Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Síða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Síða 13
FRÆÐIGREIN Alþjóölegar og þvermenningar- legar rannsóknir Spurningar mælitækjanna fyrir foreldra og unglinga eru 28 talsins og er Likert-skali (1-5) notaður (frá „aldrei" til „næstum alltaf'). Við þýðingarferlið var stuðst við aðlagaða aðferðafræði MAPI-rannsóknastofnunarinnar í Frakklandi. MAPI-rannsóknastofnunin hefur einkaleyfi á mælitækjunum og leggur mikla áherslu á að þýðingaferlið sé framkvæmt í fjórum skrefum eins og lýst verður hér á eftir (sjá mynd 1). Hafist var handa við þýðingaferlið eftir að leyfi hafði fengist frá stofnuninni til þýðingarinnar. að svara spurningalistunum var skráður, sem og athugasemdir varðandi óskýrleika innihalds, misskilningur varðandi innihald og merkingu orða, auk athugasemda og ábendinga (þetta ferli er skref 4b) (de Barros og Alexandre, 2003). Eftir að forprófuninni var lokið komust þýðendur að samkomulagi um þriðju drög þýðingarinnar (4c). Fjóröa skref: Prófarkalestur Lokaskrefið felst í því að þriðju drög að mælitækjunum (4c) eru lesin yfir af sérfræðingi, sem er í þessu tilfelli sérfræðingur í lungnasjúkdómum barna, og prófarkalesin af íslenskufræðingij (5a). Þegar þessu skrefi er Iokið eru mælitækin tilbúin (5b) til áreiðanleika- og réttmætisprófunar. Fyrsta skref: Frumþýðing Fyrst voru upphaflegu mælitækin (sjá 1. á mynd 1) þýdd af ensku yfir á íslensku af tveimur hjúkrunarfræðingum (2a og 2b). Þýðendurnir reyndu að þýða mælitækin í samræmi við íslenskar málvenjur, en ekki frá orði til orðs. Auk þess útbjuggu þeir lista yfir mögulegar útgáfur af þeim setningum og orðum sem þeir voru í vafa um þýðingu á (Guermazi o.fl., 2004). Eftir að frumþýðingunni var lokið voru þýðingar hjúkrunarfræðinganna bornar saman (2c). Eftir umræður og vangaveltur var komist að samkomulagi um fyrstu drög (sjá 2d. á mynd 1). Niðurstöður Greint verður frá hagnýtingu aðlagaðrar aðferðafræði Mapi- rannsóknarstofnunar og niðurstöðum þýðingarferlis tveggja mælitækja úr ensku í íslensku. Frumþýðing Þýðendur útbjuggu lista yfir öll þau orð og setningar í upphaflega mælitækinu sem þeir voru óvissir um hvernig rétt væri að þýða á íslensku (sjá mynd 1 og töflu 1). ÖIl vafaatriði tengdust astmaeinkennum og því voru sérfræðingar í lungnasjúkdómum barna fengnir til aðstoðar til að finna þau orð og hugtök sem mest eru notuð og skiljast almennt af íslenskum unglingum með astma. Annað skref: Bakþýðing Eftir að fyrstu drögin (2d) voru fullgerð unnu tveir fræðimenn, annar með BA-gráðu í ensku og hinn löggiltur skjalaþýðandi á ensku, að því að þýða mælitækin (2d) af íslensku yfir á ensku (3a og 3b) án þess að hafa séð ensku útgáfuna áður. Bakþýðendurnir og hjúkrunarfræðingarnir sem unnu fyrstu drögin (2d) að mælitækinu (þ.e. þýddu það af ensku og yfir á íslensku)j báru svo ensku bakþýðinguna (3a og 3b) samanj við upprunalega mælitækið (1), eins og það er útgefið af höfundum, til að meta hvort samræmi væri í merkingu (þetta vinnuferli er merkt sem skref 3c á mynd 1) (Torres, Torres, Rodríguezi og Dennis, 2003). Hjúkrunarfræðingarnir og bakþýðendurnir ræddu saman og komust í! framhaldi af því að merkingu spurninganna, sem i endaði í þróun nýrra draga að mælitækinu (3d), en þá var mælitækið fyrst tilbúið til forprófunar. Þriðja skref: Forprófanir Önnur drög að mælitækjunum (3d) voru forprófuð (4a) á sjö íslenskum unglingum og foreldrum þeirra. Þátttakendum var kynntur tilgangur forprófunarinnar. Tíminn sem það tók Tafla 1. Listi yfir orð og setningar sem þýðendur voru óvissir um hvernig réttast væri að þýða. i Upprunalega útgáfan Unglingar (foreldrar) Tillögur að íslenskri þýðingu My ehest hurts or feels tight Verkur eöa herpingur i brjóstkassanum* (Pain or tightness in his or her chest) Verkur eöa þyngsli fyrir brjósti I feel wheezy (Feeling wheezy) Hvæsandi öndun* Hvæsandi útöndun Ýlandi öndun/útöndun Lengd útöndun I get out of breath (Getting out of Andnauö* breath) Andþrengsli Andstuttur ‘Tillögur sem valdar voru fyrir fyrstu drög (2d). Erfiðast var að finna íslenska þýðingu á enska orðinu „wheezing", þar sem látbragð og hljóðlíking er mjög oft notuð í stað orða til að lýsa ástandinu. Þá var almennt samkomulag um það að „hvæsandi öndun'1 væri það sem unglingar og foreldrar skildu og notuðu helst, en til frekari skýringar voru „pípandi útöndun" og „ýlandi útöndun" höfð í sviga. Eftir að isamkomulag hafði náðst um þessi sértæku orð var samræmi á milli þýðinga hjúkrunarfræðinganna (2a og 2b) nokkuð gott og var fullkomið samræmi í 17 spurningum af 28 í Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.