijúka stúdentsprófi, frestaði því um eitt ár vegna söngnáms sem hann stundar fyrir austan. Þuríður lauk námi frá Hjúkrunarskóla (slands og fór svo í framhaldsnám á handlækninga- og lyflækningadeild við Nýja hjúkrunarskólann. Lengst af vann hún á gjörgæslu- og lyfjadeild í Reykjavík en fór svo að vinna við Heilsu- gæsluna á Egilsstöðum. „Fékk mikinn áhuga á forvörnum og fyrirbyggjandi heilsuvernd, var m.a. lengi f Tóbaks- varnarnefnd og lauk diplomanámi frá Heilbrigðisháskól- anum í Gautaborg er ég var hjúkrunarforstjóri á Egils- stöðum." Þuríður hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hjúkr- unarfræðinga, var í varastjórn HFÍ 1973-77, í stjórn frá 1977, þar af formaður 1977-1978, í stjórn Reykjavíkur- deildar HFÍ 1974-1977, í kjararáði HFÍ frá 1976, í SSN nefnd 1978 og í fræðslunefnd BSRB 1976-1979. Eftir svæðaskiptingu félagsins var hún fyrsti formaður Austur- landsdeildar Hjúkrunarfélags íslands. Hún hefur einnig setið í stjórn Krabbameinsfélags íslands og Tóbaksvarnarnefnd og er nú formaður í Krabbameinsfélagi Héraðssvæðis. Hún segist hafa verið á leið í meistaranám f hjúkrun í mörg ár, en alltaf hafi stjórnmálin tekið í taumana, fyrst bæjarmálin og nú landsmálin. „Ég hef verið átta ár í bæjar- stjórn, þar af forseti bæjarstjórnar síðustu fjögur árin. Ég var ákveðin í að hætta, sérstaklega eftir landsfund Alþýðu- bandalagsins sl. sumar, fann mig einhvern veginn ekki í breiðfylkingunni. Þar sem ég var varamaður Hjörleifs Guttormssonar á þingi, kynntist ég Vinstri hreyfingunni - grænu framboði og eftir það var ekki aftur snúið.“ Kosninganóttina segir hún hafa verið ótrúlega spenn- andi. „Ég var inni mest allan tímann, ýmist sem kjördæma- kjörin eða uppbótarþingmaður, datt út einu sinni en vissi ekki af því þar sem ég var á leiðinni í viðtal og er þangað kom var ég komin inn aftur! Kosningamiðstöð okkar vinstri - grænna var þjónustumiðstöð við tjaldstæðið sem skap- aði skemmtilega umgjörð utan um hátíðarhöldin kosninga- nóttina." Þuríður er mikil útivistarkona og hefur yndi af ferðalögum bæði innanlands og utan. Sjónvarpsáhorf- endur sáu hana að störfum í garði við hús sitt á Egilstöðum að loknum kosningunum og hún segist njóta þess að slaka af við störf í garðinum, en þau hjón hafa plantað um 100 mismunandi trjátegundum þar. Aðspurð um hvaða málum hún hyggist beita sér fyrir á þingi segir hún umhverfismálin vega þungt, svo og heilbrigðismál, byggðamál og þau mál almennt sem hafi höfðað til hennar hjá vinstri - grænum. „Að öðru leyti fer ég í alla þá vinnu sem ég verð sett í, það verður að öllum líkindum nóg að gera hjá okkur næstu vetur þar sem þingflokkurinn er ekki mjög stór.“ vkj 206 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.