Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 24
orsakast oft af taugasjúkdómum, en konur sem ekki þjást af þeim geta einnig haft þá. Algengir taugasjúkdómar sem valda bráðaleka eru heilablóðfall og heila- og mænusigg. Orsök bráðaleka hjá veikburða rosknu fólki getur verið ofvirkni í slétta vöðva blöðrunnar með skertum blöðrusam- dráttum. Þetta getur einnig valdið því að viðkomandi þurfi að reyna mikið á sig til að geta tæmt blöðruna og það leiðir til þess að þvag verður oft eftir í blöðrunni (Blandy, 1998; Fantl o.fl., 1996). Blandleki á sér stað þegar bæði er um að ræða einkenni áreynsluleka og bráðaleka. Venjulega fá konur fyrst einkenni áreynsluleka en þegar þær eldast fer einnig að bera á bráðaleka (Barker o.fl., 1998). Falið vandamál og afleiðingar þvagleka Sjúkdómsgreininguna þvagleka er ekki að finna í mörgum sjúkraskrám enda hlutfallslega fáar konur sem leita hjálpar hjá heilbrigðisstarfsfólki. Könnunin sem fram fór í Öxar- fjarðarhéraði leiddi í Ijós að aðeins fjórar konur af þeim 63 sem voru með þvagleka höfðu þvaglekagreiningu í heilsu- vandaskrá (Sigurður Halldórsson o.fl., 1995). Samkvæmt rannsóknum leitar minna en helmingur kvenna með þvagleka hjálpar hjá heilbrigðisstarfsfólki og flestar leita þær til lækna (Burgio, Ives, Locher, Arena og Kuller, 1994; Lilja Þ. Björnsdóttir o.fl., 1996). Ástæður sem hafa verið nefndar fyrir því að konur leita sér ekki hjálpar hjá heil- brigðisstarfsfólki eru mikið framboð á bleium og dömu- bindum, þær halda að þvagleki sé eðlilegur þáttur í 168 öldrunarferlinu, blygðunarsemi og skortur á upplýsingum varðandi meðferðarmöguleika (Fantl o.fl., 1996; Burgio o.fl., 1994; Jeterog Wagner, 1990). Afleiðingar þvagleka geta verið margvíslegar eins og áður hefur verið minnst á. Hætt er við að konur einangri sig vegna þvaglekans. Ástæðan er sú að þær geta misst þvag án fyrirvara á óheppilegum tíma og því taka þær ekki áhættuna að fara út á meðal fólks. Það hefur líka sýnt sig að sumar konur með þvagleka veigra sér við að stunda kynlíf vegna hræðslu við að missa þvag á meðan á því stendur eða vegna óþæginda. Konur með þvagleka geta einnig þjáðst af andlegri vanlíðan af ýmsum toga eins og kvíða, blygðunarsemi og litlu sjálfstrausti (Brockelhurst, 1993; Herzog og Fultz, 1988). Þegar um mikinn þvagleka er að ræða er hætta á húðvandamálum sem geta síðan átt þátt í sárum á húð (Barker o.fl., 1998). Greining og mat á þvagleka Konur með þvagleka ættu að fá grunnmat sem felst í upp- lýsingasöfnun, líkamlegri skoðun, mælingu á þvagi sem er eftir í blöðrunni eftir þvaglát og þvagrannsókn. Einnig þarf að meta áhættuþætti út af þvagleka og reyna að draga úr þeim. Tilgangurinn með þessu grunnmati er að staðfesta að um þvagleka sé að ræða, komast að hvort hægt sé að ráða bót á þáttum sem stuðla að þvaglekanum og greina hvort konan þurfi nákvæmara mat áður en byrjað er á meðferð. Það verður að meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort þörf er að framkvæma alla þætti grunnmatsins (Fantl o.fl., 1996). Afla þarf upplýsinga um almennt heilsufar, fá sögu kon- unnar um þvagfæra- og kynfæravandamál. Einnig þarf að fá upplýsingar um lyf sem hún tekur og nákvæmar upplýs- ingar um einkenni þvaglekans. Mikilvægt er að fá að vita hversu lengi konan hefur haft þvagleka, tíðni þvagláta, magn og tíðni þvaglekans. Að auki þarf að spyrja konuna um þætti eða aðstæður sem stuðla að þvagleka og um vökvaneyslu og hvort hún drekki kaffi eða aðra drykki sem örva blöðruna. Að lokum þarf að spyrja um hægðir og kynlíf, fyrri meðferð og sjálfshjálparaðferðir við þvagieka og áhrif á lekann. Þegar búið er að fá þessar upplýsingar getur komið að gagni að biðja konuna að fyila út þvagskrá í tvo sólahringa og biðja hana síðan að þeim tíma liðnum að koma aftur og skila henni inn. í þvagskrána skráir konan þvaglát sín og hvenær hún missir þvag, magn þvaglekans í hvert skipti og einnig hugsanlegar ástæður fyrir lekanum, eins og hósta, neyslu á víni, mat eða drykk sem inniheldur koffein. Þvagskráin auðveldar meðferðar- aðilum að meta eðli og mynstur þvaglekans. Líkamsskoðun ætti að fela í sér almenna skoðun, skoðun á kvið, endaþarmi og grindarbotni. Einnig þarf að fylgjast með hvort konan missir þvag þegar hún hóstar. Til að mæla þvag sem eftir verður í blöðrunni eftir þvaglát er settur upp þvagleggur eða þvagið mælt með sónar. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.