Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 39
Vigdís Jónsdóttir kjaramál Samstarfsnefndír - -til a5 úv ÁArtmMÍ inn.An 5-tofHAHA Hvað er samstarfsnefnd? Samstarfsnefnd er nefnd sem skipuð er 2-3 fulltrúum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og 2-3 fulltrúum atvinnurekenda. Nefndin hefur m.a. það hlutverk skv. kjarasamningi „að fjalla um breytingar á forsendum starfa- flokkunar, röðun starfa í launaflokka og koma á sáttum í ágreiningsmálum eða öðrum málum sem rísa kunna út af kjarasamningi aðila". Samstarfsnefndir á heilbrigðisstofnunum Samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga skal starfa samstarfsnefnd á þeim stofnunum ríkis og borgar sem fara með framkvæmd kjarasamninga í umboði atvinnurekenda. Þannig eiga að vera til sam- starfsnefndir á flestum heilbrigðisstofnunum hér á landi. Ef samstarfsnefnd er ekki á stofnun mun samstarfsnefnd milli félagsins og ríkisbókhalds taka fyrir þau mál sem upp kunna að koma á þeirri stofnun. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í sam- starfsnefnd Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur á undanförnum vikum tilnefnt u.þ.b. 90 hjúkrunarfræðinga sem fulltrúa félagsins í samstarfsnefndir milli félagsins og heilbrigðis- stofnana um allt land. Formaður og hagfræðingur félags- ins sitja yfirleitt sem varamenn í þessum nefndum, þannig að hægt er að kalla þá til fundar ef þörf þykir. Fljúkrunar- fræðingar geta fengið upplýsingar um fulltrúa félagsins í samstarfsnefndum á vinnustað sínum hjá skrifstofu félags- ins. Verkefni samstarfsnefnda Eitt helsta hlutverk samstarfsnefndar er að fylgjast með og reyna að leysa ágreining um framkvæmd kjarasamnings innan stofnunar. Sá ágreiningur getur t.d. snúið að röðun starfa í launaflokka eða túlkun á öðrum greinum í kjara- samningi milli félagsins og viðkomandi atvinnurekanda/- stofnunar. Ef upp koma mál er varða túlkun á miðlægum kjarasamningi, t.d. ágreiningur um túlkun á orlofskafla eða vinnutímakafla kjarasamnings, hefur félagið beint því að fulltrúum í samstarfsnefnd að þeir hafi samband og leiti aðstoðar hjá skrifstofu félagsins. Ef samstarfsnefnd nær niðurstöðu, t.d. er varðar túlkun á ákveðnum greinum kjara- samnings, getur sú niðurstaða orðið hluti af kjarasamningi. Hverjir geta vísað málum til samstarfsnefndar? Hjúkrunarfræðingar, félagið og atvinnurekendur geta vísað málum til samstarfsnefndar. Hér á eftir eru nokkur dæmi um mál sem hjúkrunarfræðingar, félagið eða viðkomandi stofnun gætu óskað eftir að tekin séu fyrir í samstarfsnefnd: >- Hjúkrunarfræðingur, sem telur t.d. að röðun starfs síns í launaflokk stangist á við kjarasamning eða aðlögunar- nefndarsamning á viðkomandi stofnun, getur óskað eftir því við félagið að samstarfsnefnd viðkomandi stofnunar taki málið til umfjöllunar. >- Félagið getur t.d. að ábendingu trúnaðarmanna eða félagsmanna óskað eftir því að tekið verði upp í sam- starfsnefnd mál er snýr að túlkun á ákveðnum greinum kjarasamnings, t.d. varðandi útreikning á launum í námsleyfi eða túlkun á greinum kjarasamnings er varða útreikning á sumarorlofi. >- Stofnun/atvinnurekandi getur óskað eftir að taka upp mál er varða túlkun og framkvæmd á ákveðnum grein- um í kjarasamningi/aðlögunarnefndarsamningi, t.d. reglur um mat á viðbótarnámi eða framkvæmd á vinnutímaákvæðum kjarasamningsins. Hvert eiga hjúkrunarfræðingar að snúa sér ef þeir vilja fá mál sitt tekið fyrir hjá samstarfsnefnd? Ef hjúkrunarfræðingur óskar eftir að mál hans sé tekið til afgreiðslu hjá samstarfsnefnd verður hann að senda félaginu skriflegt erindi með rökstuðningi. Félagið sér síðan um að senda erindið til fulltrúa félagsins í samstarfsnefnd. 183 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.