Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Blaðsíða 17
Aðferðafræði Rannsóknarsnið þessarar rannsóknar er aðlagað tilrauna- snið (quasi-experiment). í því felst að metinn var árangur ákveðinnar meðferðar, upprifjunar minninga, með því að bera saman niðurstöður ákveðinna mælinga áður en meðferð hófst og eftir að henni lauk. Þátttakendur og framkvæmd Komið hefur fram að 6-10 einstaklingar sé hentugur fjöldi þátttakenda í meðferð þeirri sem hér um ræðir (Hamilton, 1992). Því voru valdir 9 sjúklingar á hjúkrunardeild Vífils- staðaspítala og þeim boðin þátttaka. Sjúklingar deildar- innar eru aldraðir og með langt gengna langvinna lungna- sjúkdóma. Viðmið við val á þátttakendum var að þeir væru áttaðir, gætu tjáð sig, minnið væri í lagi, að þeir hefðu áhuga á að taka þátt í umræðum um liðna tíð, hefðu líkamlega getu til að koma á hópfundi og hefðu getu til að sitja, eða vera hagrætt á annan hátt, í u.þ.b. eina klukku- stund án þess að þurfa að færa sig úr stað (sjá Burnside og Haight, 1992). Einstaklingar sem höfðu einhverja af eftirtöldum hjúkrunargreiningum voru einnig hafðir í huga: Kvíði, öryggisleysi, skert sjálfsmynd, félagsleg einangrun, svefntruflanir og aukin/minnkuð næringarinntaka (sjá Hamilton, 1992), en hjá sjúklingum með langt gengna langvinna lungnasjúkdóma eru þessi atriði algeng. Alls tóku tólf sjúklingar þátt í meðferðinni, tíu konur (meðalaldur 70,3 ár) og tveir karlar (meðalaldur 86,0 ár). Úr upphaflega hópnum (9 einstaklingar) varð brottfall vegna dauðsfalla, en alls létust fjórir einstaklingar eftir að meðferð hófst og einnig hætti einstaklingur þátttöku. Þrír bættust slðan við eftir að meðferð hófst, því talið var mikilvægt að hópurinn héldi tölunni og inn á deildina lögðust einstakl- ingar sem talið var að hefðu sérstakt gagn af þátttöku í meðferðinni. Allir þátttakendur höfðu langt genginn lungnasjúkdóm og voru verulega hreyfiskertir af hans völdum. Allir notuðu súrefni stöðugt og komu til fundanna með súrefni á kút. Tveir hjúkrunarfræðingar stjórnuðu meðferðinni. Annar þeirra vann í fullu starfi á deildinni en hinn vann þar í hluta- starfi, en hafði starfað á deildinni mörg undanfarin ár og þekkti sjúklingana vel. Meðferðaraðilarnir voru því fastir starfsmenn hjúkrunardeildarinnar. Að fengnum tilskyldum leyfum, og þegar sjúklingarnir höfðu veitt skriflegt samþykki sitt fyrir þátttöku, lögðu hjúkrunarfræðingarnir ofangreind mælitæki fyrir og öfluðu lýðfræðilegra upplýsinga um þátttakendur í upphafi rannsóknarinnar, þ.e. áður en fyrsti fundur var haldinn. Talið hefur verið að aldraðir standi sig best ef hóparnir eru í föstum skorðum (Hamilton, 1992). Því var lögð áhersla á að hópurinn starfaði alltaf á sama degi og sama tíma. Einnig er talið mikilvægt að þátttakendur séu þeir sömu allan tímann til þess að þeir finni fyrir samkennd. Þá þarf að skapa ró og frið á fundunum og þvl má ekki ónáða hópinn eftir að fundur hefst. Fjöldi funda ákvarðast að einhverju leyti af aðstæðum, en telja má að 8 fundir séu lágmark. ( þessari rannsókn voru þeir 13. Hver fundur byrjaði á slökunaræfingum í 5 mínútur. Hún fólst í því að annar hjúkrunarfræðingurinn talaði rólega til þátttakenda og lagði áherslu á þindaröndun, spennulosun og stýrðar hugarmyndir. Samhliða var spiluð róandi tónlist, sú sama allan tímann1. Síðan hófst upprifjun minninga. Á hverjum fundi er tekið fyrir ákveðið þema og voru þau ákveðin í upphafi meðferðar af hjúkrunarfræðingunum (Burnside og Haight, 1992). Var ákveðið að þemun endur- spegluðu allt æviskeiðið og þann samfélagslega veruleika sem líf þátttakenda mótaðist af (Haight og Burnside, 1993; Lamme og Baars, 1993). Við val á þemum og lesefni var tekið mið af því að vekja ætti upp ánægjulegar minningar, að vísað yrði til lífs fólks eins og það var á íslandi þegar þátttakendur voru ungir og að áhugasvið karla og kvenna geti verið ólík (t.d. að konur kjósi frekar að tala um fjöl- skyldu og vini og karlar um starf). Einnig var gert ráð fyrir að ákveðnir dagar gætu haft meiri áhrif á þátttakendur en aðrir, s.s. að á dögum nærri jólum gæti gætt óróa og meiri viðkvæmni en vanalega (Burnside, 1993). Þótt áhersla á fundunum hafi verið á ánægjulegar minningar, getur upprifjun kallað fram sorglegar minningar og vakið upp tilsvarandi tilfinningar. Því voru hjúkrunarfræðingarnir sér sérstaklega meðvitaðir um að fylgjast náið með tilfinninga- legum viðbrögðum þátttakenda. í Ijós kom að hópurinn í heild var sér meðvitaður um að stuðla að því að öllum liði vel. Hins vegar urðu umræður á neikvæðum nótum þegar veikindi, vonbrigði og áföll voru til umræðu. Eftirfarandi þemu voru tekin fyrir: Fyrsta minningin, skólaárin, nánasta umhverfi í bernsku, unglingsárin og fyrsta ástin, makaval, börnin/heimiiið, starfið - horfnir starfshættir, veikindi, minnisstætt stórafmæli, vonbrigði og áföll, ferðalög - göngur og réttir og minnisstætt fólk. Lokatíminn var frjáls. Lesnir voru valdir kaflar úr æviminningum þekkts fólks, eða skáldverki sem tengdist þema dagsins. Eftir lesturinn byrj- uðu umræðurnar. Hver fundur stóð yfir í u.þ.b. 60 mín. í lokin voru rifjuð upp atriði sem fram komu á fundinum. [ umræðum á fundunum er talið mikilvægt að einbeita sér að fortíðinni. Áherslu skal leggja á að sérhver þátttak- andi njóti athygli hjúkrunarfræðingsins (Burnside og Haight, 1994). í þessu skyni var hver einstaklingur hvattur til að miðla einhverju frá sjálfum/ri sér á hverjum fundi, en engum var þrýst til að tala. Einungis einn talaði í einu og þátt- takendum var gerð grein fyrir þagnarskyldu gagnvart hinum meðlimum hópsins. Þeir þættir í framkomu hjúkrunar- fræðinga sem taldir eru skipta mestu máli í vinnu sem þessari eru sveigjanleiki, frumkvæði, virk hlustun og umhyggja (Burnside og Haight, 1992; Hamilton, 1992). 1 Tónlistin var af geisladiskinum Silver Wings eftir M. Roland og var gefin af versluninni Betra líf. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.