Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 21
Fréttamolar... Að fá að vera þátttakandi í að hlúa að von um að lækning sé á næstu grösum eða annars konar von af sama meiði, voninni um friðsælan dauðdaga, verður að höndla sem dýrmæta en jafnframt brothætta gjöf. Það getur enginn gert þá kröfu að fólk sætti sig við að vera með sjúkdóm. En unnt er að stuðla að því að hver og einn taki ábyrgð á eigin heilsu og umberi sjúkdóminn. Það gefur manneskjunni færi á að flétta sjúkdóminn inn í líf sitt á uppbyggilegan hátt. Við það þroskast hann fram á við, öðlast æðruieysi og reisn. Með því móti er það sett á oddinn að einstaklingurinn er fyrst manneskja, þar á eftir sjúklingur. Heimildaskrá Alþingi (1997). Lög um réttindi sjúklinga nr. 74. Sótt 10. mars 2004 af http://www.althingi.is/lags/129/1997074.html Andersen, S. (2003). Heilbrigði býr i huganum. Reykjavík: Parkinson- samtökin á íslandi. Cobb, M. (1998). Assessing spiritual needs: An examination of practice. i M. Cobb og V. Robshaw (ritstj.), The spiritual ehaiienge of health care (bls. 105-118). London: Churchill Livingstone. Frankl, V. E. (1996). Leitin að tilgangi lifsins. Reykjavik: Siöfræöi- stofnun. Garðar Gíslason (1991). Eru lög nauðsynieg? Reykjavik: Bókaútgáfa Orators. Gentile, M. og Fello, M. (1995). Hospice care for the 1990s: A concept coming of age. í J.B. Williamson og E.S. Shneidman (ritstj.), Death eurrent perspectives (bls. 147 -160). U.S.A.: Mayfield. Landlæknisembættiö (1996, mars). Leiðbeiningar um takmörkun á meðferð við lok lifs. Reykjavík: Landlæknisembættið og Siöaráö Landlæknis. Sótt 10. mars 2004 af http://www.landlaeknir.is/tem- plate1.asp?PagelD=478 Landlæknisembættiö (2003). Liffœragjafi. Reykjavík: Höfundur. Landlæknisembættiö (2005). Lífsskrá. Yfirlýsing vegna meöferöar viö lífslok. Og Leiðbeiningar um lífsskrá og útfyllingu eyöublaðs. Sótt 7. ágúst 2005 af http://www.landlaeknir.is/template1. asp?pageid=628Etnid=734 Neuberger, J. (1998). Spiritual care, health care: What's the differ- ence? I M. Cobb og V. Robshaw (ritstj.), Thespiritual ehallenge of health care (bls. 7-20). London: Churchill Livingstone. Sheehan, D.K. og Schrim, V. (2003). End of life care of older adults. American Journal ofNursing, 103 (11), 48 - 59. Sigfinnur Þorleifsson (2001). I nœrveru. Reykjavík: Skálholtsútgáfan. Sigriður Halldórsdóttir (2003). Eflandi og niðurbrjótandi samskipta- hættir og samfélög. Timarit hjúkrunarfrœðinga, 79 (4), 6-12. Vilhjálmur Árnason (2003). Siðfrœði lifs og dauða. Reykjavlk: Háskóli íslands, Siöfræðistofnun og Háskólaútgáfan. Nýtt vefsvæöi á vegum ICN Alþjóðleg miðstöð hjúkrunarfræðinga sem starfa erlendis hefur verið opnuð á vegum Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, ICN, og Alþjóðasamtaka erlendra hjúkrunarskóla (The Commission on Graduates of Foreign Nursing Sehools, CGFNS). Miðstöðin hefur opnað vefsvæði, www.intlnursemigration.org. Fulltrúar CGFNS og ICN segja mikla þörf fyrir að miðla þekkingu meðal hjúkrunarfræðinga um heim allan þar sem erlendum hjúkrunarfræðingum fjölgar stöðugt í flestum löndum og við lifum í síbreytilegum heimi og fólk á í sífellt meiri samskiptum heimshorna á milli vegna breyttrar tækni. Ný lækningalind opnuö í Bláa lóninu íjúní Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri ávarpaði gesti og lagði áherslu á þann mikilvæga áfanga í starfsemi Bláa lónsins sem opnun nýrrar lækningalindar er. Lækningalindin, samvinnuverkefni íslenskra stjórnvalda og Bláa lónsins hf., stórbætir þjónustu við psoriasissjúklinga og er eitt stærsta verkefni í heilsutengdri ferðaþjónustu á íslandi. í ávarpi Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra kom fram að Bláa lónið hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda í Færeyjum og Danmörku, sem hafa greitt fyrir psoriasismeöferð sjúklinga frá þessum löndum sem leitað hafa læknishjálpar og komið í meðferð í Bláa lóninu. Meðferðargestir hafa komið víða að eöa alls frá 18 þjóðlöndum. I ávarpi Eðvarðs Júlíussonar, stjórnarformanns Bláa lónsins, kom fram aö meginmarkmiðið með stofnun Bláa lónsins hf. árið 1992 heföi verið að rannsaka lækningamátt lónsins og byggja varanlega aöstöðu fyrir meðferöarþjónustu við íslenska og erlenda húösjúklinga. Það væri því stór stund að sjá glæsilega lækningalind tekna í notkun og markmiö verða aö veruleika. Þeir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Eðvarð Júlíusson, stjórnarformaður Bláa lónsins, afhjúpuðu hraunhelluna sem markaði upphaf framkvæmda við nýja lækningalind og séra Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur á Útskálum i Garöi, flutti blessun. Jón Þrándur Steinsson húðlæknir er yfirlæknir lækningalindar og Ragnheiður Alfreðsdóttir er hjúkrunarforstjóri. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005 19

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.