Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 31
Að oeYA ■sjiMhmuy' k kjörAÆsitAÁáiA - málþing deildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga Málþing var haldið á vegum deildar gjörgæsluhjúkrunar- fræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þann 30. apríl sl. Málþingið var haldið að Suðurlandsbraut 22 og fjallaði um líðan sjúklinga og aðstandenda þeirra á gjör- gæsludeildum. Fyrstur á mælendaskrá var Örn Sigurðs- son sem sagði frá reynslu sinni af því að vera aðstandandi sjúklings á gjörgæsludeild. Þá ræddu þeir Ágúst K. Karls- son og Jón Sigurðsson um hvernig það hefði verið að vera sjúklingur á gjörgæsludeild. Dagbjört Kristinsdóttir hjúkr- unarfræðingur flutti framsögu um þarfir aðstandenda alvarlega veikra sjúklinga á gjörgæslu, hvernig þeim væri mætt og hver mætir þeim. Þá fjallaði Rósa Kristjánsdóttir, djákni og hjúkrunarfræðingur, um andlega aðhlynningu aðstandenda og Arnfríður Magnúsdóttir ræddi um bráða- rugl sjúklinga á gjörgæslunni. Að loknum framsögu- erindum voru pallborðsumræður. Örn Sigurðsson fjallaði um að vera aðstandandi sjúklings á gjörgæsludeild. Flann sagði frá reynslu sinni er dóttir hans varð fyrir strætisvagni og slasaðist illa fyrir tveimur árum, höfuðkúpubrotnaði, fótbrotnaði, nefbrotnaði og fékk mar á heila. Flann sagðist hafa orðið undrandi á því aðstöðuleysi sem gjörgæslan býr við, þar væru mikil þrengsli og aðbúnaður langt á eftir tímanum. Gluggar væru óþéttir og þar sem það var norðanátt þegar þau hjónin komu á gjörgæsluna með dóttur sína, var vindasamt innan dyra vegna glugg- anna. Því hefðu þau þurft að fara heim til að sækja hlífðarföt. Starfsfólkið var greinilega vant þessum aðstæðum, því það var með hlífðarföt á staðnum og klæddi sig eftir veðri á deildinni. Öflugt hitatæki hafi hins vegar verið notað til að hita sjúklingunum. Sæmi- leg aðstaða hafi verið fyrir aðstandendur, hvíldarher- bergi, þar sem hægt var að komast í síma og fletta 3-4 ára gömlum tímaritum sem oft eru á slíkum bið- stofum. Flvað varðaði hjúkrunarfræðinga og störf þeirra á deildinni, sagði Örn að honum hefði þótt slæmt að ekki hefði verið talað við þau, nema um hagnýta hluti, hann sagðist hafa búist við að einhver sýndi þeim hlýju og samúð, eða þannig hugmyndir hefði hann haft um ímynd hjúkrunarfræðinga. Umönnun við barnið hafi falist í því að færa því mat eða lyf, það var mikið kvalið og átti erfitt með að drekka og borða. Þótt barnið hafi verið með fulla meðvitund taiaði hjúkrunarfræðingurinn við það í gegnum foreldrana. Það hafi ekki verið þrifið, var með sítt hár sem allt var útatað í blóði þannig að hárið klesstist við koddann. Flann sagðist þó hafa áttað sig á því hvað það væri erfitt að taka stöðugt við illa slösuðu fólki við lélegar aðstæður og mannfæð. Hjúkrunarfræðingarnir sem voru á vakt voru útkeyrðir, andlega og líkamlega og hann spurði hvort einhverjar reglur væru um hvað væri hægt að leggja mikið á fólk sem vinnur á gjörgæsludeildum eða hvort einhver fylgdist með því þegar álagið væri orðið of mikið. Að endingu bætti hann við að þótt sífellt væri verið að tala um áfalllahjálp hefði enginn boðið upp á slíkt fyrr en dóttir hans var útskrifuð tveimur vikum síðar, þá kom sálfræðingur og spurði hvort hann vildi fá áfallahjálp og fannst honum tilboðið koma nokkuð seint. Ágúst K. Karlsson fjallaði um hvernig það er að vera sjúklingur á gjörgæsludeildinni. Hann sagðist aldrei hafa kennt sér meins fyrr en fyrir einu ári, hann var þá 66 ára gamall. Heimilislæknirinn hitti hann á förnum vegi þar sem hann var á leið heim til sín og sjúkdómsgreindi hann á staðnum, sagði hann kominn með „bullandi" gulu og lagði hann inn til rannsóknar. Þar kom í Ijós að Ágúst var með æxli í gallgöngum, og við því var hann skorinn, en vegna innvortis blæðinga Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.