Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.1999, Qupperneq 38
12. maí haldinn hátíðlegur
uíSa um [aia.A
Afmælisdagur Florence Nightingale og alþjóðadagur hjúkr-
unarfræðinga var haldinn hátíðlegur víða um land undir
kjörorðinu Hjúkrun í 100 ár. í Reykjavík var opið hús að
Suðurlandsbraut 22 frá 16.00 til 18.00 þar sem hjúkrunar-
fræðingar litu til fortíðar og framtíðar. Dagskráin hófst með
ávarpi Ástu Möller, formanns Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, og að því loknu fjallaði Erla Doris Halldórsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og sagnfræðingur, um verklega kunn-
áttu hjúkrunarkvenna á íslandi fyrir 100 árum. Ragnheiður
Haraldsdóttir, skrifstofustjóri heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytis, sagði frá samhæfingu forvarna og Eydís
Sveinbjarnardóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri BUGL fjall-
aði um geðvernd. „Öldrunarþjónustan og framtíðin" nefnd-
ist umfjöllun Birnu K. Svavarsdóttur, hjúkrunarforstjóra
Eirar og Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri
áfengis- og vímuvarna, fjallaði um hjúkrun og vímuvarnir.
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur hjá
Félagi ísienskra hjúkrunarfræðinga, og Páll Biering,
starfsmaður rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræðum
voru meðal þeirra sem héldu upp á daginn.
182
„Hjúkrun og tóbaksvamir" var yfirskrift Helgu Jónsdóttur,
dósents við námsbraut í hjúkrunarfræði við HÍ, og Anna
Björg Aradóttir, verkefnastjóri Heilsueflingar, sagði frá
heilsueflingu. Fundarstjóri var Aðalbjörg J. Finnbogadóttir.
Á Akureyri var dagurinn haldinn hátíðlegur með fundi
hjúkrunarfræðinga í Dvalarheimilinu Hlíð. Séra Sigríður
Guðmarsdóttir sóknarprestur á Ólafsfirði flutti erindi sem
nefndist Líkaminn og náttúran.
Á Akranesi var haldið upp á daginn 15. maí með
fræðsludegi hjúkrunarfræðinga í Vesturlandsdeild í Veit-
ingastofunni Barbró. Fjallað var m.a. um ofbeldi gegn kon-
um, svefntruflanir barna, mikilvægi reynslu og þekkingar í
klínískri ákvarðanatöku í hjúkrun, vinnuálag og manneklu í
hjúkrun og skráningu hjúkrunar í nútíð og framtíð.
Á Isafirði héldu hjúkrunarfræðingar kvöldverðarfund á
Hótel ísafirði þann 10. maí. Þar hélt dr. Kristín Björnsdóttir
dósent við HÍ erindi um mikilvægi stefnumótunar í hjúkrun-
og heilbrigðisþjónustu.
í Neskaupstað mældu hjúkrunarfræðingar blóðsykur, blóð-
þrýsting og súrefnismettun hjá almenningi, 60 ára og eldri.
Á Reyðarfirði og Eskifirði buðu hjúkrunarfræðingar
almenningi mælingar á blóðþrýstingi, útöndunargetu, súr-
efnismettun og blóðsykri auk fræðslu um mataræði og hreyf-
ingu í Kaupfélagi Reyðfirðinga og Kaupfélagi Eskfirðinga.
í Vestmannaeyjum gerðu hjúkrunarfræðingar sér daga-
mun, fóru í rútuferð um eyjuna og borðuðu saman kvöld-
verð. Þá var viðtal við Guðnýju Bogadóttur, hjúkrunar-
fræðing, í fréttabiaði staðarins, þar sem hún fjallaði um
hjúkrunarstarfið og Florence Nightingale.
vkj
vmm piq mbimtct
Littmann
Hlustunarpípur
fc<SSSU»—«
Henry Schein Fides.
Laufásgata 9, 600 Akureyri Sími 461 1129
Faxafen 12, 108 Reykjavík Sími 588 8999
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 75. árg. 1999