Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Qupperneq 14
unglingalistanum, og 14 af 28 spurningum í foreldralistanum. Ósamræmi hjúkrunarfræðinganna fólst í mismun á orðalagi (eins og til dæmis: „Skýra veikindi út fyrir öðrum“ og „Utskýra sjúkdóm fyrir öðrum“), en aðallega þó í mismun á málfræðilegri uppbyggingu spurninganna (t.d. „Vera kvíðin/n þegar ..." og „Verða kvíðin/n þegar ...“). Fullkomið samkomulag náðist um fyrsta uppkast þýðingarinnar (2d) eftir umræður og vangaveltur. fyrstu Bakþýðing Bakþýðendur og hjúkrunarfræðingarnir sem unnu drögin (2d) að mælitækinu fundu engan merkingarbæran mun á bakþýðingu mælitækjanna (3c) og upprunalegri útgáfu þeirra (1). En þar sem kapp var lagt á að þýða mælitækin í samræmi við íslenskar málvenjur (2d), og bakþýðendurnir þýddu fyrstu drögin (2d) samviskusamlega beint af íslensku yfir á ensku, þá náðist einungis fullkomið samræmi á milli 10 spurninga af 28 í bakþýðingunni (3a og 3b) og fyrstu drögum (2d) mælitækisins sem er ætlað unglingum, og á milli sjö spurninga af 28 í mælitækinu sem ætlað er foreldrum (sjá töflu 2). Sem dæmi sem er á mismun í samræmi má nefna að í bandarískri ensku er ríkari hefð fyrir notkun eignarfornafna á undan nafnorðum en í íslensku (sjá dæmi * í töflu 2). I mælitækinu fyrir unglinga voru þrjú atriði sem voru ónákvæmlega þýdd og tvö í mælitækinu fyrir loreldra, annaðhvort í frumþýðingu (2d) eða bakþýðingu (3a og 3b). Eftir samanburð, leiðréttingar og vangaveltur var ikomist að samkomulagi að öðrum drögum (3d) þýðingar mælitækjanna. Tafla 2. Dæmi um misræmi á milli upprunalegra mælitækja og bakþýðingar Mælitæki fyrir unglinga Upprunalegt mælitæki (1) Bakþýðing (3a) Mælitæki fyrir foreldra Upprunalegt mælitæki (1) Bakþýðing (3a) My chest hurts or feels tight I have had chest pain or a tight Pain or tightness in his or her chest Pain or tightness in the chest chest I feel wheezy have asthma attacks My medicines make me feel sick I have trouble using my inhaler* I get scared when I have to go to the doctor I have been wheezing Feeling wheezy I have suffered asthma attacks Waking up at night with trouble breathing The prescribed medicine makes me Medicines making him or her feel feel bad sick I have trouble using the inhaler* Trouble sleeping because of the medicine I get scared when I have to see a Controlling his or her asthma doctor Wheezing Waking up at night with breathing difficulties Feels sick because of the medicine he/she is taking Difficulties sleeping because ofthe medicine Controlling the asthma Forprófun Sex unglingar og eitt barn sem er að komast á unglingsaldur, sem öll þjást af astma, og svo foreldrar þeirra, voru fengin til að forprófa önnur drög (3d) mælitækjanna (sjá töflu 3). Það tók unglingana að meðaltali 6:30 mínútur að svara listunum (frá 4:30 til 10 mínútur); og foreldrana þrjár mínútur (frá 1:40 mínútum til fjögurra mínútna). Fjölda athugasemda um óskýrleika, misskilning þátttakenda, spurningar og ábendingar má sjá í töflu 3. Athugasemdir komu frá unglingunum á borð við það að það vantaði svarmöguleikann „Á ekki við“ og að merking hugtaka væri ekki skýr (t.d. „Hvæsandi öndun“ og ,,Innúði“). Ábendingar foreldra voru af sama toga og ábendingar unglinganna. Þrír Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005 bentu á óskýrleika í skýringartexta mælitækjanna og einu foreldri fannst við hæfi að bæta við svarmöguleikanum „Veit ekki". Athugasemdir voru gerðar við tvær spurningar: „Hversu mikið vandamál hefur verið fyrir unglinginn þinn undanfarinn mánuð að hafa stjórn á astmanum" og „Hversu mikið vandamál hefur verið fyrir unglinginn þinn undanfarinn mánuð að leika úti“. Merking þeirrar fyrri þótti ekki skýr, en í þeirri seinni þyrfti að nota aðra orðræðu til að ná fram réttri merkingu, því það er hæpið að eldri unglingar tali um að leika sér úti við. Þessar ábendingar voru vel þegnar, en ekki var mögulegt að taka tillit til þeirra allra í lokaeintaki

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.