Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Síða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Síða 37
VIÐTAL nemendurnir fengu," segir Desmond. „Ég velti fyrir mér ýmsum grundvallarspurningum um nemanda og starfsmann og hversu mikilvægt væri að breyta menntuninni til að breyta hjúkruninni sjálfri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru ekki notaðar þar sem stjórnvöld ákváðu að breyta námsfyrirkomulaginu þannig að nemarnir unnu ekki lengur á sjúkrahúsunum, gerðar voru meiri menntunarkröfur til þeirra sem þar unnu. En þetta vakti spurningar hjá mér um hvernig unnt er að breyta kerfinu með því að breyta veikasta hlekknum í því, sem í þessu tilfelli var nemandinn. Ég gerði mér grein fyrir að það þyrfti að breyta stefnunni í heilbrigðismálum ofan frá. Þegar stjórnvöld vilja gera eitthvað þá gera þau það, sama hvað þú segir. Þetta var semsagt reynsla mín af því að meta menntunina.“ Græna byltingin í heilbrigöiskerfinu á Kúbu Hann er spurður um rannsóknir sínar á „grænu byltingunni" á Kúbu. „Rannsóknin á grænu byltingunni var einkaframtak mitt, ég fjármagnaði hana sjálfur," segir Desmond. „Ég hafði heyrt frá vinum sem þekktu Kúbu vel, að eftir að kommúnisminn féll í austrinu hefðu Kúbverjar Fjöltrúarleg endurbót er aö eiga sér staö gengið í gegnum alvarlegar efnahagslegar þrengingar. Samdráttur varð gríðarlegur. Vegna viðskiptabanns er einnig erfitt fyrir þá að kaupa nýjustu Iyfin á markaðnum. Til að vinna bót á þessu leituðu þeir á náðir ráða sem frumbyggjar Kúbu bjuggu yfir og höfðu notað auk þess að tileinka sér óhefðbundnar lækningaaðferðir frá Austurlöndum, lyf og meðferð við ýmsum kvillum. 1 Aðalástæða grænu byltingarinnar var því efnahagsleg, þeir sögðu æinfaldlega: Við höfum ekki ráð á því að vera veik og þurfa að nota rándýr lyf eða tæki. Kenning þeirra er þessi: Við erum of fátækir til að þola mikið af sjúkdómum. Við verðum að koma í veg fyrir sjúkdóma þar sem við höfum ekki næga peninga til að verða veik. Þeir höfðu reyndar byrjað á sumu þessu áður, eftir 1998 voru hefðbundnar kínverskar lækningaaðferðir kenndar í læknaskólanum í Havana. Læknarnir sem luku námi frá læknaskólanum í Havana frá þeim tíma höfðu því allir reynslu af þessum óhefðbundnu lækningaaðferðum. Þetta er út af fyrir Isig ekki undarlegt því Kúbverjar hafa alltaf haft mikinn áhuga á fyrirbyggjandi læknisþjónustu. Þeir leggja mikla áherslu á forvarnir í læknismenntun, þeir skipuleggja starfið á þann hátt að þeir eru með fjölskyldulækna, eða heimilislæknakerfi. I hverju þorpi er fjölskyldulæknir og fjölskylduhjúkrunarfræð ingur, í sumum tilfellum er byggður sérstakur staður fyrir þá, skurðstofan er t.d. á fyrstu hæð og hjúkrunarfræðingurinn á annarri. Starfið er skipulagt þannig að á morgnana getur fólk komið á stofuna til hjúkrunarfræðingsins og læknisins en eftir hádegið fara þau um þorpið og heimsækja fólk, t.d. gamalt fólk, fólk með nýfædd börn, fólk sem þjáist af geðsjúkdómum, þá sem eiga við félagslega örðugleika að stríða, svo sem drykkju og heimilisofbeldi. Alla vinnudaga er heilbrigðisstarfsfólkið úti að fylgjast með heilsu íbúanna," segir Desmond. Hann segir Kúbverja einnig rækta lífrænar Iækningajurtir, „eru með stóra akra þar sem ræktunin fer fram og stunda auk þess alls kyns óhefðbundna meðferð, t.d. nálarstungur en margir kúbverskir læknar eru vel að sér í nálarstungum o.fl. þess háttar. Læknarnir skrifa jöfnum höndum upp á lækningajurtir og lyf, því á Kúbu eru hin óhefðbundnu lyf ekki einungis viðbót við heilbrigðisþjónustuna eins og á flestum Vesturlöndum, heldur hluti af kerfinu. Læknarnir á vegum hins opinbera veita þessa þjónustu, sameina visku hinna óhefðbundnu aðferða og nýjustu lækningaaðferðir hins vestræna heims. Margt gamalt fólk er afar ánægt með þetta. Arið 1959 voru eiginlega engir ;læknar úti á landi á Kúbu, flestir voru í Havana. 1 Santiago t.d. gátu fæstir borgað læknurn, svo það var löng hefð fyrir óhefðbundnum heilurum sem höfðu þekkt fjölskylduna alla tíð, höfðu verið í þorpunum, höfðu samband við afrísk trúarbrögð, anda o.fl. Gamla fólkið mundi eftir þessum aðferðum, og sagði gjarnan: „Svona gerðum við þetta í gamla daga og gekk vel.“ Timarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005 ' 35

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.