Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 8
Tímarit hjúkrunarfræöinga 80 ára Þetta litla tímarit, sem nú berst ykkur í hendur, er stofnað samkvæmt samþykkt síðasta fundar F.Í.H. þ. 24/4 1925. Það kom svo greinilega fram á þeim fundi, þöf fyrir félagið til að gera eitthvað til þess að halda áhugamálum sínum vakandi, til þess að úthreiða þau og efla skilning á þeim, meðal þeirra, sem sakir einangrunar verða aðfara varhluta afþeirri örfitn, sem þeir eiga kost á, sem geta komið savmn og rætt áhugamál sín og nauðsynjamál saman, þessi óskfélagsins verður ekki kveðin niður og útgáfa þessa tímarits er það úrræði sem við sáum hest. Þetta úrræði oldiar hefur þann kost, að það er algjörlega undir okkur sjálfum komið að hverju liði það verður okkur. Tímaritið kemur til ykkar m'tna fáskrúðugt og fátæklegt frá hendi oklutr, sem falið var að sjá um það, það kemur aðeins sem tilkynning til ykkar um það, hér er opin leið til þess að koma boðum og hugsunum hver til annarra. Hver einasta manneskja, sem fæst við hjúkrunarstarf, verður fyrir margvíslegri reynslu sem er séreign hennar, reynsht sem hún getur auðgað hinar starfssystur sínar af, hugsjónum sem hitn getur géfið, vandamálum sem hún getur á sama hátt borið undir þær. Möguleikann til þessa hefur hingað til vantað. Nií kemur þetta tímarit, sem getur bætt úr þessu. Við eigum að skrifa það allar. Við eigitm að leggja í það bezta afþekkingu okkar og reynsht, aftrú á málstað okkar og framsóknarhug. Undir þvi er lif þess komið. Þegar það kemur til þín fátæklegt, þá áttu að minnast þess fyrst að þú hefir sjálf brugðist því. Við vonum lika að tímarit þetta geti orðið meira fyrir okkur en boðberi okkar eigin hagsmuna og áhugamála. Okkur langar lika til að íþvigeti alltaföðru hvoru orðið þýddar greinar úr merkum erlendum ritum, sem málefni okkar varða, fréttir af helstu merkisatburðum á sviði hjúkrunar. Við vonum að ef við leggjum allar fram okkar besta að það geti orðið okkur hjálp til þess að kenna bræðralagsins við alla, sem að okkar málefni starfa, hvar í heiminum sem er. Við vonum að í okkarfáskipaða hóp sé svo mikið til afandlegri heilbrigði og félagslegum þroska, að við reynum allar að verja einhverri frístund til þess að geta einnig lagt eitthvað slíkt fram. Um leið og við sendum þetta tímarit úr garði, óskum við því af alhug gengis og langra Iifdaga. En þó því séfyrst ogfremst ætlað að vera okkar rit, þá vitum við að í því á eftir að birtast margt sem ahnenning varðar og ekki er rétt að einskorða við okkur. Þess vegna er ætlunin að koma öðrtt hvoru úrvals greinum úr því í almenn blöð. Það verður ef til vill ekki oft fyrsta Izastið, það fer eftir því hve verðmætt það er, sem við höfum að leggjafram. En það er trú okkar og von, að þetta tímarit eigi eftir að verða svo vel ritað, að ritstjóm þess komist í vandræði með úrvalið og einasti kosturinn verði að prenta það allt, gera það að opinberu málgagni yngstu og fámennustu stéttarinnar, sem vinnur að hjúkrunar- og heilbrigðismálum þessa lands. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.