Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 70
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfóik, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Halla Grétarsdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Ásdísi B. Þórbjarnardóttur sem tekur hér upp þráðinn. \\vA&(K Ifcið k ÍA vdjÁ? Ásdís B. Þórbjarnardóttir í huganum er ég stödd fyrir framan vegakort. Vegakortið er tákn fyrir þau 15 ár sem ég hef verið starfandi sem hjúkrunarfræðingur. Ég lít yfir farinn veg, sé sjálfa mig nýútskrifaða, standa fyrir framan vegakortið að íhuga allar leiðirnar. Þær eru svo margar, hvaða leið á að velja? Smám saman byrjar maður að feta sig áfram og prófa hinar ýmsu leiðir, sumar henta, aðrar ekki og hægt og rólega kemur sjálfsöryggið, þekkingin og innsæið gagnvart starfinu og þá fyrst fer að verða gaman að vinna þetta erfiða en gefandi starf. Það sem mér finnst að hafi leitt mig áfram í upphafi og fært mig þangað sem ég er stödd núna er aðallega tvennt: Annars vegar sú lífsskoðun foreldra minna að bera eigi virðingu fyrir öllu lífi, allar manneskjur séu mismunandi, hafi rétt á að tjá skoðanir sínar og láta hlusta á sig. Og hins vegar hendurnar á ömmu minni, sem var Ijósmóðir. Amma hafði einstakar hendur, þær voru bæði læknandi og líkn- andi. Hún snerti fólk mikið og fólk sótti í að fá hana til að nudda sig og snerta ef eitthvað var að. Mig hefur alltaf langað í svona hendur. Ég man að fyrstu árin, sem ég starfaði sem hjúkrunar- fræðingur, vantaði mig alltaf „eitthvað" sem gæfi mér sem hjúkrunarfræðingi enn meiri dýpt til að nálgast skjólstæð- inga mína. Ég man þegar ég las orð Virginiu Henderson, þar sem hún talar um að hjúkrunarfræðingar verði að komast undir „húð“ skjólstæðinga sinna. Aðeins þannig geti þeir skilið skjólstæðinga sína á þeirra forsendum og sett sig í spor þeirra. Ég hugsaði mikið um þetta og hvernig maður næði þvílíku innsæi. Ég prófaði nýja leið á vegakortinu og þá var ekki aftur snúið. Óhefðbundin meðferð í formi slökunar, sjónsköp- unar, fótanudds og ekki hvað síst pólunar gaf mér þá nálgun sem ég hafði leitað að. Þólun kennir manni að snerta líkamann meðvitað og hlusta með höndunum og öllum skynfærum sínum hvað viðkomandi líkami hefur að segja. Nærveran, rólegheitin og athyglin sem skjólstæð- ingurinn fær með slíkri meðferð, opnar margar víddir í samskiptum og tjáningu. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á síðustu árum sem sýna þörf sjúklinga til að taka þátt í eigin heilsueflingu og vera við stjórnvölinn á lífi sínu, en ekki afhenda „skrokkinn" til lagfæringar og vera sem óskrifað blað á einhverri sjúkrastofu. í dag eru sjúklingar hvattir til þess að vera virkir þátttakendur í eigin heilsu og taka stjórnina í sínar hendur. Þeirra er rétturinn til allrar ákvarðanatöku. Sjúklingar eru ánægðir með þetta hlutverk og þá ábyrgð sem það felur í sér að viðhalda heilsu sinni, Núna er í tísku að hugsa vel um sig bæði andlega og líkamlega. Ég tel að óhefðbundnar meðferðaraðferðir feli í sér ákveðið mótvægi við hefðbundna meðferð. Sjúklingar hrífast af þeim, þar sem þær endurspegla hina nýju þjóðfélagslegu áherslu á persónulega sjálfsábyrgð einstaklingsins. Ég finn að ég er stolt af því að vera hjúkrunarfræðingur. Mér finnst hjúkrun vera góð menntun og ég fyllist stolti í hvert skipti sem ég kynnist nýútskrifuðum hjúkrunarfræð- ingum. Þeir eru vel menntaðir og fullir af orku, tilbúnir að feta sig áfram eftir sínu vegakorti og prófa sínar leiðir. Látum umhyggju og fagmennsku, gagnvart skjólstæðing- um okkar og okkur sjálfum, haldast í hendur um ókomna tíð. Að lokum langar mig að vitna í orð Sören Kirkegaard: „Til þess að manni geti í raun heppnast að hjálpa annarri manneskju að komast úr einum stað á annan þá verður maður að mæta henni þar sem að hún er stödd og byrja þar. Þetta er leyndardómurinn að þaki allri hjálparlist." Ég skora á Arndísi Jónsdóttur, hjúkrunarfræðing hjá hjúkrunarþjónustunni Karitas að skrifa næsta Þankastrik. 214 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.