Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 20
senn. Stundum þurfti aö breyta og fresta tímum, t.d. vegna veikinda eða anna á deildum. Hópurinn virtist vera sáttur við þessa óreglu, sem kom á óvart í Ijósi fyrri athugana. Á síðari hluta rannsóknarinnar fóru þátttakend- urnir að spyrjast fyrir um hvenær næsti fundur yrði og lýsti það meira eftirvæntingu en óánægju. Fram hefur komið að miklu skipti að þátttakendur séu þeir sömu allan tímann til þess að þeir finni fyrir samkennd. Ekki reyndist unnt að fylgja þessu eftir og kom það ekki að sök. Á síðasta fundi fyrir jól var óvænt uppákoma þegar hjúkrunarfræðingarnir gáfu hverjum þátttakenda pakka. Þessar gjafir reyndust þátttakendum mjög dýrmætar og varðveitti einn þeirra gjöfina sem erfðagrip fyrir afkomanda sinn. Á lokafund- inum var skemmtidagskrá3 og þá gáfu þátttakendurnir hjúkrunarfræðingunum gjöf. Þrátt fyrir alvarleg andþyngsli þátttakenda þurfti enginn þeirra nokkru sinni að nota berkjuútvíkkandi lyf vegna andnauðar. Kom það verulega á óvart, en fyrir slíkt voru hjúkrunarfræðingarnir undirbúnir. Athyglisvert þótti hve samkennd hópsins var sterk. Ef eitthvað bjátaði á, s.s. að sjúklingar sögðu óvænt frá erfiðri reynslu, stóðu þátttakendurnir hver með öðrum og mátti finna strauma velvilja og umhyggju í garð þess sem sagði frá. í eitt skiptið, þegar umræðuefnið var börn og heimili og vitað var að einn þátttakandi var einhleypur og barn- laus, lögðu þátttakendur sig fram um að sá hinn sami fengi tækifæri til að leggja orð í belg um annað sem skipt hafði hann miklu. Gildi hláturs kom vel fram á fundunum. Má segja að málshátturinn „hláturinn lengir lífið" hafi verið í fullu gildi. Sérstaklega fannst hjúkrunarfræðingunum það mikilvægt að sjúklingarnir gætu gleymt sér og þeim hremmingum sem þeir búa við eitt andartak. Þannig varð alvöruleysi augnabliksins mikilvægt. Umræða Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að upprifjun á minningum hjá þátttakendum var ánægjulegur og skemmtilegur atburður fyrir þá, þeim leið vel á fundunum og einnig eftir þá. Auk þess voru samskipti opnari, sam- kennd jókst og kynni urðu nánari á meðal þátttakenda. Tilgátur um að þunglyndi minnkaði og sjálfsálit ykist voru ekki studdar. Engu að síður er sú ályktun dregin að mark- miði rannsakenda um að bæta andlega- og félagslega líðan þátttakenda hafi að einhverju marki verið náð, þar sem munnleg frásögn þeirra bar þess skýr merki. Marktækar breytingar á þunglyndi komu ekki fram í rannsókninni, þótt sterk tilhneiging hafi verið í þá átt (p.<. 10 á pöruðu t-prófi). Hins vegar er vert að gefa gaum að mæligildum þunglyndis sem fram komu. Mæligildum á 3 Söngkonan Elísa Sigríður Vilbergsdóttir skemmti þátttakendum endurgjaldslaust. 164 mælikvarða Becks hefur verið raðað á fjögurra bila kvarða eftir alvarleika einkenna. Meðaltalsgildi þunglyndis eftir meðferð (16,0 og 16,8, staðalfrávik 9,86 og 11,09) fellur á bilið vægt til talsvert mikið þunglyndi (Beck, Steer og Garbin, 1988). Sex einstaklingar af sjö notuðu predni- solon, en sýnt hefur verið fram á marktækt meira þung- lyndi hjá fólki með langvinna lungnasjúkdóma sem notaði litla skammta af prednisolon í langan tíma en hjá þeim sem ekki notuðu prednisolon (Gift Wood og Cahill, 1989). Ennfremur er álitið að 42% fólks með langvinna lungna- sjúkdóma sé þunglynt (Gift og McCrone, 1993). Allt þetta styður þá ályktun að þátttakendur eigi við veruleg andleg vandamál að glíma. Aukið sjálfsálit kom ekki fram í rannsókninni (p<1 og p<.17). Fram hefur komið að sjálfsálit aukist þegar upp- rifjun minninga er beitt (Haight og Burnside, 1993; Kovach, 1990). Fleira bendir þó til þess að sjálfsálit sé nokkuð stöðugt einkenni sem breytist lítið, sérstaklega hjá fullorðnu fólki, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir og meðferð (Blascovich og Tomaka, 1991) Hins vegar er vert að skoða þau meðaltalsgildi sem fram komu. í lok meðferðar voru þau 13,4 og 13,87 og staðalfrávik mjög lítil eða um 1,35. Þetta eru mjög lág gildi, en 10 er lægst og 40 er hæsta fáanlegt gildi. Því er sú ályktun dregin að sjálfsálit þátt- takenda sé mjög lítið. Ljóst er að rannsóknir á árangri hjúkrunarmeðferðar sem þessarar eru stutt á veg komnar. Markmiðið er að bæta líðan fólks með vinnu eða öðrum hætti. Þeir sem taka þátt í slíkum rannsóknum geta greint augljós merki þess að um árangur sé að ræða þótt hann sé ekki mælanlegur með þeim mælitækjum sem notuð eru. Þannig er ekki Ijóst hvaða breytur skulu skilgreinast sem óháðar eða að mælitæki til að mæla óháðu breyturnar eru ekki til. Það er einnig verulegt vafamál hvort það er skynsamleg leið fyrir hjúkrunarfræðina að reyna að tileinka sér hið mikilsmetna tilraunasnið náttúruvísinda í rann- sóknum sem þessari. Spurningin er hvort ekki þurfi að gera gagngera endurskoðun á aðferðafræðilegri nálgun og byggja mat á árangri meira á orðum og hegðun skjólstæð- inganna og athugunum og innsæi hjúkrunarfræðinganna sem annast þá daglega. Framkvæmd rannsóknarinnar, einkum að veita hina eiginlegu hjúkrunarmeðferð, veitti hjúkrunarfræðingunum sem tóku þátt mikla ánægju í starfi. Má þar sérstaklega nefna ánægjuna við að sjá og finna að sjúklingarnir hlökk- uðu til að mæta á fundina, að tengsl við þá urðu meiri og nánari og að meðferðin gagnaðist sjúklingunum. Samstarf hjúkrunarfræðinganna var einnig ánægjulegt og þeir kynntust vel. Vinna við rannsóknina féll að hluta til inn í reglubundin störf hjúkrunarfræðinganna. Engu að síður voru þeir ekki alltaf báðir á vakt þann dag sem fundir voru ákveðnir og einnig var mestur undirbúningur og skráning unnin utan Tfmarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.