Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 32
þurfti að skera hann aftur. Upp úr þeirri aðgerð fékk hann sýkingu og þurfti að fara í einn uppskurð til viðbótar. í kjölfarið sagði hann mátt sinn hafa þorrið svo mikið að við tók vist á gjörgæslunni þar sem honum var haldið sofandi í 4 vikur því lítið var eftir af líkamlegu þreki. Hann sagði það erfiða reynslu að vera fangi í eigin líkama og erfitt að vera í þeirri stöðu að þurfa að tjá sig en geta ekki, eins og staðan var þegar hann var í öndunarvélinni. En að lokum hefði Jón Sigurðsson læknir, sem var næstur á mælendaskrá, leyst hann úr viðjum öndunarvélarinnar. Munnþurrkur hafi þjáð hann mjög og þorsti en hann átti afar erfitt með að gera sig skiljanlegan, vegna þrekleysis. Hann hefði reynt að teikna vatnsglas en enginn hefði skilið hann, enda sá hann síðar að vatnsglasið leit út fyrir að vera eitthvað allt annað. Sömu sögu var að segja um orð sem hann myndaði og áttu að merkja vatn. Hann sagðist hafa fengið mjög góða hjúkrun og hefði aldrei áður verið á sex stjörnu hóteli. Þá hafi hann upplifað ótal ævintýri og hugaróra og sagði ýmsar sögur í því sambandi, sum atvikin voru svo raunveruleg að hann vissi ekki enn hvort þau hefðu gerst eða ekki. Jón Sigurðsson sagði frá reynslu sinni af því að vera sjúklingur á gjörgæslunni. Hann sagðist hafa unnið í 20 ár sem læknir á gjörgæslunni en lent í því að hryggbrotna í bílslysi á Reykjanesbrautinni í desember sl. I kjölfarið hafi hann verið átta vikur á gjörgæslunni og sagði að það hefði greinilega ýmislegt farið fram hjá sér af því sem gerðist þarna í þessi 20 ár sem hann vann þarna. Andþyngsli og sú tilfinning að vera stöðugt að kafna hafi verið eitt hið erfiðasta sem hann upplifði þessar vikur. Tjáskiptin við starfsfólk voru einnig erfið, en það var þó eitthvað sem hægt væri að bæta úr með litium tilkostnaði. Notuð voru stafaspjöld sem hann gagnrýndi, því hluti stafrófs var á bakhlið spjalds sem olli erfiðleikum þegar hann var að reyna að finna þá stafi sem þurfti til að mynda orð. Að auki voru hjúkrunarfræðingarnir sem aðstoðuðu hann við spjöldin lengi að finna hvaða staf hann átti við þar sem þeir þurftu að benda á alla stafi spjaldsins, því sjálfur gat hann ekki bent og ekkert tjáð sig nema með smáhöfuðhreyfingum sem áttu að tákna já eða nei. Það tók því óratíma að finna hvern staf og viðkomandi voru oft búnir að gleyma hvaða stafi var búið að benda á áður og því enn erfiðara að mynda réttu orðin. Þá voru spjöldin ekki endilega í hæfilegri fjar- lægð og því voru stafirnir stundum ólæsilegir. Hann sagðist einnig hafa verið Ijósfælinn og upplifað ofskynjanir, einkum þó litaofskynjanir og upplifði svo- kallað gulsýni, sá allt í gulum litum. Ástæður þessa taldi hann vera ofþreytu, truflun á svefnmynstri, lyfja- meðferð og áhrif frá þeim áverka sem hann varð fyrir. Jón taldi nauðsynlegt að breyta spjöldunum þannig að þau yrðu nothæfari þeim sem geta tjáð sig jafn lítið og hann gat. vkj uiltu brtytA? Margar starfsstéttir kvarta yfir því að lítið tillit sé tekið til þeirrar starfsemi sem fara á fram í opinberum byggingum þegar þær eru reistar. Þannig séu byggðir leikskólar þar sem varla sé gert ráð fyrir börnum að leik, sjúkrahús þar sem ekki er gert ráð fyrir nema ákveðinni tegund sjúklinga, stofnunum þar sem varla er gert ráð fyrir að fólk andi, að minnsta kosti ekki fersku lofti þar sem ekki er hægt að opna neina glugga og fleira í þessum dúr. Eina leiðin til að bæta úr því sem margar starfsstéttir telja brýna þörf er að koma athugasemdum á framfæri um það sem betur mætti fara. Hjúkrunar- fræðingar hafa komið með margar góðar ábendingar um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu sem tekið hefur verið tillit til, svo sem hugmyndir um parsjúkrahús sem nú er orðin að veruleika með sameiningu SHR og Land- spítala. En það eru ýmis önnur hagræðingarmál, bæði þau sem snúa að sjúklingnum sjálfum, því að veita góða þjónustu og vinnuhagræðing hjúkrunarfræðing- anna sjálfra. Hér er óskað eftir uppástungum um hvað fara mætti betur. Komið skoðunum ykkar á framfæri, það getur skipt sköpun fyrir sjúklingana og stéttina í framtíðinni! Netfang hjukrun@hjukrun.is eða valgerdur@hjukrun.is 176 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.