Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Qupperneq 29
FRA FELAGINU Söfnun minja sem tengjast hjúkrun Til gamans má geta þess aö lýsingar á fýrstu búningum hjúkrunarkvenna er aö finna í blaði Félags íslenskra hjúkrunarkvenna frá árinu 1926 og myndir af þeim er aö finna í blaði frá sama ári. Hér birtast myndir af þróun hjúkrunarbúningsins. Ef einhver á hluti eöa myndir sem hann vill aö veröi varöveittir hjá félaginu þá vinsamlegast hafiö samband viö félagið. Hjúkrunarbúningar frá vinstri: 1. Arnfriður Gísladóttir sýnir skurðstofubuning með húfu frá 1960. 2. Arna Brynjólfsdóttir i kápu og slörhatti frá 1926 sem notað var af hjúkrunarfræðingum i heimahjúkrun. Silfurnæla með merki félagsins Fíh er á ermi búningsins. 3. Sólrún Sveinsdóttir sýnir hjúkrunarbúning Þórunnar Þorsteinsdóttur frá u.þ.b. 1935. (Þórunn f. 1910-1973) 4. Ingibjörg Hauksdóttir sýnir hjúkrunarbúning frá u.þ.b. 1930. 5. Guðrún Eygló Guðmundsdóttir sýnir hjúkrunarbúning frá u.þ.b. 1970 6. Þóra Guðjónsdóttir i hjúkrunarbúningi frá u.þ.b. 1958. Viö í minjanefnd fáum horn í blaðinu okkar þar sem við munum birta myndir og e.t.v. óska eftir hjálp við aö skýra notkun á hlutum og eins leiörétta ef við förum rangt meö. í minjanefnd sitja: Pálína Sigurjónsdóttir formaöur Aðalbjörg Finnbogadóttir ritari Sigþrúður Ingimundardóttir Gréta Aöalsteinsdóttir Bergdís Kristjánsdóttir Nemabúningar lengst til hægri Frá vinstri Friða Bjarnadóttir í fyrsta nemabúningnum sem var i notkun frá 1930 til 1945. Þá er Klara Stefánsdóttir hjúkrunarnemi í búningi sem var tekinn í notkun 1945 og hann var i notkun þar til Hjúkrunarskóli íslands var lagður niður 1986. Þá er Ólafur Skúlason í hjúkrunarnemabúningi karla. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.