Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 24
Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut skráðu nöfn
þeirra sjúklinga sem fóru í skurðaðgerð frá bráðamóttökunni.
Rannsakendur höfðu síðan reglulega samband við
hjúkrunarfræðinga bráðamóttökunnar og fengu uppgefin nöfn
sjúklinga og staðsetningu á legudeild. Rannsakendur hittu
því næst deildarstjóra viðkomandi legudeildar og hann bar
undir viðkomandi sjúkling hvort rannsakendur mættu koma
og ræða við hann varðandi þátttöku í rannsókninni. Ef
sjúklingur gaf leyfi kynntu rannsakendur rannsóknina og
leituðu eftir þátttöku og samþykki sjúklingsins. Honum var
afhent kynningarbréf og bréf um upplýst samþykki. I bréfinu
kom fram hver tilgangur rannsóknarinnar væri. Sjúklingi
var gerð grein fyrir að hann þyrfti að svara spurningunum
símleiðis og að það yrði hringt í hann nokkrum dögum eftir
útskrift af sjúkrahúsinu. I símtalinu Iögðu rannsakendur
spurningalistann fyrir og tóku viðtalið upp á segulband með
leyf'i sjúklings. Rannsakendur hlustuðu svo á viðtölin til að
kanna hvort einhverjar upplýsingar hefðu farið fram hjá þeim
meðan á þeim stóð. Þeir hlutar viðtalanna, sem innihéldu
mikilvægar upplýsingar að mati rannsakenda, voru vélritaðir.
Að lokinni gagnasöfnun fór fram tölfræðileg úrvinnsla með
aðstoð tölvuforritanna SPSS og EXCEL. Notaður var Pearson-
fylgnistuðull og miðað við 5% marktæknimörk (P<0,05).
frekari fræðslu en þeir fengu á bráðamóttökunni
(eða) þar af voru níu karlar og sex konur. Fjórtán
(fimm og níu) töldu hins vegar að þeir vildu fá
frekari fræðslu (eða) þar af voru níu konur og
fimm karlar. Tveir töldu sig ekki vita hvort þeir
vildu fá frekari fræðslu.
Atriði sem konur vildu fá frekari fræðslu um
• Hvernig svæfingin færi fram
• Hvernig ferliö á bráöamóttökunni gengi fyrir sig
• Ytarlegri fræöslu um nýrnasteina
• Af hverju þyrfti aö vera í sokkum
• Meiri upplýsingar um fylgikvilla
• Af hverju veikindin stöfuðu, hver væri orsökin,
hvernig hægt væri aö koma í veg fyrir þau og
hvaöa aukaverkanir lyf heföu
• Hvað væri gert í skurðaðgerðinni
• Hvernig heildarferlið væri, eftirköstin og lengd legu
• Skýrari fræöslu, fannst talað of mikiö læknamál
Aðallega læknar sem sáu um fræðsluna
Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær helstar að allir
þátttakendurnir sögðust hafa fengið fræðslu á bráðamóttökunni
og var hún í flestum tilfellum munnleg, en einn þátttakandi
kvaðst einnig hafa fengið fræðslubækling.
Að sögn þátttakenda voru það aðallega læknar sem fræddu
þá. Tuttugu og tveir þátttakendur sögðust hafa fengið fræðslu
hjá Iækni og sextán hjá svæfingalækni. Þrettán töldu að
hjúkrunarfræðingur hefði frætt þá en enginn nefndi sjúkraliða.
Tíu sögðust hafa fengið fræðslu hjá öðrum og fjórir vissu ekki
hjá hverjum þeir fengu fræðslu.
Tuttugu og fimm þátttakendum fannst fræðslan, sem þeir
fengu á bráðamóttökunni, mjög skiljanleg eða frekar skiljanleg.
Þremur fannst hún frekar óskiljanleg eða mjög óskiljanleg.
Þrír þátttakendur svöruðu ekki spurningunni. Meirihluta
þátttakenda eða 24 fannst fræðslan nýtast sér mjög vel eða
frekar vel, en einungis einum fannst hún nýtast sér frekar
illa. Sex svöruðu ekki spurningunni. Enginn munur var eftir
kynjum hvernig fræðslan nýttist.
Fram kom í rannsókninni að þátttakendur voru ekki fræddir
um neitt sem þeir vildu ekki vita. Skiptingin var nokkuð jöfn
varðandi hvort þátttakendur vildu fá frekari fræðslu eða ekki.
Fimmtán þátttakendur (níu og sex) töldu sig ekki vilja fá
Atriöi sem karlar vildu fa frekari fræöslu um
• Hægðatregðu
• Breytingar á hægöum
• Hver orsökin væri og hvort hægt væri aö koma
í veg fyrir aö þetta gerðist aftur
• Betri fræðslu um batann og aö heilbrigðis-
starfsfólk mætti vera betur meðvitað um
verkjalyf handa óvirkum fíkniefnaneytendum
• Verkjalyfjanotkun
Þátttakendur voru spurðir hvort fjölskylda þeirra
hefði verið frædd um væntanlega skurðaðgerð.
Fjölskyldur sextán þátttakenda fengu fræðslu,
þrettán sögðu að fjölskyldan hefði ekki fengið
fræðslu og tveir vissu ekki til þess.
Þátttakendur flestir ánægöir meö þjónustu á
bráðamóttökunni
Flestir þátttakenda tjáðu sig að lokum um
spítalavistina og ýmist var legudeildin eða
bráðamóttakan fólki efst í huga. Flestar konurnar
sem tjáðu sig um bráðamóttökuna í lokin sögðust
ánægðar með þjónustuna. Ein kona sagðist hafa
heyrt að „spítalinn í Reykjavík" virkaði eins og
Tímarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005