Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 12
upphafi lagt áherslu á rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum
(health-related quality of life (HR-QoL)). Við stofnunina starfa
fjölmargir sérfræðingar frá yfir 65 þjóðlöndum, úr ýmsum
starfsstéttum, og styðjast þeir við viðurkenndar aðferðir við
þýðingar sínar. Höfundar þessarar fræðigreinar hafa haft
aðferðafræði MAPI-rannsóknastofnunarinnar til
hliðsjónar við þýðingu á mælitækjum á lífsgæðum
unglinga með astma, sem fyrirhugað er að nota í
alþjóðlegri rannsókn (MAPI Research Ins.titute,
2004 a) (sjá mynd 1).
Mynd 1. Aðlöguð aðferðafræði MAPI-rannsóknastofnunarinnar viö þýöingu mælitækis af einu tungumáli yfirá annaö.
Skref 1 -4
Ákvaröanataka
Niöurstöður
Aðferðafræði
í alþjóðlegri rannsókn á fjölskyldum unglinga með astma, sem
fyrirhugað er að framkvæma hér á landi og í Bandaríkjunum,
verða notuð fjölmörg mælitæki (alls 10 talsins), sem verið er
að þýða af ensku yfir á íslensku. Hér á eftir verða tekin dæmi
um þýðingu tveggja mælitækja: Könnun á lífsgæðum unglinga
með astma (PedsQLTM Asthma Module Version 3.0 Teen
Report (ages 13-18)), sem lagt verður fyrir unglinga með
astma, og Könnun fyrir foreldra unglinga með
astma (PedsQLTM Asthma Module Version
3.0 Parent Report for Teens (ages 13-18)), sem
lagt verður fyrir foreldra unglinga með astma.
Höfundur beggja mælitækjanna er James W.
Varni og eru þau frá árinu 1998. Hvort mælitæki
fyrir sig hefur fjóra undirkvarða sem kallast:
„Astmi“; „Meðferð“; „Áhyggjur"; og „Samskipti“.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005