Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 30
hana frá venjulegum störfum svo lengi sem þau ógna heilsu og öryggi hennar og barnsins. Mest þarf að huga að mengun frá efnum eins og blýi, lífrænum leysiefnum og varnarefnum og mítósuheftandi efnum þar eð sum þeirra skiljast út í mjólkinni og barnið er talið vera sérstaklega viðkvæmt fyrir þeim. Mikilvægast er „að forðast" áhættu. Þegar atvinnurekendur fylgjast með áhættunni eins og lög mæla fyrir um er ólíklegt að konur sem hafa áfram börn á brjósti séu í hættu sem gerir það nauðsynlegt að bjóða þeim annað starf eða leysa þær frá venjubundnum störfum. Fagleg ráðgjöf sérfræðinga í atvinnusjúkdómum getur verið nauðsynleg í sérstökum tilvikum. Reglugerðin fæst hjá Vinnueftirliti ríkisins, eða á heimasíðu þess, en slóðin er: www.ver.is Að sögn Reynis Tómasar Geirssonar, prófessors á Kvennadeild Landspítalans, hefur verið tekið fullt tillit til kvenna sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða eru með barn á brjósti, a.m.k. þeirra sem starfað hafa á fæðingardeildinni, þótt engin formleg reglugerð hafi verið til fyrr en nú. „Það voru aðallega tveir staðir sem voru hættulegri en aðrir, hætta gat verið á fósturláti hjá hjúkrunarfræðingum sem voru á fyrstu vikum með- göngu og unnu við að blanda krabbameinslyf inni á deildum. Þessu var breytt í fyrra, nú koma lyfin tilbúin. Svæfingarlyf, eða glaðloftið svokallaða, gat einnig verið hættulegt Ijósmæðrum og hjúkrunarfræðingum, en það hefur verið notað sem verkjastillandi við fæð- ingar. Við notum nú minna af því en áður. Starfsfólk hér gerir sér einnig betur grein en margir aðrir fyrir mikilvægi þess að skipuleggja þunganir." Hann segir það aldrei hafa haft áhrif á ráðningar kvenna hvort þær væru þungaðar eða ekki. Yfirleitt væri reynt að hlífa þunguðum konum í vinnu og mikill vilji hafi verið til að breyta vinnutíma og störfum til að létta vinnuálag. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Landspítalanum, tekur undir orð Reynis og segir hafa myndast vinnuhefð í sambandi við þungaða hjúkr- unarfræðinga, einkum þó varðandi vaktabyrði. Þannig væru hjúkrunarfræðingar, sem komnir eru á 4. til 6. mánuð meðgöngunnar, ekki látnir taka gæsluvaktir, en breytingarnar sem gerðar eru á vaktafyrirkomulaginu eru þó alltaf í samráði við konurnar sjálfar. Hún nefndi einnig sérstaka blöndunarstöð, sem komið hefði verið upp í tengslum við lyfjaverslunina varðandi blöndun á krabbameinslyfjum, en sú aðstaða er gerð í samræmi við reglugerðir Evrópusambandsins. Þá hefði verið tekið tillit til hugsanlegra áhrifa röntgengeisla og þung- aðar starfskonur hefðu ekki tekið þátt í störfum þar sem hætta er á geislun. Hins vegar hefði ekki verið gert áhættumat varð- andi vinnu á deildum, svo sem geðdeildum, skurð- og svæfingardeild og það yrði eflasut gert í framtíðinni í kjölfar reglugerðarinnar. vkj Bók um heilsuvernd starfsmanna Heilbrigði - fólk - vinna um vinnuumhverfi og hjúkrun er heiti á bæklingi sem vinnuverndarnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lét þýða, stytta og staðfæra og félagið hefur nýlega gefið út. Bæklingurinn var fyrst gefinn út á dönsku árið 1992, en höfundar eru þrír danskir hjúkrunarfræðingar sem hafa lengi starfað við heilsuvernd starfsmanna. í fyrsta hluta bæklingsins er fjallað um kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarfræðinga sem starfa við heilsuvernd starfsmanna og vikið er að forvörnum og heilsueflingu. í næsta hluta er lýst verkefnum hjúkrunarfræðinga sem starfa við heilsu- vernd starfsmanna eða hjá vinnueftirlitsstofnunum eða á atvinnusjúkdómadeildum. í síðasta hlutanum er horft til framtíðar. Lögin um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum, nr. 46, 28. maí 1980, sem ganga venjulega undir heitinu vinnuverndarlögin, kveða á um að hverju fyrirtæki beri að gera skriflegan samning um heilsuvernd starfs- 174 manna við heilsugæslustöð eða sjúkrahús sem næst liggur og/eða auðveldast er að ná til. Þótt langt sé um liðið síðan lögin voru sett hafa þau ekki komist til framkvæmda nema að litlu leyti. Lengi hefur því verið rætt um nauðsyn þess að gera átak í þessum málum og nú þegar starfa einkafyrirtæki á þessu sviði hérlendis. Um þessar mundir er unnið að því að hrinda lögunum í framkvæmd á næsta ári. Þá ættu að skapast ný og mikil verkefni fyrir hjúkrunar- fræðinga sem hafa áhuga á forvarnarstarfi. Vinnuverndarnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sá það sem eitt af verkefnum sínum að undirbúa hjúkr- unarfræðinga fyrir störf á þessu sviði. Fyrsta skrefið var fyrrnefndur bæklingur sem er hugsaður sem eins konar kynningarrit. í undirbúningi er íslenskt rit um sama efni sem ætlunin er að gefa út síðar á þessu ári. Heilbrigði - fólk - vinna um vinnuumhverfi og hjúkrun er 38 bls. Ijósrit í brotinu A4. Bæklingurinn fæst hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og kostar 700 kr. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.