Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 11
FRÆÐIGREIN
Alþjóölegar og þvermenningar-
legar rannsóknir
ein aðferð skili betri árangri en önnur (Perneger
o.fl. 1999). Þó eru flestir rannsakendur sammála
um það að ekki sé viðunandi að nota einungis
þá aðferð að þýða mælitæki „frá orði til orðs“.
Rökstuðningurinn við það að nota fleiri en eina
aðferð við þýðingu er sá, að engin ein aðferð geti
stuðlað að nægjanlegu samræmi (equivalence;
réttmæti) milli upprunalegu útgáfunnar ogþeirrar
nýju (Weidmer o.fl. 1999; Hyrkas, Appelqvist-
Schmidlechner og Paunonen-llmonen, 2003).
Samræmi milli mælitækja
Þegar mælitæki eru þýdd af einu tungumáli
yfir á annað þarf þýðingin að vera í samræmi
við málvenjur (idiomatic) og menningu þess
tungumáls sem það er þýtt yfir á. Því getur verið
nauðsynlegt að nota fleiri en eitt orð, og jafnvel
setningar, til að ná fram merkingu orðs eða
hugtaks (Weidmer o.fl. 1999). Samræmanleika
mælitækja er hægt að skipta upp í nokkra flokka,
svo sem: (a) samræmi í merkingu (semantic
equivalence); (b) samræmi i hugtökum (concept
equivalence); og (c) samræmi í útliti (technical
equivalence) (Hilton og Skrutkowski, 2002;
Weidmero.fi. 1999).
Samræmi í merkingu mælitækja þýðir að merking
spurninga sé sú sama í menningu tungumálsins
sem mælitækið er þýtt yfir á og í upprunalegri
útgáfu þess.
Hugtakasamræmi þýðir að merking spurninganna
skipti máli fyrir þýðið/úrtakið sem verið er
að rannsaka (oft eru einhverjar ákveðnar
kringumstæður rfkjandi í einu þjóðfélagi, sem
ekki fyrirfinnast í öðru).
Einnig er nauðsynlegt að útlit (samræmi í
útliti) spurningalistanna sé það sama á báðum
tungumálunum, og má þar nefna t.d. feitletrun,
undirstrikun, punkta, númer og kóðun svara
(Matías-Carrelo o.fl., 2003).
Aðferðir við þýðingu mælitækja
langan tíma, en er ekki sterk hvað aðferðafræði varðar, þar
sem ekki er gengið úr skugga um hvort upphafleg útgáfa
mælitækisins samræmist þýðingunni (Maneesriwongul og
Dixon, 2004). Þess vegna hefur verið mælt með að auka gæði
þýðinga á mælitækjum í þvermenningarlegum og alþjóðlegum
rannsóknum með því að mælitækin séu þýdd aftur (bakþýdd)
yfir á frumtungumálið (t.d. íslensku) af tvítyngdum einstaklingi
(backtranslation) (Guillemin, 1995; Guillemin, Bombardier
og Beaton, 1993; Perneger, Leplége, Guillain, Ecosse og
;Etter, 1998). Eftir að mælitæki hefur verið bakþýtt er hægt
! að sjá hvort um merkingarfræðilegt samræmi sé að ræða milli
upprunalegrar útgáfu mælitækisins og þýðingarinnar. Þó að
gæði þýðingarinnar aukist við bakþýðinguna, þá verður að hafa
í huga að auðvelt er að bakþýða óaðfinnanlega ef upphaflega
þýðingin er setningalega byggð upp eins og tungumálið sem
þýtt er af. Þess vegna er einnig nauðsynlegt að bera þýðinguna
og upphaflega mælitækið kerfisbundið saman og forprófa svo
þýdda mælitækið (Maneesriwongul og Dixon, 2004; Tang og
Dixon, 2002). Samkvæmt Sechrest, Fay og Zaidi er endanleg
ákvörðun um orðaval og leiðréttingar tekin sameiginlega
af þýðingahópnum, svo að hlutdrægni (bias) þýðenda og/
eða bakþýðenda komi ekki fram (sjá Weidmer o.fl. 1999).
Módel Brislins (1970, 1986) er þekkt aðferð við þýðingar á
þvermenningarlegum mælitækjum, sem felst í því að frum-
og bakþýðingar eru endurteknar (nýir frum- og bakþýðendur
eru fengnir fyrir hverja endurtekningu) þar til samræmi hefur
náðst í merkingu upprunalega mælitækisins og þess sem það
er þýtt yfir á. Jones, Lee, Phillips, Zhang og Jaceldo (2001)
settu fram endurskoðaða útgáfu af módeli Brislins, þar sem
tveir eða fleiri þýðendur frum- og bakþýða mælitækin hver
í sínu lagi og komast síðan að sameiginlegri niðurstöðu. Ef
ekki verður komist að samkomulagi um útgáfu mælitækisins
sem er merkingarlega eins og upprunalega mælitækið er ferlið
endurtekið.
Með það að markmiði að auka gæði þýðinga enn frekar hafa
sumir þýðendur kallað saman leikmenn (t.d. sjúklinga) til
að taka þátt í rýnihópum og hjálpa þannig þýðendum við
val á orðum og setningum við hæfi. Einnig hafa fræðimenn1
lýst þeirri aðferð að láta hvern þýðanda fyrir sig flokka/gefa
spurningum einkunn eftir því hversu erfitt það reyndist þeim
að þýða spurningarnar og hversu vel þeim finnst hafa tekist
til með þýðinguna. Er þetta gert með það í huga að auðvelda
endanlega ákvörðun þýðingateymisins á orðalagi þess sem þýtt
er (Bullinger o.fl., 1998).
Nokkrum aðferðum við að þýða mælitæki hefurs
verið lýst í fræðunum. Má þar fyrst nefna mælitæki
sem eru einungis þýdd af frumtungumálinu yfir
á t.d. íslensku, með eða án forprófunar (forward
translation). Þessi aðferð er ódýr og tekur ekki
MAPI-rannsóknastofnunin
MAPI-rannsóknastofnunin (MAPI Research Institute) í
iFrakklandi er alþjóðleg rannsóknastofnun sem hefur það að
markmiði að þróa og þýða mælitæki til notkunar um heim allan.
MAPl-rannsóknastofnunin var stofnsett árið 1995 og hefur frá
Tímarit hjúkrurarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005