Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Page 16
Ýmsir höfundar hafa bent á að rannsóknir á upprifjun minninga byggi á veikum aðferðafræðilegum grunni. Skilgreiningar á fyrirbærinu eru ekki nákvæmar og jafnvel er um að ræða mismunandi flókin stig í meðferðinni (Parker, 1995). Einnig er umræðuefnum/þemum sem notuð eru í sjálfri meðferðinni sjaldnast lýst. Ólík mælitæki hafa jafnframt verið notuð til að mæla árangur meðferð- arinnar. Þá hafa verið þróuð sérstök mælitæki í þessum tilgangi, en réttmæti þeirra og áreiðanleika er áfátt. Úrtök eru að jafnaði lítil og þátttakendur ólíkir innbyrðis. Hugtökin lífsskoðun og upprifjun minninga eru auk þessa oft notuð á víxl (Kovach, 1990; Meriam, 1989; Parker, 1995). Þar sem breytileiki frá einni rannsókn til annarrar er mikill er erfitt að bera saman niðurstöður þeirra og öðlast heild- stæða mynd af rannsóknum á meðferðinni. Þrátt fyrir að niðurstöður rannsókna á áhrifum upprifj- unar minninga séu ekki afdráttarlausar halda margir höf- undar því fram að jákvæð áhrif meðferðarinnar séu mikil. Rannsóknir og fræðileg skrif hafa einkum beinst að öldr- uðum einstaklingum, en ýmsir telja notagildi meðferðar- innar víðtækara. Bramlett og Gueldner (1993) rannsökuðu áhrif upprifjunar minninga (þrír fundir á viku) á styrk aldraðra sem bjuggu einir til ákvarðanatöku er varðaði heiibrigði þeirra, velferð og líf almennt. Ekki kom fram marktækur munur milli tilrauna- og samanburðarhóps. Nugent (1995) lýsti tilfellarannsókn á fjórum einstaklingum sem voru á mismunandi aldri og með ólíkan heilsufars- vanda. Höfundur dró þá ályktun að upprifjun minninga geti verið árangursrík meðferð til að auka sjálfsálit og efla aðlögunarleiðir sumra einstaklinga. Stevens-Ratchford (1993) rannsakaði árangur upprifjunar minninga á sjálfsálit og þunglyndi og notaði þægindaúrtak heilbrigðra eldri borgara (n=24) og Bass og Greger (1996) rannsökuðu áhrif upprifjunar minninga á þunglyndi hjá fólki á hjúkrunar- heimili (n=12). Hvorug rannsóknin sýndi marktækan mun á tiirauna- og viðmiðunarhópum. Rattenbury og Stone (1989) báru saman þrjá hópa af öldruðum íbúum hjúkrunarheimilis (n=24). ( tilraunahópunum tveimur voru annars vegar rifjaðar upp minningar og hins vegar rætt um málefni líðandi stundar. Ekki kom fram um hvað var rætt í viðmiðunarhópnum. í báðum meðferðarhópunum náðist marktækur munur á ánægju fyrir og eftir meðferð en ekki reyndist marktækur munur á milli meðferðarhópanna. Marktækur munur reyndist ekki vera á athafnasemi, virkni og geðslagi. í meðferðarhópunum var einnig mælt hversu oft hver talaði og í Ijós kom að ánægja og virkni þeirra sem töluðu mest jókst mest. Lappe (1987) bar saman áhrif upprifjunar minninga og umræðna um málefni líðandi stundar í hópum eldri einstaklinga, sem vistast höfðu á langlegustofnunum (n=83). Hóparnir hittust einu sinni og tvisvar í viku. Niðurstöður sýndu að sjálfsálit jókst meira hjá hópum sem stunduðu upprifjun minninga, en hjá hópum sem ræddu daginn og veginn og var munurinn mark- 160 tækur. Einnig kom fram að sjálfsálit jókst innbyrðis bæði hjá tilrauna- og viðmiðunarhópum, hvort sem þeir hittust einu sinni eða tvisvar í viku, þannig að fjöldi funda á viku hafði ekki áhrif á árangur. Upprifjun minninga er auk þess sem að framan getur talin bæta sjálfsvirðingu og sjálfstraust, auka aðlögun að elli og dauða, draga úr kvíða, auka félagsleg samskipti og bæta hreinlæti (sjá Bramlett og Gueldner, 1993; Hamilton, 1992; Kovach, 1990; Snyder, 1992). Upprifjun minninga hefur einnig verið beitt samhliða öðrum meðferðum. Moore sýndi fram á marktækan mun f tilraun þar sem upprifjun minninga var notuð samhliða snertingu hjá eldri konum á hjúkrunarheimilum (n=40). Hins vegar mældist ekki marktækur munur fyrir og eftir meðferð, þegar upprifjun minninga og snerting voru notuð hvor í sínu lagi (Kovach, 1990). Slökun Slökunarmeðferð er samheiti yfir margar meðferðir sem hafa þann tilgang að kalla fram sállífeðlisfræðilegt ástand, þar sem sefkerfið (parasympatíska) er virkara en drifkerfið (sympatíska). Þessi áhrif á miðtaugakerfið leiða af sér að líkamleg, huglæg og tilfinningaleg spenna minnkar eða hverfur. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif slökunar á einstaklinga með lungnasjúkdóma, einkum á kvíða og andþyngsli (sjá Sigríður B. Stefánsdóttir, Solveig Toffolo og Vigdís Hallgrímsdóttir, 1998). í rannsókn Sigríðar B. Stefánsdóttur o.fl. (1998) á áhrifum slökunar á lungna- sjúklinga kom fram marktæk minnkun á andþyngslum. Jafnframt lýstu þátttakendur jákvæðum áhrifum slökunar- innar, sérstaklega að þeim hefði liðið vel. Því má leiða líkur að því að slökun samhliða upprifjun minninga geti aukið vellíðunaráhrif og stuðlað að því að þátttakendur upplifi slíkar samverustundir notalegri en ella. Rannsóknartilgátur Að framan hafa verið leiddar líkur að því að bæta megi líðan fólks með langvinna langt gengna lungnasjúkdóma með því að bjóða þeim þátttöku í reglulegum fundum, þar sem minningar eru rifjaðar upp skipulega. Til að lýsa áhrifum á upprifjun á minningum á markvissan hátt eru settar fram eftirfarandi rannsóknartilgátur: 1. Einkenni þunglyndis hjá fólki með langt gengna lang- vinna lungasjúkdóma minnka við þátttöku í reglulegum fundum þar sem rifjaðar eru upp minningar. 2. Sjálfsmat fólks með langt gengna langvinna lunga- sjúkdóma eykst við þátttöku í reglulegum fundum þar sem rifjaðar eru upp minningar. Til viðbótar við ofangreindar rannsóknartilgátur voru hjúkrunargreiningar hjá þátttakendum skoðaðar og lagt mat á hversu vel markmiðum þeirra var náð. Einng var leitað álits þátttakenda sjálfra um gagnsemi meðferðar- innar með hálfstöðluðum viðtölum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.